Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 6
6 30. september 2010 FIMMTUDAGUR IÐNAÐUR Íslenskir bankar hafa ekki enn sýnt áhuga á áætlun Evrópu- sambandsins (ESB) þar sem boðin er trygging á hluta lántöku smærri og meðalstórra fyrirtækja. Sam- keppnis- og nýsköpunaráætlun sam- bandsins er til umræðu á ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík í dag. Smá og meðalstór fyrirtæki teljast þau sem eru með minna en 250 starfsmenn og velta innan við 50 milljónum evra (rúmum 7,7 milljörðum króna). Hanna Dóra Hólm Másdóttir, deildarsérfræðingur á skrifstofu nýsköpunar og þróunar í iðnaðar- ráðuneytinu, segir fjölda fjármála- fyrirtækja í Evrópu hafa séð sér hag í að taka þátt í verkefninu, en það hafi verið opið íslenskum bönk- um frá því sumarið 2007. „Líklega hafa þeir bara verið uppteknir við að vinna úr margvíslegum vanda öðrum,“ segir hún, en bætir um leið við að skortur á lánsfjármagni sé eitt af því sem helst hafi hamlað vexti fyrirtækja. Því sé varla nema jákvætt ef banki telji fyrirtæki skorta veð að ESB sé þá tilbúið að leggja til ábyrgð fyrir allt að fjórð- ungi lánsins. ESB leggur tæpa 560 milljarða króna til áætlunarinnar. - óká Evrópuáætlun ýtir undir lánveitingar til smærri og meðalstórra fyrirtækja: Ábyrgjast allt að fjórðungi láns TIMO SUMMA Yfirmaður sendinefndar ESB á Íslandi heldur ávarp á ráðstefnu um fjármögnunarleiðir fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Kitlar bragðlaukana Nafn óskast! Ferðamálastofa , í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Sam tök ferða þjónustunnar og Ferðamálasamtök Íslands, efnir til samkeppni um nafn á nýju gæða- og umhverfiskerfi fyrir íslenska ferðaþjónustu. Nafnið skal vera á íslensku og lýsandi fyrir verk- efnið en jafnframt þjált í framburði á alþjóðavettvangi. Vinningshafi hlýtur í verðlaun 100.000.- kr. Ferðamálastofa áskilur sér óskorað an rétt til að nota það nafn sem hlutskarpast verður án þess að til komi aðrar greiðslur en verðlaunaféð. Ef fleiri en einn aðili eiga sömu tillögu verður vinningshafinn dreginn út. Keppnin er öllum opin og frestur til að skila inn tillögum er til 18. október 2010. Tillögum skal skila, í lokuðu umslagi merktu dulnefni, til Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag með réttu nafni þátttakanda, heimilisfangi og símanúmeri. Nánari upplýsingar um verkefnið fást á www.ferdamalastofa.is og hjá Öldu Þrastardóttur, alda@icetourist.is. Ferðamálastofa, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtök ferðaþjónustunnar og Ferða málasamtök Íslands hafa um nokkurt skeið unnið að samræmdu gæða- og umhverfis kerfi sem fyrirhugað er að innleiða á komandi misserum. Meginmarkmið kerfisins er að auka og efla gæði í ferðaþjónustu á Íslandi með faglegri handleiðslu og byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja hér á landi. ÁRÓSAR Fjórtán ára drengur var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald af dómara í Árós- um í Danmörku þar sem hann er grunaður um að hafa staðið fyrir fjölmörgum íkveikjum í borginni ásamt 15 ára félaga sínum sem einnig fer í gæsluvarðhald. Yngri drengurinn er yngsti ein- staklingurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Danmörku, en þar var sakhæfisaldur lækkaður niður í 14 ár í sumar. Drengirnir og verjendur þeirra íhuga að áfrýja dómnum. - þj Brennuvargur í Árósum: 14 ára settur í gæsluvarðhald EFNAHAGSMÁL Þriðja endurskoð- un efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) var tekin fyrir og samþykkt í stjórn sjóðsins í gær. Eftir samþykktina stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að jafn- gildi 19 milljarða króna, að því er fram kemur í tilkynningu efna- hags- og viðskiptaráðuneytisins. Að auki er gert ráð fyrir lánum frá Póllandi og Norðurlandaþjóðum. Með samþykktinni nálgast mið- bik efnahagsáætlunarinnar, sem alls verður end- urskoðuð sjö sinnum. Í upp- færðri viljayf- irlýsingu ríkis- stjórnarinnar kemur fram að stefnan leggi grunninn að endurreisn hag- kerfisins og að umtalsverður árangur hafi náðst frá hruni. „Aukið jafnvægi í ríkisfjármálum hefur sýnt sig í vaxandi trausti, sterkara gengi krónunnar og meiri stöðugleika hagkerfisins frá lokum ársins 2009,“ segir þar. