Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 22
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is EFNAHAGSMÁL Ísraelski seðla- bankinn ákvað á mánudag að hækka stýrivexti um 25 punkta og verða þeir 2,0 prósent frá mánaðamótum. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun bankans á árinu og búist við að þeir verði um 2,7 við árslok. Ísraelska dagblaðið Ha´aretz hafði eftir fjármálasérfræð- ingum þar í landi í gær að hag- kerfið sé á hraðri siglingu; lágir stýrivextir hafi valdið hækkun á fasteignaverði og uppskeru- brestur hækkun á matvöruverði. Verðbólga jókst um 0,5 prósent á milli mánaða í ágúst, sem var yfir spám. Þá er reiknað með 4,0 prósenta hagvexti í Ísrael á árinu. - jab Ísraelar hækka stýrivextina: Reyna að kæla hagkerfið Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til er- lendra aðila olli því að tíu erlend fyrir- tæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mán- aðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starf- semi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu sam- tals um einn milljarð króna í skatta. Það jafn- gildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norð- urlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagð- ur af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagn- ingunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf Ríkið verður af milljarðatekjum Upphaflegt markmið laga um afdráttarskatt var að ná til þeirra sem færðu hagnað úr landi og komu sér undan skattgreiðslum með flutningi á arði til skattaparadísa. Íslensk fyrirtæki eiga við- skipti við 192 lönd. Stjórn- völd hafa gert tvísköttunar- samning við 36 lönd, þar af þarf ekki að greiða afdrátt- arskatt í 21 landi. Í hinum tilvikunum þarf að greiða allt upp undir fimmtán prósenta skatt á vaxtagreiðslur. Fái útgefendur skuldabréfa ekki undanþágu eru ákvæði í lánasamningum sem kveða á um hærra vaxtaálag. Hver er þessi afdráttarskattur? HÖRÐUR ARNARSON Forstjóri Landsvirkj- unar segir upptöku afdráttarskatts á vaxtagreiðslur þyngja róður fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDNEMABYGGÐ Stjórnvöld í Ísrael hafa áhyggjur af hækkun á fasteigna- verði í landinu. Reiknað er með 4,0 prósenta hagvexti í Ísrael á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu millj- arða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tví- sköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is ER VERÐBÓLGAN NÚ. Til samanburðar mældist 4,5 prósenta verðbólga í síðasta mánuði. Á sama tíma í fyrra var hún 10,8 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í ágúst árið 2007. 3,7% Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 www.nyherji.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 7 8 Ráðstefna Nýherja og IBM | Hótel Örk 7. október 2010 Helstu sérfræðingar IBM á Norðurlöndum leiða þig inn í framtíðina Allt um IBM System x, IBM System Storage, IBM Tivoli og IBM Power Systems. · Svend E. Kundby-Nielsen STG Director IBM Nordic, – Smarter Systems for a Smarter Planet · Michael Ö. Larsen IBM – POWER7 New Announcements 2010 · Ulrik Rosendahl Tivoli Identity & Access Manager · Helgi Magnússon Nýherji – System x álagsmælingar með Windows Perfmon 19 erindi frá 10 sérfræðingum IBM, CCP, Arrow ECS, NetApp og Nýherja. Á ráðstefnunni verður hulunni svipt af tímamótalausn á sviði diskalausna frá IBM. Ómissandi fyrir þá sem starfa við rekstur upplýsingatæknikerfa. Dagskrá og skráning á www.nyherji.is COMES TO YOU 2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.