Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Fimmtudagur skoðun 24 30. september 2010 FIMMTUDAGUR 1 Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Stígvél sem ná yfir hnén sjást í æ ríkari mæli bæði í verslunum hér heima og úti í hinum stóra tískuheimi. Jenni-fer Lopez er ein þeirra sem virðist sérstaklega hrifin af þessari tísku og klæðist iðulega stuttum pilsum eða kjólum við. Margrét Grétarsdóttir lét breyta gömlum kjól í anda Viktoríutímabilsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G V A Alls enginn harmleikur É g keypti gamlan kjól í Rauða kross-búð og fékk Anna Design til að breyta honum samkvæmt Viktoríustíl,“ útskýrir Mar-grét Grétarsdóttir, söngkona, en kjólinn mun hún nota í kvöldverðarsýningunni Gríman fellur, í Veisluturninum annað kvöld.„Efni úr slóðanum sem ég gifti mig með var nýtt til að bæta við kjólinn að aftan og sauma á hann púffermar. Liturinn passar mér alveg en ég elska grænt og gyllt. Ég virðist sækja í þessa liti, kannski til að halda mér á jörðinni,“ segir Margrét hlæjandi og vísar til þess að grænn litur er sagður hafa róandi áhrif. Við kjólinn mun Margrét bera tilkomu-mikla hárkollu og grímu sem hún keypti í Feneyjum þegar hún var þar við nám. „Gríman er líka gyllt og græn. Ég verð einnig með men sem ég keypti á antík-markaði í Búlgaríu, líka gyllt og grænt. Þetta eru allt hlutir úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum, en smellpassa saman.“Kvöldverðarsýningin Gríman fell-ur verður frumsýnd annað kvöld en þar koma fram ýmsar persónur úr þekktum óperum. Margrétmeð l F Á K A F E N I 9 - - S í m i : 5 5 3 7 0 6 0 O p i ð m á n u d - f ö s t u d . 1 1 - 1 8 & l a u g a r d . 1 1 - 1 6 Skór & töskur í miklu úrvaliwww.gabor.is Sérverslun með Fyrir bústaðinn og heimilið KYNNING SÉRBLAÐ • FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER Style 6646 Tornado fi t wash #844 Storm fi t sh #916 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Buxur veðrið í dag 30. september 2010 229. tölublað 10. árgangur Þýðingarmikið starf Alþjóðadagur þýðenda haldinn hátíðlegur í dag. tímamót 32 Miðnætursprengja Allar vörur á 20% afslætti Einstakar undantekningar Opið 10-24 FAGLEG RÁÐGJÖF OG FRÍ LEGUGREINING Komin með nýtt starf Tobba Marinós hefur störf á Skjá einum. fólk 62 MIKIL RIGNING SYÐRA fyrri partinn og austan til síðdegis, en skýjað með köflum og úrkomulítið N-lands. Fremur stíf suðaustanátt á landinu í dag. Hiti 10-15 stig. VEÐUR 4 11 11 10 12 12 SJÁVARÚTVEGUR Íslensk stjórnvöld hafna endurtekinni gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjáv- arútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða. Tómas H. Heiðar, formað- ur samninga- nefndar Íslands í makrílviðræð- unum, segir að fullyrðing- ar Damanaki séu órökstudd- ar og fái ekki staðist. Hún gaf í skyn í ræðu nýlega að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveiðar á makríl á þessu ári muni fyrirsjáanlega fara fram úr ráðlögðum heildarafla og hótar aðgerðum frá hendi ESB. Hafrannsóknastofnun birti í gær endurmat úr rannsókna- leiðangri sem sýnir að 1,1 millj- ón tonna af makríl var innan íslensku lögsögunnar í sumar. Það er 400 þúsund tonnum meira en í fyrra mati. - shá / sjá síðu 10 Stjórnvöld hafna gagnrýni: Hótunum vísað til föðurhúsanna Ungir meistarar Breiðablik er með yngsta Íslandsmeistaraliðið í seinni tíð í fótboltanum. sport 54 UTANRÍKISVERSLUN Viktor F. Janúkóvitsj, nýkjörinn forseti Úkraínu, gerði stuttan stans á Keflavíkur- flugvelli nýlega er hann var á heimleið frá leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna í New York. Séríslenskt góðgæti virðist vel kynnt eystra því forsetinn gerði út menn til að hamstra íslenska matvöru og koma um borð í forsetavélina á meðan eldsneytistankarnir voru fylltir. Alls keyptu sendisveinar hans um 100 kíló af mat- vöru. Þar bar mikið