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir ekkert upp á stjórnvöld að klaga í fram- kvæmd áætlunarinnar. „Allar áætlanir hafa staðist hvað varð- ar ríkisútgjöld, jafnt á tekju- og gjaldahlið,“ segir Árni Páll. Þá sé efnahagsáætlunin ekki held- ur byggð á óraunhæfum vænting- um um tekjustreymi. „Þessi mynd teiknast óvíða upp í heiminum þar sem lönd hafa lent í erfiðleikum,“ segir hann. „Við höfum frá upp- hafi kosið að vinna þetta af fag- mennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú.“ Óskyld mál á borð við Icesave segir Árni vissulega hafa þvælst fyrir á einhverjum tímapunkti. Sú deila sé hins vegar í farvegi og ríkið tilbúið að leysa hana með sanngjörnum samningum. „Og þá sjá allir að ekki er ástæða til ann- ars en að við njótum sannmælis í samræmi við þann árangur.“ Um leið segir Árni Páll mikil- vægt að undirstrika að hefði ekki verið farið í þessa vinnu með AGS þá hefði þurft að grípa til meiri skattahækkana og meiri niður- skurðar í ríkisútgjöldum, sem aftur hefði stórskaðað velferðar- þjónustuna. Þá segir Árni Páll samstarfið við AGS sýna mikilvægi þess að vinna með færustu sérfræðing- um sem hafi sjálfstæða skoðun á málum. „Það er kannski sá agi sem í gegn um tíðina hefur skort í íslenskri stjórnsýslu og efna- hagslífi. Ég held að ekki hafi verið neinum hollt að vera ekki undir reglubundnum aga í aðdraganda hrunsins og reglubundnum sam- skiptum alls stjórnkerfisins við færustu sérfræðinga. Við höfum tekið þessu fagnandi og byggt allar áætlanir á raunsæjum forsendum. Það er að skila sér og hefði betur verið gert fyrir hrun líka.“ olikr@frettabladid.is ÁRNI PÁLL ÁRNASON Á KYNNINGARFUNDI Franek Rozwadowski og Mark Flanagan, fulltrúar AGS á fundi í júní. Þeir sitja fyrir svörum um framvindu efnahagsáætlunar ríkisins þegar AGS hefur gefið út öll skjöl varðandi þriðju endurskoðun hennar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þriðju endurskoðun lokið hjá stjórn AGS Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í gær þriðju endurskoðun efnahags- áætlunar ríkisins. Með samþykktinni stendur ríkinu til boða 19 milljarða króna lánafyrirgreiðsla. Afrakstur aðhalds sem þörf hefði verið á fyrr, segir ráðherra. EFNAHAGSMÁL „Þessari endurskoð- un var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í fram- vindu efnahagsáætlunarinnar,“ segir Franek Rozwadowski, full- trúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir sam- þykkt endurskoðunar efnahags- áætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi. „Í grunninn hefur árangurinn verið tilkomumikill, hann endur- speglar öfluga stefnumörkun og sveigjanleika í að bregðast við breyttum aðstæðum. Verðbólga er á niðurleið og útlit fyrir að hag- vöxtur taki við sér á ný þrátt fyrir mótbyr í efna- hagslífinu,“ segir Franek Rozwadowski. Samkvæmt núverandi fram- göngu áætlunar- innar er gert ráð fyrir að henni ljúki í ágúst 2011. „Þetta var þriðja endur- skoðunin og svo verður ein í hverj- um ársfjórðungi fram til loka áætl- unarinnar.“ Auk þess að fjalla um efnahags- áætlun Íslands fjallaði stjórn AGS líka um reglubundið yfirlit efna- hagsmála í samræmi við reglugerð fjögur (Article IV) hjá sjóðnum. „Þá er fjallað um stöðu efnahags- lífs þjóða á breiðum grundvelli og komið fram með almennar ábend- ingar og athugasemdir,“ segir Rozwadowski. Slík umfjöllun fer fram annað hvert ár hjá þjóðum sem vinna efnahagsáætlun undir væng AGS, en er árviss hjá öðrum aðildarríkjum sjóðsins. „Við gerum ráð fyrir því að skýrsla starfsliðs sjóðsins verði gefin út næsta mánudag, ásamt völdum skrifum þar sem ýmsar hliðar íslensks efnahagslífs verða greindar,“ segir Rozwadowski. - óká FRANEK ROZWADOWSKI Fulltrúi AGS segir árangur Íslands tilkomumikinn og sýna getu til að bregðast við: Fleira rætt en efnahagsáætlunin Við höfum frá upphafi kosið að vinna þetta af fagmennsku og ábyrgð og það skilar aukinni tiltrú ÁRNI PÁLL ÁRNASON EFNAHAGS- OG VIÐSKIPTARÁÐHERRA Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Ert þú sátt(ur) við þá ákvörðun Alþingis að ákæra skuli Geir H. Haarde fyrir landsdómi? Já 42,6% Nei 57,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er réttlætanlegt að loka á aðra en göngufólk um Vonarskarð í Vatnajökulsþjóðgarði? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.