Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 24
24 30. september 2010 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Þingmönnum er iðulega legið á hálsi fyrir að greiða atkvæði eftir flokks- línum fremur en eigin sannfæringu. Þegar það svo gerist að flokkslínur eru ekki til staðar, en hver og einn gerir upp hug sinn á eigin forsendum, kveð- ur við nýjan tón. Einstaklingsbundnar ákvarðanir verða að flokkslínum og for- dæmdar. Í atkvæðagreiðslu um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum kusu Sjálfstæðismenn allir sem einn. Af hverju? Mér segir svo hugur að fjöl- margir kjósendur Sjálfstæðiflokksins vilji kalla saman landsdóm, þá skoðun hef ég í það minnsta heyrt frá venju- legum sjálfstæðismönnum síðustu dag- ana. Í þingflokki þeirra réði hins vegar flokkslínan. Þegar þingmenn fara ekki eftir flokkslínum í atkvæðagreiðslu gerast óvæntir hlutir, sér í lagi þegar mjótt er á munum. Ég mótaði mína afstöðu á grundvelli niðurstaðna skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, vinnu þing- mannanefndarinnar, fræðigreinum og samræðum við fjölmarga einstaklinga sem þekkja vel til, m.a. lögfræðinga. Ég samþykkti ákærur á þrjá ráðherra, en hafði mikilar efasemdir um fyrrver- andi utanríkisráðherra. Ekki af því að hún bæri ekki mikla pólitíska ábyrgð á störfum ríkisstjórnarinnar sem for- maður annars stjórnarflokksins, held- ur vegna skipanar stjórnarráðsins í afmörkuð ráðuneyti. Ákæruvald Alþing- is er bundið við lög um ráðherraábyrgð. Ráðherraábyrgð er bundin við embætt- isverk ráðherra og tekur til lagalegrar ábyrgðar þegar pólitískri ábyrgð slepp- ir. Efnahagsmál, ríkisfjármál og mál- efni fjármálamarkaðar heyra ekki undir utanríkisráðherra. Þetta er auð- vitað umdeilanleg afstaða, en hún er byggð á málefnalegum forsendum. Ég vek athygli á því að þeir sjálfstæð- ismenn sem hafa gagnrýnt mig eftir atkvæðagreiðsluna eru sammála þessu mati mínu. Þeirra gagnrýni getur því vart talist málefnaleg hvað þetta varðar. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ekki í samræmi við mína afstöðu, enda taldi ég rétt að ákæra þrjá ráðherra. Meirihluti Alþingis var sammála mér um tvo ráðherra af fjórum. Þessari niðurstöðu verð ég að una eins og aðrir þingmenn. Málefnaleg afstaða Landsdómur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona SamfylkingarinnarFyrirlestur William R. Beardslee, geðlæknir og prófessor við Harvard Medical School, verður gestur Geðverndarfélags Íslands á morgun, föstudaginn 1. október og mun flytja fyrirlestur á Grand Hóteli kl. 12. Fyrirlesturinn ber heitið „IOM Report on Preventing Mental, Emotional and Biobehavioral Disorders Among Young People: Implications for Policy and Practice“. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Geðverndarfélags Íslands Við hæfi Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra hefur úrskurðað sjálfa sig vanhæfa til að taka afstöðu sem umhverfisráðherra til aðalskipulags Ölfuss vegna Bitruvirkjunar. Skýringin er sú að hún hafði lýst andstöðu við virkjunina þegar hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á sínum tíma. Fordæmi eru fyrir þessu, til dæmis vék Siv Friðleifsdóttir úr umhverfisráðuneytinu við meðferð mála vegna Þjórsárvera og Norðlinga- ölduveitu á sínum tíma. Ástæðan var hin sama og Svandís gefur nú; fyrri yfirlýsingar um afstöðu til málsins. Milli flokka Þegar Siv sté til hliðar var flokksbróðir hennar úr Framsóknarflokknum, Jón Kristjánsson, settur í hennar stað. Það vekur hins vegar athygli að nú flyst ekki bara skipulag Ölfuss og spurningar um Bitruvirkjun heldur allur málaflokkurinn umhverfis- og skipulagsmál milli stjórn- arflokkanna, frá ráðherra Vinstri grænna og yfir til Samfylkingarráðherrans, Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðis-, trygginga- og félagsmálaráðherra. Hann er settur til þess að fjalla um málið í stað Svand- ísar