Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 50
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR Flensborgarskóli verður fyrsti framhaldsskóli lands- ins til að innleiða hugmynda- fræðina heilsueflandi fram- haldsskóli. Það er gert í nánu samstarfi við Lýðheilsustöð. Í kjölfarið fylgir 21 framhalds- skóli sem nú eru að hefja sitt undirbúningsár. „Það var ákveðið að byrja á einum skóla og athuga hvern- ig gengi og þegar hugmynd- inni var hent í loftið vorum við þau fyrstu sem gripum hana,“ segir Magnús Þor- kelsson aðstoðarskólastjóri, spurður hvers vegna Flens- borg sé svona framarlega í heilsueflingunni. „Við erum náttúrulega með flottan skóla og fullt af íþróttafólki og þótt- um upplögð í verkefnið.“ Magnús segir rannsóknir hafa sýnt að heilsuefling auki vellíðan og árangur allra í skólasamfélaginu, bæði nem- enda og kennara. Fyrsta árið verði áherslan lögð á hollt mataræði og af því tilefni hafi matseðill mötuneytisins verið endurskoðaður en einn- ig séu Flensborgarar hvattir til að borða hollt utan skól- ans. Heilsueflingunni verður formlega ýtt úr vör í Flens- borg á föstudaginn 1. októb- er með hátíðlegri dagskrá. Forseti Íslands og ráðherrar mennta- og heilbrigðismála eru meðal þeirra sem ávarpa viðstadda, ásamt forseta bæj- arstjórnar Hafnarfjarðar og forstjóra Lýðheilsustöðvar. Síðan leggja nemendur og starfsfólk skólans af stað í göngu og marsera um bæinn með ráðherra í broddi fylk- ingar. Skrúðgöngunni lýkur á Víðistaðatúni þar sem ýmsar keppnir fara fram og gleðin verður við völd. - gun Hollt í Flensborgarskóla AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRINN Við erum náttúrulega með flottan skóla og fullt af íþróttafólki og þóttum upplögð í verkefnið,“ segir Magnús Þorkelsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Elskuleg móðir okkar, Adelheid Ingibergsson (Heidi), Njarðarvöllum 4, Njarðvík, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 26. september. Útförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva, Hraunbæ 113, laugardaginn 2. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Marín Svavarsdóttir Hafdís Andersen Reinhard Svavarsson Sóley Berthel Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Sölvi Heiðar Matthíasson Melasíðu 6i, Akureyri varð bráðkvaddur á heimili sínu föstudaginn 17. sept- ember. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni á Akureyri föstudaginn 1. október kl. 13.30. Anna María Þórhallsdóttir Ásta Ottesen Páll H. Jónsson Gunnlaug Ottesen Friðrik Diego Þórhallur Ottesen Margrét Jóhannsdóttir Kristín Ottesen Sigmundur Ásgeirsson Vilhelm Ottesen og frændsystkini. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Kristinn Kristmundsson frá Kaldbak, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Safamýri 73, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju laugardag- inn 2. október kl. 14.00. Jarðsett verður á Laugarvatni. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarsjóð Kristins og Rannveigar í vörslu Menntaskólans að Laugarvatni. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur Menntaskólans að Laugarvatni til frekara náms. Reikningsnr. 0130-05-578537, kt. 630807-1070. Rannveig Pálsdóttir Ari Páll Kristinsson Sigrún Þorgeirsdóttir Kristrún Kristinsdóttir Sigurður Kristinsson Guðfinna Hallgrímsdóttir Jónína Guðrún Kristinsdóttir Jóhann Friðrik Valdimarsson og barnabörn Kær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Sigurðardóttir, Njálsgötu 4a, er látin. Jarðarförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hjartans þakkir til Móður Theresu systra, vel- ferðarsviðs borgarinnar og allra sem sinntu henni af alúð og umhyggju. Margrét Sigurðardóttir Elísabet Sigurðardóttir Eyþór Guðlaugsson Íris Eggertsdóttir Jón Páll Eyjólfsson Hildur Rúnarsdóttir Torfi Þór Torfason Sigurður