Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 78
62 30. september 2010 FIMMTUDAGUR „Ég er búin að komast að því að þið Íslendingar skipuleggið ykkur ekki mikið fram í tímann. Það er mjög ólíkt því sem ég á að venjast frá mínu heimalandi,“ segir þýski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Alva Gehrmann. Hún er að skrifa bók um lifnaðarhætti Íslendinga sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar. Í bókinni ætlar Gehrmann að varpa ljósi á hvernig Íslendingar takast á við lífið og vill hún meina að Þjóðverjar geti lært heilmikið af þjóðinni. En af hverju bók um Ísland af öllum löndum? „Hrunið og eldgosið hefur óneitanlega beint sviðsljósinu að Íslandi upp á síðkastið og tilfinn- ing mín er að Þjóðverjum finn- ist Ísland vera eitt af mest fram- andi löndum í Evrópu. Samfélagið hér er forvitnilegt og mér finnst Íslendingar lifa eins og þeir vilja lifa. Hella sér út í hluti án þess að hugsa sig of mikið um. Hvatvísir og framandi fyrir Þjóðverja eins og mig.“ Á meðal viðmælenda hennar um íslenskt samfélag eru rithöf- undarnir Andri Snær Magnason, Hallgrímur Helgason, borgar- stjórinn Jón Gnarr og fjölmiðla- konan Tobba Marinósdóttir. Gehr- mann segist ekki ætla að einblína of mikið á hrunið í bókinni þó að vissulega verði einn kafli um það hvernig íslenska þjóðin bregst við krísum. „Ég var stödd hérna síð- asta vor þegar Eyjafjallajökull fór að gjósa og því verða gerð skil í þessum krísukafla,“ segir hún. „Annars er til dæmis fjallað um stefnumótamenningu Íslendinga eða vöntunina á þeirri menningu í einum kafla.“ Gehrmann er með mikla reynslu af blaðamennsku og hefur skrifað fyrir stórblöð á borð við Financial Times, Die Zeit og Der Spiegel. „Mér fannst ekki nóg að koma hingað og taka bara viðtöl við inn- fædda. Ég vildi búa og lifa eins og Íslendingur í smá tíma. Kynnast því að vera hvatvís og hugsa þetta reddast,“ segir Gehrmann hlæj- andi en hún hefur búið hér með hléum síðan snemma í vor. Gehrmann yfirgefur land- ið eftir nokkra daga en ætlar að snúa aftur eftir áramót og leggja lokahönd á bókina. „Ég er ekki að vinna bókina eins og Íslendingur heldur eins og Þjóðverji. Hægt og rólega.“ alfrun@frettabladid.is „Þetta kemur svo sem ekkert á óvart. Þetta eru allt lög sem hafa lifað með þjóðinni öll þessi ár,“ segir Árni Árna- son, sem vinnur að bók um tónlistar- manninn Bubba Morthens. Nú liggja fyrir úrslit í kosningu á vinsælustu lögum Bubba sem fram fór á Vísi.is. 11 þúsund manns tóku þátt í kosn- ingunni og var Rómeó og Júlía besta lag Bubba að mati þeirra. Í öðru sæti var Afgan, Fjöllin hafa vakað í þriðja sæti, Blindsker í því fjórða og Aldrei fór ég suður í því fimmta. Lista yfir fimmtán efstu lögin er að finna hér til hliðar. Eins og alþjóð veit á Bubbi þrjá- tíu ára útgáfuafmæli í ár og af þeim sökum verður gefin út þreföld plata með sextíu bestu lögum Bubba í nóv- ember. Um er að ræða safnplötupakka í líkingu við þá sem Sena hefur gefið út með þekktum listamönnum undan- farin ár. Pakkinn kallast Sögur af ást, landi og þjóð. Árni segir að þessi fimmtán laga listi spanni ágætlega feril Bubba. „Þarna eru ýmsar tónlistarstefnur. Þetta sýnir vel að hann er duglegur og óhræddur að takast á við nýja hluti og endurnýja sig,“ segir hann. En fær þjóðin aldrei leið á Bubba? „Nei, góð Bítlalög lifa og það er ekk- ert öðruvísi með góð Bubbalög. Hann er búinn að lifa með þjóðinni í 30 ár og búinn að margsýna það að hann er ekki að fara neitt.