Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 52
36 30. september 2010 FIMMTUDAGUR
BAKÞANKAR
Charlotte
Böving
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Pondus Eftir Frode Overli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
LÁRÉTT
2. vísupartur, 6. einnig, 8. kæla, 9.
endir, 11. fyrir hönd, 12. móhraukur,
14. tipl, 16. samtök, 17. útsæði, 18.
titill, 20. persónufornafn, 21. horfðu.
LÓÐRÉTT
1. líkami, 3. golf áhald, 4. tré, 5. skip,
7. raupari, 10. belja, 13. tilvist, 15.
laut, 16. máttur, 19. innan.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. stef, 6. og, 8. ísa, 9. lok,
11. pr, 12. drýli, 14. trítl, 16. aa, 17.
fræ, 18. frú, 20. ég, 21. litu.
LÓÐRÉTT: 1. hold, 3. tí, 4. espitré, 5.
far, 7. gortari, 10. kýr, 13. líf, 15. lægð,
16. afl, 19. út.
Í alvöru, þú verður
að prófa eitthvað
nýtt. Þessi klipp-
ing er svo 1995
eitthvað!
Onei, alltaf
þegar ég
hef prófað
eitthvað nýtt
þá hefur
það komið
hræðilega
út!
Treystirðu
mér ekki?
Ég segi ný
klipping!
Ekki eitt
sekúndu-
brot!
Ég segi
nei!
Ókei, þá er
það tvöfalda
atkvæðið mitt
sem ræður.
Hey! Af
hverju
færð þú
tvöfalt
atkvæði?
Og... Þú færð nýja
klippingu!
NEI!
Ég ætla að loka
hurðinni.
Það kemur
enginn inn til
mín, ekki undir
neinum kring-
umstæðum.
Ha? Ég
er móðir
þín!
Ég kem
bara inn í
herbergið
þitt þegar
ég vil!
Ókei, ókei. Þú mátt
koma inn með einu
skilyrði.
Að ég
banki
fyrst?
Að þú hringir
á undan þér.
Og
bankir
síðan.
Ert þú aðal
umsjón-
armaður
barnanna?
Ég hef lagt ýmis-
legt á mig til að
matreiða þessar
svínakótilettur!
EINS GOTT AÐ ÞIÐ
BORÐIÐ ÞÆR!
Þannig er
það bara!
einn
barnaís
eða
Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild.
Tryggðu þér áskrift í dag!
FYRIR 229 KRÓNUR
FÆRÐ ÞÚ:
frábæra skemmtun í
heilan sólarhring fyrir
alla fjölskylduna
512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Fyrir nokkru skrifaði ég pistil um „dug-leg-fasisma“, sem er útbreiddur hér á
landi. Um það hvernig við ölum börnin
okkar upp við það frá unga aldri að vera
dugleg. Sem í sjálfu sér væri kannski ekki
alslæmt, ef við notuðum orðið duglegur
bara þegar eitthvað væri raunverulega
þess virði að hrósa fyrir. Í stað þess að nota
það um allt: Mikið ertu dugleg að labba,
duglegur á koppnum, dugleg að taka til,
róla, leika, hátta, sofa, syngja, dansa, vera
stilltur, hlusta, kúka … Listinn er endalaus.
HVERS vegna segjum við þetta? Við
erum að hrósa, já, en bak við hrósið er
falin valdbeiting (þess vegna orðið
dugleg-fasismi). Þetta gengur út á
að fá barnið til þess að borða meira,
leika sér sjálft, vera stillt, pissa í kopp
o.s.frv. En stýringin er orðin ósjálf-
ráð, við spáum ekki í það hvað við
notum orðið stöðugt. Og auk
þess sem það stýrir barninu
í átt að ákveðinni, æskilegri
hegðun, þá verður það að
vera duglegur svo stór þátt-
ur í sjálfsmynd barnsins að
það getur staðið í vegi þess,
þegar það er orðið fullorð-
ið og langar stundum bara að
vera, en ekki gera.
HEIMA hjá mér urðu allir
skyndilega svo meðvitaðir um dugleg-fas-
ismann að enginn þorði lengur að nota
orðið. Í staðin sögðum við: „Það er svo dás-
amlegt að leika sér“, „mikið er gaman hjá
þér að læra heima“, „er maturinn góður,
viltu meira?“, „hvað það er gott hjá þér að
kúka í koppinn“ o.s.frv. Alls konar nýjar
útgáfur, til þess að forðast að nota sögn-
ina að vera duglegur. Og ef einhver missti
orðið út úr sér, varð sá hinn sami strax nið-
urlútur og leit skömmustulega á mig, eins
og til þess að segja: „Fyrirgefðu, ég veit að
ég sagði bannorðið.“
NÚ var ég allt í einu orðin dugleg-fasistinn
með öfugum formerkjum.
PERSÓNULEGA þykir mér kostur að
við séum meðvituð um það hvaða orð
við notum. Orð hafa áhrif á okkur. En að
útrýma tilteknu orði úr orðaforða fjölskyld-
unnar er ekki mögulegt. Í gærmorgun kom
önnur af litlu tvíburunum mínum til mín
þar sem ég sat á klósettinu (hjá tveggja ára
börnum er ekkert til sem heitir lokaðar dyr
eða friðhelgi). Hún horfði á mig með ynd-
islega blíðu barnsaugunum og sagði full
hróss og viðurkenningar: „Mamma, þú ert
svo dugleg að kúka og pissa!“ Ég held ekki
að hún hafi verið að reyna að stjórna hegð-
un minni. Ég held að henni hafi einfaldlega
fundist þetta vera eitthvað til þess að hrósa
mömmu fyrir.
Dugleg-fasismi 2