Eyþórsson María H. Stefánsdóttir Telma Guðbjörg Eyþórsdóttir Guðlaugur Andri Eyþórsson Embla Sól Pálsdóttir Sóley Úa Pálsdóttir Ilmur Jara Torfadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynhildur Eydal, Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð mánudaginn 27. september. Jarðsungið verður frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 5. október kl. 15.00. Anna Inger Eydal Jóhannes Magnússon Guðfinna Inga Eydal Matthías Eydal Bergþóra Vilhjálmsdóttir Margrét Hlíf Eydal Friðrik Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ásgeir Jónsson, fyrrverandi skókaupmaður, Garðatorgi 17, Garðabæ, lést miðvikudaginn 29. september. Útförin verður auglýst síðar. Guðríður Jónsdóttir Erling Ásgeirsson Erla Þorláksdóttir Anna Ásgeirsdóttir Ingibjörg E. Ásgeirsdóttir Hallgrímur Jónasson Ásgeir Ásgeirsson Unnur Steinsson afabörn og langafabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnhildur Geirsdóttir, lést sunnudaginn 26. september sl. á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 6. október nk. kl. 15.00. Ástríður Pálsdóttir Páll Hersteinsson barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorleifur Þorsteinsson, Álfhólsvegi 84, Kópavogi, lést á Landspítala í Fossvogi 28. september síðastliðinn. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 8. október kl 15.00. Ragnheiður Jónasdóttir Ólöf B. Þorleifsdóttir Brynjar S. Þorleifsson Vilhjálmur Þorleifsson Eva H. Þorleifsdóttir Guðmundur B. Kjartansson Leifur H. Þorleifsson Hlíf B. Óskarsdóttir Gróa K. Þorleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hildigunnur Birgisdóttir og Kolbeinn Hugi Höskuldsson urðu hlutskörpust í samkeppni um framhlið JL hússins við Hringbraut 121. Til samkeppninnar efndi húsfélagið í framhaldi af endurbótum á framhlið hússins. Þrír listamenn voru valdir í lokaða samkeppni en síðastliðinn föstudag voru úrslitin kynnt. Markmiðið samkeppninnar var að auðga umhverfið og gera um leið vestur- bæinn og borgina skemmtilegri ásýndar. Stefnt er að því að verkið verði sett upp á næstu vikum. Líftími verksins miðast við endingu málningarinnar eða um 7-10 ár en að þeim tíma loknum verður blásið til nýrrar hugmyndasamkeppni. Húsfélag JL-hússins var styrkt af Reykjavíkurborg og ReykjavíkurAka- demíunni til verkefnisins. Í dómnefnd sátu Hugleikur Dagsson fyrir hönd borg- arinnar, Ingólfur Arnarson myndlista- maður, tilnefndur af SÍM, og Gunnar Bogi Borgarsson arkitekt tilnefndur af húsfé- laginu. Nánari upplýsingar um samkeppn- ina er að finna á vef Myndlistaskólans í Reykjavík, www.myndlistaskolinn.is. - rat Samkeppni um framhlið JL húss HLUTSKÖRPUST Kolbeinn Hugi Höskuldsson og Hildigunnur Birgisdóttir við tillögu sína að framhlið JL hússins. MYND/ÚR EINKASAFNI Menningarhátíð, svokölluð Gorgelhátíð verður haldin í Guðríðarkirkju í Grafarholti dagana 3. til 10 október, til að safna fyrir nýju orgeli í kirkjuna. Hátíðin hefst með tónlist- arveislu í kirkjunni á sunnu- dag, auk þess sem leikkonan Þórunn Erna Clausen flytur einleikinn Ferðasaga Guð- ríðar klukkan 20. Ótroðnar slóðir verða farnar í söfnuninni, þar sem kaupa má gamlar orgelpíp- ur og veita frjáls framlög til styrktar. - jbá Hátíð í Guð- ríðarkirkju SÖFNUN Hátíðin er haldin til að safna fyrir nýju íslensku orgeli í kirkjuna. Söngvarinn Friðrik Ómar stóð fyrir tónleikum í minn- ingu Vilhjálms Vilhjálmsson- ar í Salnum í Kópavogi í lok mars 2008. Nú tveimur árum síðar hefur verið ákveðið að flytja sömu dagskrá í nýju og glæsilegu menningar- húsi Akureyringa, Hofi, um næstu helgu. Valinkunnir listamenn flytja vinsæl lög eftir Vil- hjálm á tónleikunum. Upp- selt er á tvenna tónleika á laugardag, og hefur því verið ákveðið að halda þá þriðju á sunnudag klukkan 17. - jbá Í minningu Vilhjálms
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.