Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 22

Fréttablaðið - 30.09.2010, Síða 22
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR22 Umsjón: nánar á visir.is EFNAHAGSMÁL Ísraelski seðla- bankinn ákvað á mánudag að hækka stýrivexti um 25 punkta og verða þeir 2,0 prósent frá mánaðamótum. Þetta er fjórða stýrivaxtahækkun bankans á árinu og búist við að þeir verði um 2,7 við árslok. Ísraelska dagblaðið Ha´aretz hafði eftir fjármálasérfræð- ingum þar í landi í gær að hag- kerfið sé á hraðri siglingu; lágir stýrivextir hafi valdið hækkun á fasteignaverði og uppskeru- brestur hækkun á matvöruverði. Verðbólga jókst um 0,5 prósent á milli mánaða í ágúst, sem var yfir spám. Þá er reiknað með 4,0 prósenta hagvexti í Ísrael á árinu. - jab Ísraelar hækka stýrivextina: Reyna að kæla hagkerfið Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til er- lendra aðila olli því að tíu erlend fyrir- tæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mán- aðarlaun þarf til að vega upp tapið. Um tíu dótturfélög erlendra stórfyrirtækja hættu starfsemi hér síðasta haust eftir að afdráttarskattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila var innleiddur. Þótt fyrirtækin hafi haft litla eiginlega starf- semi voru þau á meðal hæstu skattgreiðenda landsins á síðasta ári. Tvö þeirra greiddu sam- tals um einn milljarð króna í skatta. Það jafn- gildir tekjuskatti 738 einstaklinga með 423 þúsund krónur í laun á mánuði, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. „Fyrirtækin hættu starfsemi gagngert vegna afdráttarskattsins,“ segir Andri Gunnarsson, lögmaður hjá Nordik Legal, sem vann að því að vinda ofan af starfsemi fyrirtækjanna. Hann bendir á að þau hafi kosið að hafa rekstur hér vegna lágs tekjuskattshlutfalls. Öðru máli gegni um afdráttarskattinn, sem tíðkast ekki á Norð- urlöndunum og hefur að mestu verið lagður af innan Evrópusambandsins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggur til í nýlegri skýrslu sinni að skatturinn verði lagð- ur af eða umfangsmiklar breytingar gerðar á honum. Þá leggja bæði Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins til að hann verði felldur niður. Íslensk fyrirtæki sem gefa út skuldabréf í löndum sem hafa gert tvísköttunarsamning við Ísland geta sótt um undanþágu frá skattlagn- ingunni. Landsvirkjun gaf á dögunum út skuldabréf Ríkið verður af milljarðatekjum Upphaflegt markmið laga um afdráttarskatt var að ná til þeirra sem færðu hagnað úr landi og komu sér undan skattgreiðslum með flutningi á arði til skattaparadísa. Íslensk fyrirtæki eiga við- skipti við 192 lönd. Stjórn- völd hafa gert tvísköttunar- samning við 36 lönd, þar af þarf ekki að greiða afdrátt- arskatt í 21 landi. Í hinum tilvikunum þarf að greiða allt upp undir fimmtán prósenta skatt á vaxtagreiðslur. Fái útgefendur skuldabréfa ekki undanþágu eru ákvæði í lánasamningum sem kveða á um hærra vaxtaálag. Hver er þessi afdráttarskattur? HÖRÐUR ARNARSON Forstjóri Landsvirkj- unar segir upptöku afdráttarskatts á vaxtagreiðslur þyngja róður fyrirtækisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LANDNEMABYGGÐ Stjórnvöld í Ísrael hafa áhyggjur af hækkun á fasteigna- verði í landinu. Reiknað er með 4,0 prósenta hagvexti í Ísrael á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP upp á 150 milljónir dala, jafnvirði ellefu millj- arða króna. Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, segir skattinn íþyngja fyrirtækinu þótt ekki sé ljóst hvort skatturinn hafi önnur áhrif á lántökuna. Viðræður standi yfir á milli fjármálaráðuneytis og Landvirkjunar, sem þarf að gera grein fyrir því hvort kaupandi skuldabréfanna sé í landi sem hafi gert tví- sköttunarsamning við Ísland. Reynist svo vera eru líkur á að fyrirtækið fái undanþáguna. „Við erum að finna lausn á þessu eða að finna aðra leið svo andi laganna gagnvart Landsvirkjun, komist til skila,“ segir Hörður. jonab@frettabladid.is ER VERÐBÓLGAN NÚ. Til samanburðar mældist 4,5 prósenta verðbólga í síðasta mánuði. Á sama tíma í fyrra var hún 10,8 prósent. Verðbólgan hefur ekki verið minni síðan í ágúst árið 2007. 3,7% Nýherji hf. Borgartún 37 Sími 569 7700 www.nyherji.is E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 7 8 Ráðstefna Nýherja og IBM | Hótel Örk 7. október 2010 Helstu sérfræðingar IBM á Norðurlöndum leiða þig inn í framtíðina Allt um IBM System x, IBM System Storage, IBM Tivoli og IBM Power Systems. · Svend E. Kundby-Nielsen STG Director IBM Nordic, – Smarter Systems for a Smarter Planet · Michael Ö. Larsen IBM – POWER7 New Announcements 2010 · Ulrik Rosendahl Tivoli Identity & Access Manager · Helgi Magnússon Nýherji – System x álagsmælingar með Windows Perfmon 19 erindi frá 10 sérfræðingum IBM, CCP, Arrow ECS, NetApp og Nýherja. Á ráðstefnunni verður hulunni svipt af tímamótalausn á sviði diskalausna frá IBM. Ómissandi fyrir þá sem starfa við rekstur upplýsingatæknikerfa. Dagskrá og skráning á www.nyherji.is COMES TO YOU 2010

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.