Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 60
44 30. september 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is Shia LaBeouf, leikarinn úr Transform ers, skammar bæði Steven Spielberg og Harr ison Ford í viðtali við breska götu- blaðið The Sun. Hann hneykslast líka á Robert De Niro sem hafi einfaldlega náð ákveðnu takmarki og sé sáttur við það. Shia hefur skotist með ógnarhraða upp á stjörnuhimin Hollywood en hann vakti fyrst mikla athygli í hasarmynd- inni Transformers. Hann kveðst hins vegar ekki hafa verið hrifinn af því hvað Steven Spielberg og Harrison Ford gerðu með Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. „Hún stóðst engan veg- inn þær væntingar sem til hennar voru gerðar,“ segir Shia í samtali við The Sun. Myndin sló hins vegar rækilega í gegn hjá áhorfendum og þénaði vel en gagn- rýnendur virtust ekki alveg jafn hrifnir. „Ég var búinn að samþykkja að leika í Wall Street 2 þegar myndin var frum- sýnd og hafði áhyggjur af því að ég yrði tengdur við misheppnaðar framhalds- myndir. Ég var nýlega búinn að leika í mynd þar sem mér fannst við kasta rýrð á orðspor Indiana. Ég vildi ekki endur- taka þann leik.“ Shia lýkur viðtalinu á því að skamm- ast yfir ferli Roberts De Niro sem hefur vissulega ekki verið upp á sitt besta und- anfarin ár. „Ég er ekki þar sem mig langar að vera. Og ég vonast til að ná aldrei þessum De Niro-stað þar sem maður er einhvers staðar og er bara ánægður með það,“ segir Shia. - fgg > PORTMAN SEM LANE Það stendur til að endurreisa Ofurmennis-bálkinn (Superman). Darren Aronofsky hefur bæst á lista yfir hugsanlega leikstjóra. Ef það yrði að raunveruleika yrði fyrsta val hans í hlutverk Louis Lane bandaríska leik- konan Natalie Portman sem fer á kostum í kvikmynd Aro- nofsky, The Black Swan. Þríleikir af öllum stærðum og gerðum hafa verið vin- sælir beggja vegna Atlants- hafsins. Kvikmyndatíma- ritið Empire fékk lesendur sína til að velja þá bestu og þar kemur kannski fátt á óvart. 1. Hringadrottinssaga: (2001-2003) Þetta þrekvirki Peters Jackson var í raun einstakur kvikmynda- atburður. Bækur J.R.R Tolkien höfðu átt miklum vinsældum að fagna og hörðustu fylgjendur bók- anna leyfðu sér að efast um að nokkur kvikmyndagerðarmaður gæti fangað ævintýraheiminn og andrúmsloftið sem einkennir þessi meistaraverk Tolkien. Jackson tókst það hins vegar, myndirnar þrjár eru augnakonfekt sem eiga vafalítið eftir að lifa í hugum og hjörtum áhorfenda. Jackson tókst meira að segja að velja réttu leikarana; Viggo Mort ensen smellpassaði í hlutverk Aragorn og danska ofurstjarnan bar uppi myndina. Síðasta mynd- in, Hilmir snýr aftur, hlaut ell- efu Óskarsverðlaun og er því ein af þremur sigursælustu myndum sögunnar á þeirri verðlaunahátíð. 2. Stjörnustríð (1977-1983) Alec Guinness hataði Stjörnustríð, henti öllum aðdáendabréfum án þess að opna þau og krafðist þess að Obi-Wan Kenobi yrði drepinn sem fyrst. Guinness hefur senni- lega ekki órað fyrir því hver áhrif Stjörnustríðs-þríleikur George Lucas myndi hafa á poppmenningu 20. og 21. aldarinnar með endalaus- um tilvísunum í kvikmyndum sem hafa ekkert með geimstríð að gera. Þrátt fyrir að flestir hefðu talið að það væri nánast ekki hægt að betrumbæta fyrstu myndina þá tókst það bæði hjá Irvin Kershner og Richard Marquand. Sorglegust eru kannski örlög Carrie Fisher og Marks Hamil en Harrison Ford getur vafalítið vel við unað. 3. Aftur til framtíðar (1985-1990) Delorean-bifreiðin sem þeytti Marty McFly fram og aftur í tíma Bestu þríleikir sögunnar ÞEIR BESTU Þríleikir eru vinsælt form í Hollywood og eiga jafnan auðvelt með að laða að kvikmyndaáhorfendur. Það þarf hins vegar eitthvað sérstakt til að gera þríleik sem heldur algjörlega í þrjár myndir og það hefur reynst mörgum ákaflega erfitt. Það er fremur hljótt yfir kvikmyndahúsum borgar- innar eftir allar sprengingar sumarsins. Kannski er því vel við hæfi að í miðri haustlægðinni sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið skuli vera frumsýnd róm- antísk mynd, Eat Pray Love, með Juliu Roberts í aðalhlutverki. Myndin er byggð á samnefndri bók Elizabeth Gilbert sem hefur setið í efstu sætum vinsældarlista Bandaríkjanna. Myndin er sannsöguleg og segir frá höf- undinum sjálfum, Liz. Hún á allt sem