en ekki eitthvert flokkssystkina hennar úr VG. Lengi tekur Guðbjartur við Tvennt vekur athygli við þetta. Eitt er að ráðherrar Samfylkingarinnar eru mun virkjanasinnaðri en ráðherrar VG. Væntanlega telja áhugamenn um Bitruvirkjun líkurnar á því að skipulagið verði staðfest hafa aukist við þessa breytingu. Voru kannski allir fimm ráð- herrar VG búnir að gera sig vanhæfa í málinu með fyrri yfirlýsingum? En það er líka athyglisvert að þetta verkefni sé sett á skrifborð Guðbjarts Hannessonar af öllum þeim ráðherrum sem í boði voru. Hefur hann ekki yfirdrifið nóg að gera, maðurinn? Stýrir nú þegar tveim- ur stærstu ráðuneytum landsins og ráðstafar annarri hverri krónu úr ríkissjóði. peturg@frettabladis.isE kki eru nema fáeinir áratugir síðan konur sem bjuggu við ofbeldi, andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, áttu í fá eða engin hús að venda. Þær báru þjáningu sína í hljóði eða áttu í besta falli systur, móður eða vinkonu sem þær gátu trúað fyrir aðstæðum sínum. Með stofnun Kvennaathvarfsins fyrir tæpum 30 árum og síðar Stígamóta varð bylting í þjónustu við konur sem beittar höfðu verið ofbeldi, og karla raunar líka því Stígamót sinna einnig þjónustu við karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Engu að síður er ljóst að langt er í land til að ná því markmiði að útrýma ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum en með það markmið samþykkti þáverandi ríkisstjórn aðgerðaáætlun árið 2006. Liður í aðgerðaáætluninni er úttekt á stöðunni og voru á dögunum kynntir tveir hlutar hennar; rannsókn á viðbrögðum heilbrigðisþjónustunnar við konum sem þangað leita og hafa verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka og rannsókn á starfi félagasamtaka sem aðstoða konur sem beittar hafa verið ofbeldi. Í rannsókn á heilbrigðiskerfinu kemur fram að víðast hvar er hvorki skimað fyrir ofbeldi í nánum samböndum né er til áætlun um hvernig bregðast skuli við ef starfsfólk heilbrigðiskerfisins verður þess áskynja að skjólstæðingar búa við slíkt ofbeldi. Þannig er það í raun að mestu undir hverjum og einum heilbrigðisstarfsmanni komið hvort því er yfir höfuð gefinn gaumur hvort konur sem til heilbrigðisþjónustunnar leita kunni að búa við ofbeldi af hálfu maka og einnig hvernig brugðist er við ef í ljós kemur að það er raunin. Fram kemur að starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni finnst það hafa ónóga þekkingu á málaflokknum og sérstaka athygli vekur að það segist feimið eða skorta öryggi til að spyrja konur að því hvort þær hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka. Flestir gera sér þó grein fyrir að þar er við eigin vanda að etja fremur en að það óttist í raun að konur bregðist illa við þessum spurningum. Fram kemur að hægt getur gengið að fá konur til að tjá sig um heimilisofbeldi við heilbrigðisstarfsfólk þar sem þó er beitt mark- vissum spurningum um það, eða skimun. Aflið á Akureyri eru samtök sem styðja við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Hjá þeim kemur fram að eftir að farið var að spyrja konur í mæðraskoðun á Akureyri markvisst um ofbeldi, auk þess sem almenn árvekni bæði í heilsugæslu og meðal almennings gagn- vart þessu ofbeldi jókst, þá hefur konum sem leita til Aflsins snar- fjölgað. Þessi reynsla sýnir með óyggjandi hætti hversu miklu máli skiptir að leita markvisst að ofbeldi í nánum samböndum. Með því móti mætti fjölga þeim konum sem leita sér aðstoðar til að komast út úr þessum aðstæðum og þannig drægi úr ofbeldinu. Ofbeldi í nánum samböndum er samfélagsmeinsemd. Það þarf átak og hugrekki til að brjóta upp slíkar aðstæður. Það er því til mikils að vinna að finna þær konur sem fyrir ofbeldinu verða og fjölga þeim sem leita sér styrks til að losna úr viðjunum. Markviss leit að konum sem búa við ofbeldi. Að leita, finna og styðja svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.