á saltsíld sem fengin var frá Kjartani í Sægreifanum við Geirsgötu og humri, ferskum og reyktum þorski, ýsu og lúðuflökum frá Fiski prinsinum í Hlíðarsmára í Kópavogi. Eitthvað af Ora hunangssíld og hákarlalýsi fylgdi með. Forsetinn keypti jafnframt lambalæri og hrygg af nýslátruðu. Utanríkisráðherra Úkraínu, Kostyantyn Gryst sjenko, var hér á landi nýlega ásamt sendinefnd til að undirrita fríverslunarsamning milli EFTA og Úkraínu. Mun ráðherrann hafa hrifist mjög af íslensku smjöri og voru allnokkur kíló í farteski for- setans sérstaklega merkt Grystsjenko, samkvæmt upplýsingum blaðsins. - shá Forseti Úkraínu hamstraði lambakjöt og fiskmeti í bensínstoppi í Keflavík: Forsetaþotan fyllt af góðgæti STJÓRNMÁL Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar um rann- sóknarskýrsluna, undrast reiði sjálfstæðismanna vegna ákærunn- ar á hendur Geir H. Haarde og segir hana vekja upp spurningar hvort búið hafi verið að semja um aðra niðurstöðu fyrirfram. „Ég átti satt best að segja von á því að allar tillögurnar yrðu felldar, þótt ég hafi rennt grun í á mánudegi og þriðjudegi að það myndu skipast veður í lofti með Geir vegna ein- hverra undirmála sem ég skynjaði en festi ekki hönd á. En svo gerðist það ekki og þá urðu sjálfstæðismenn ótrúlega reiðir, og ég spyr mig: Af hverju urðu þeir svona reiðir? Áttu þeir von á annarri niðurstöðu? Var búið að víla og díla um eitthvað annað? Þessi ótrúlega reiði kom mér á óvart. Þeir töluðu eins og einhverj- ir hefðu hlaupið frá borði í einhverju samkomulagi,“ segir Atli. Spurður hvort honum þyki rétt- látt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta,“ segir hann. „Það er mér afar mikið umhugs- unarefni að sjö ráðherrar úr svo- nefndri hrunstjórn, sem ýmist eru ráðherrar núna eða venjulegir þing- menn, greiddu allir atkvæði gegn málshöfðun. Órofa og einlæg sam- staða þeirra réð úrslitum um niður- stöðuna. Ég hefði sjálfur talið eðli- legt, miðað við óskráðar reglur um hæfi og önnur gildi sem ég hef tamið mér sem lögmaður, að þau kölluðu inn varamenn eða sætu hjá.“ Atli segir ummæli Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um störf hans og nefnd- arinnar ómakleg. „Ég þoli alveg að það sé hraunað yfir mig en ég er ekki sérstaklega hress þegar það er verið að hrauna yfir þá sem hafa verið að vinna fyrir nefndina, sér- fræðinga og aðra.“ Björgvin G. Sigurðsson, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, er sestur aftur á þing en hann tók sér tíma- bundið leyfi með hann beið niður- stöðu þingmannanefndarinnar. - sh, bj / sjá síður 12, 16 & 18 Atli bjóst ekki við ákærum Atli Gíslason átti von á því að allar tillögur um ákærur yrðu felldar. Hann segir einlæga og órofa samstöðu sjö ráðherra hrunstjórnarinnar hafa ráðið úrslitum í málinu. Hann undrast ótrúlega reiði sjálfstæðismanna. TÓMAS H. HEIÐAR Í BÍLABÍÓI Ástarævintýrinu Cry-Baby var kastað á hvíta tjaldið í Flugskýli 3 á Reykjavíkurflugvelli í gær- kvöldi. Uppákoman var á vegum kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem hefur undanfarin ár sýnt klassískar myndir í bílabíói. Hátíðin í ár er engin undantekning og var klassísk mynd Johns Waters nú fyrir valinu. Uppselt var og nutu áhorfendur úr fimmtíu bílum herlegheitanna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Mér finnst felast í þessari niðurstöðu pólitísk uppgjöf. Það er eins og þingmenn telji að hægt sé að gera upp flókin pólitísk álitaefni með útgáfu ákæru,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, um niðurstöðu meirihluta Alþingis um að höfða beri mál gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. „Ég er þeirrar skoðunar að það hafi ekki átt að ákæra neinn, og þess vegna er alls ekki ásættanlegt að Alþingi hafi ákveðið að ákæra skuli Geir einan,“ segir Ingibjörg. Pólitísk uppgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.