hana hafði dreymt um, traustan og trygg- an eiginmann, vinnu og heimili. En hún finnur á sjálfri sér að hún er ekki ánægð og einn daginn ákveð- ur hún að segja skilið við þetta allt saman, eiginmanninn líka, og heldur í ferðalag um heiminn í leit að sjálfri sér. Með önnur hlutverk í myndinni fara þeir James Franco, Javi- er Bardem og Billy Crudup en leikstjóri er Ryan Murphy, einn af höfuðpaurunum á bak við Glee. Dinner for Schmucks er eftir sama leikstjóra og gerði Meet the Parents-myndirnar. Og skartar þeim Paul Rudd og Steve Carell í aðalhlutverk- um. Myndin segir frá ungum manni að nafni Tim sem þráir frama. For- stjóri fyrirtækisins hefur þann undar- lega vana að halda matarboð þar sem starfsmennirnir taka með sér mesta furðufuglinn. Tim telur sig hafa dottið í lukkupottinn þegar hann rekst á Barry sem klæðir meðal annars mýs í föt. Julia Roberts og gott grín HAUSTMYNDIR Gott grín með Steve Carell og rómantísk sjálfsleitarmynd með Juliu Roberts er það sem boðið er upp á í kvikmyndahúsum borgarinnar. Josh Holloway, sem leikur Sawyer í Lost-þáttaröðinni, hefur samþykkt að leika í Mission: Imposs ible-mynd númer fjögur. Framleiðandi mynd- arinnar, JJ Abrams, er á fullu við að finna leikara til að leika í mynd- inni og hefur þegar fengið Simon Pegg, Jeremy Renner og Mika- el Blomkvist-leikarann Michael Nyqist til að vera með í myndinn. Sem þýðir að Stieg Larsson-stjörn- urnar tvær hafa uppskorið laun erf- iðsins því Noomi Rapace, Lisbeth Salander sjálf, hefur samþykkt að leika í Sherlock Holmes tvö. Tom Cruise og Wing Rhames verða á sínum stað en leikstjóri myndarinnar verður Brad Bird. Sem kemur kannski eilítið á óvart. Því þótt Bird hafi hlotið tvo Óskara eru eflaust ekki margir sem þekkja til hans. Bird er nefnilega maður- inn á bak við margar af skemmti- legustu teiknimyndum síðustu ára og nægir þar að nefna The Incred- ibles og Ratataouille. Josh Holloway hefur ekki leikið í neinu af viti frá því að Lost-ser- ían rann sitt skeið. Holloway hefur hins vegar verið vinsæll meðal kvenfólksins og því ljóst að það gæti verið jafnt kynjahlutfall í bíó- húsum þegar Mission:Impossible 4 verður frumsýnd. Holloway í M:I 4 SÉRSTAKUR HÓPUR Michael Nyqist sem lék Blomkvist í Stieg Larsson-myndunum mun leika í Mission: Impossible-mynd númer fjögur ásamt Josh Holloway. Leikstjóri verður Brad Bird, frægastur fyrir teikni- myndir sínar. Shia skammar Spielberg og Harrison Ford ÁKAFUR UNGUR MAÐUR Shia LaBeouf hefur eflaust hlaupið aðeins fram úr sér þegar hann skamm- aði Harrison Ford, Steven Spielberg og Robert De Niro. og rúmi hefur eflaust birst í draum- um sérhvers manns sem sá Back to the Future-þríleikinn. Fyrsta myndin, þar sem Marty fer aftur til ársins 1955, er frábær gaman- mynd með ógleymanlegum atrið- um. Hinar tvær, þar sem Marty ferðast til framtíðarinnar og reynir að bjarga syni sínum og svo kúreka- myndin, náðu ekki alveg að fylgja frummyndinni eftir en lifa engu síður ágætis lífi. 4. Leikfangasaga (1995 - 2010) Bósi Ljósár og Viddi kúreki. Ef það er til eitthvað barn sem er fætt eftir 1990 og hefur ekki átt sitt Bósa- eða Vidda-tímabil þá hefur viðkomandi barni verið miskunnarlaust haldið frá sjónvarpi og afþreyingarmenn- ingu. Teiknimyndirnar eru einstak- lega velheppnaðar, fullar af leiftr- andi kímni og frábærum söguþræði ásamt með uppbyggilegri fræðslu handa smáfólkinu um vináttu. Það besta við Leikfangasögu er kannski að myndirnar forðast pólitíska rétt- hugsun í lengstu lög. 5. Guðfaðirinn (1972-1990) Ef um væri að ræða keppni í dúett- um hefði Francis Ford Coppola staðið uppi með pálmann í hönd- unum. Því fyrstu tvær myndirn- ar eru meistarastykki af guðs náð. Coppola datt hins vegar í hug að það væri sniðugt að fá dóttur sína, Sofiu, og Andy Garcia til að leika par í þriðju myndinni og láta Al Pacino vera svo veikan að áhorf- endur heyrðu varla í honum. Þess- ar hugmyndir sprungu rækilega í andlitið á Coppola og gerðu það að verkum að Guðföður-þríleikurinn er í raun bara tvær myndir. Flestir hafa afneitað þeirri þriðju. Við bjóðum Guðrúnu Hrönn hjartanlega velkomna til starfa á ný! Tímabókanir í síma: 533-1333/568-9977 KRISTA/Quest Kringlunni 4-12 3.hæð, norðurhús www.krista.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.