“ -hdm GREINIR ÍSLENSKA LIFNAÐARHÆTTI Þýski blaðamaðurinn Alva Gehrmann er að skrifa bók um hina íslensku leið til að lifa lífinu sem kemur út í Þýskalandi næsta sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALVA GEHRMANN: ÍSLENDINGAR ERU HVATVÍSIR OG FRAMANDI Þýsk blaðakona skrifar bók um atferli Íslendinga 1. Rómeó og Júlía 2. Afgan 3. Fjöllin hafa vakað 4. Blindsker 5. Aldrei fór ég suður 6. Stál og hnífur 7. Syneta 8. Stúlkan sem starir á hafið 9. Það er gott að elska 10. Fallegur dagur 11. Sumarið er tíminn 12. Móðir 13. Kyrrlátt kvöld 14. Talað við gluggann 15. Ísbjarnarblús BESTU LÖG BUBBA AFMÆLISÁR 60 laga safnpakki með lögum Bubba kemur út í byrjun nóvem- ber. Árni Árnason er sáttur við valið en uppáhalds lag hans er Afgan. „Þetta er ný staða. Ég tilheyri markaðssviði og verð kynning- arfulltrúi Skjás eins,“ segir fjöl- miðlakonan Tobba Marinósdóttir, en hún sagði upp á Séð og heyrt í vikunni eftir að ritstjórinn Eirík- ur Jónsson var rekinn. „Ég er lærður fjölmiðlafræðing- ur þannig að þetta er mitt svið,“ segir Tobba, aðspurð hvort kynn- ingarstarfið hafi alltaf heillað. „Og ég er náttúrulega sjúklega skotin í Skjá einum. Þau gáfu mér fyrsta tækifærið mitt í sjónvarpi.“ Tobba segir atvinnutilboð úr ýmsum áttum hafa borist eftir að brotthvarf hennar af Séð og heyrt varð opinbert. Hún hafði þó sjálf frumkvæðið að því að tala við Skjá einn. „Ég hafði samband við Sig- ríði Margréti Oddsdóttur sjón- varpsstjóra Skjás eins og sagði henni að ég væri að segja upp á Séð og heyrt og bað hana að hafa mig í huga ef eitthvað starf opn- aðist,“ segir Tobba. „Hún sagðist vera með starfið sem ég passaði 100% í þannig að þetta var meant to be.“ Ekki er langt síðan Skjár einn varð áskriftarstöð. Sjónvarpsstöð- in hefur sýningar á leiknu gam- anþáttunum Hæ Gosi í kvöld og golfstöðin Skjár golf hóf nýlega útsendingar. Tobba hefur því í nægu að snúast þegar hún hefur störf í nóvember. „Þetta er ansi yfirgripsmikið. Þau eru líka að fara að sýna þáttinn minn, þannig að þau eru með tvo stóra þætti og þurfa sterka kynningu,“ segir Tobba að lokum og vísar í vænt- anlegan sjónvarpsþátt byggðan á bók hennar Makalaus. - afb Tobba Marinós ráðin á Skjá einn Rómeó og Júlía besta lag Bubba Morthens SJÓNVARPSÞÁTTURINN The Simpsons er í uppáhaldi. Ég horfi alltaf á hann einu sinni til tvisvar í viku.“ Valur Freyr Halldórsson úr Hvanndals- bræðrum. BREYTIR TIL Tobba Marinós vinnur að annarri bók sinni og hefur störf á Skjá einum í október. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÁSTIN ER SEGULSTÁL Sextán sögur um ástina og unga fólkið Áleitin, nýstárleg og krassandi bók sem hittir þig í hjartastað Fös 15/10 kl. 20:00 frums Lau 16/10 kl. 20:00 2.sýn Fös 22.10. Kl. 20:00 aukas. Lau 23/10 kl. 20:00 3.sýn Lau 30/10 kl. 20:00 4.sýn Sun 31/10 kl. 20:00 5.sýn Fös 5/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 6/11 kl. 20:00 7.sýn Fim 11/11 kl. 20:00 8.sýn Fös 12/11 kl. 20:00 9.sýn Lau 2.10. Kl. 13:00 Lau 2.10. Kl. 15:00 Sun 3.10. Kl. 13:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Lau 9.10. Kl. 13:00 Lau 9.10. Kl. 15:00 Lau 16.10. Kl. 13:00 Lau 16.10. Kl. 15:00 Sun 17.10. Kl. 13:00 Sun 17.10. Kl. 15:00 Lau 23.10. Kl. 13:00 Lau 23.10. Kl. 15:00 Sun 24.10. Kl. 13:00 Sun 24.10. Kl. 15:00 Fim 30.9. Kl. 20:00 Fös 1.10. Kl. 20:00 Lau 2.10. Kl. 20:00 Fös 8.10. Kl. 20:00 Lau 9.10. Kl. 20:00 Fös 15.10. Kl. 20:00 Lau 16.10. Kl. 20:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 aukas. Fös 22.10. Kl. 20:00 Lau 23.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Lau 30.10. Kl. 20:00 Sun 31.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 30.9. Kl. 19:00 Fös 1.10. Kl. 19:00 Lau 2.10. Kl. 19:00 Sun 3.10. Kl. 15:00 Fös 8.10. Kl. 19:00 Lau 9.10. Kl. 19:00 Sun 17.10. Kl. 19:00 Sun 24.10. Kl. 19:00 Þri 26.10. Kl. 19:00 Mið 27.10. Kl. 19:00 Fim 28.10. Kl. 19:00 Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Fim 21.10. Kl. 20:00 Fös 29.10. Kl. 20:00 Fim 4.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) Gildir ágúst 2010 til jún í 2011 hús kor tið 1 OPIÐ KORT Gildir á Leik hús kor tið 201 0/2 011 ÁSK ikhus id.is I mida sala@ le Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. U U Ö U U U U U Ö Ö U U Ö Ö Ö U Ö U U Ö U Ö U U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Ö ...ég sá það á Vísi Það eina sem þarf er leitarorð. Vísir er með það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.