Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 20
20 30. september 2010 FIMMTUDAGUR
hagur heimilanna
„Því er fljótsvarað hvað eru bestu kaupin,“
segir Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi
Vinstri grænna á Akureyri. „Ég fjárfesti í
róbotryksugu þegar ég bjó í Vancouver
og held að það séu bestu kaupin sem við
hjónin höfum gert.“
Andrea segir ryksuguna góðu frá Kanada
létta heimilisstörfin mikið fyrir upptekið
fólk. „Ryksugan svínvirkar og er
þvílíkt þarfaþing á nútímaheimili.
Maður setur hana í gang þegar
maður fer út á morgnana og
hún er búin að ryskuga þegar
maður kemur heim,“ lýsir
Andrea sem kveður erfiðara
hafa reynst að velja verstu
kaupin sem hún hafi gert.
Sennilega vegna þess hversu meðvitaður
neytandi hún sé.
„Ætli að einna verstu kaupin sem við
höfum gert sé ekki krakkahús sem við
keyptum í Húsasmiðjunni og kom svo í
ljós að dætur okkar léku sér ekkert í. Það
var lagt rafmagn í kofann og allt var rosa
flott en þær hafa aldrei notað hann mikið,“
segir Andrea sem þó segir kofakaup-
in virðast ætla að enda vel:
„Svo getur verið að kofinn sé
að breytast í bestu kaupin líka
því hann er orðinn hænsnakofi.
Þannig að við erum að reyna
að gera það besta úr þessari
fjárfestingu. Batnandi kofum
er best að lifa.“
NEYTANDINN: Andrea Hjálmsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri
Þarfaþingið róbotryksugan svínvirkar
„Tesateip heldur saman heimilinu,“
segir Guðrún Gísladóttir leikkona og
kveður nær endalaust hvað límband
þetta er gagnlegt. „Þetta
er svona striga-, eða taul-
ímband, nokkuð dýrt, en
níðsterkt og til allra hluta
nytsamlegt,“ segir hún
og kveður meðal annars
mega nota það til að falda buxur. „Það
heldur líka saman Þjóðleikhúsinu, en
núna er verið að skera niður Tesateipið
þar þannig að við erum voða hrædd
um að það hrynji bara í sundur. Það er
allra meina bót að eiga þetta í skúffu.“
GÓÐ HÚSRÁÐ
TEIPIÐ MÁ EKKI VANTA
■ Guðrún Gísladótti leikkona segir
Tesalímband ómissandi hjálpargagn.
Verslunum verður óheimilt
að taka við forverðmerktum
kjötvörum frá framleiðend-
um á næsta ári. Slíkt hefur
í för með sér aukin útgjöld
og kostnað hjá smásölum.
Mjög líklegt að verð á kjöti
hækki í kjölfarið, segir
aðjúnkt í markaðsfræði við
Háskóla Íslands.
Forverðmerkingar geta í sumum
tilvikum komið sér vel fyrir neyt-
endur. Þær gera það að verkum að
framleiðendur hafa ekki mögu-
leika á frekari verðhækkun á við-
komandi vöru.
„Með því að hætta forverðmerk-
ingum er verið að gefa smásölum
meira svigrúm til verðhækkana,“
segir Friðrik Eysteinsson, aðjúnkt
í markaðsfræði við Háskóla
Íslands. Hann segir afar líklegt
að verslanir hækki verð eftir að
forverðmerkingum verði hætt á
næsta ári, bæði vegna aukins svig-
rúms og einnig þess kostnaðar sem
því fylgir að vigta og verðmerkja
allar þær vörur sem ekki koma inn
í verslanir í stöðluðum pakkning-
um. Á næsta ári stendur einnig til
að koma upp fleiri verðkönnunar-
skönnum í verslunum Bónuss og
því fylgja einnig aukin útgjöld.
„Hér áður fyrr voru kaupmenn
hlynntir því að forverðmerk-
ingum væri hætt, vegna þess að
þeir vissu að ákveðnir vöruflokk-
ar myndu seljast á hærra verði,“
segir hann.
Framleiðendur veita smásölum
afslætti til þess að gera tilboð í
verslunum möguleg. Í flestum til-
vikum vita birgjar að vörur frá
þeim eru að fara á tilboð í versl-
unum og selja smásölum vörurn-
ar því á lægra verði. Hagar játuðu
nýverið á sig að hafa átt í ólög-
legu samráði við kjötframleiðend-
ur og féllust á að greiða 270 millj-
ónir í sekt í kjölfarið. Samráðið
fór þannig fram að framleiðend-
ur merktu vörurnar á of háu verði
sem Bónus, í eigu Haga, merkti
síðan á ákveðnum prósentuafslætti
við kassa.
„Framleiðendur gera sér fulla
grein fyrir því að varan er að fara
á tilboð,“ segir Friðrik. „Þeir veita
smásölum aukinn afslátt til þess að
þeir geti verið með tilboð í búðum.
Þessi tala sem stendur á vörunum,
hið svokallaða upphaflega verð,
er í raun bara ímynduð tala sem
kemur hvergi fram. Það þarf tvo
aðila til að láta svona lagað ganga
upp.“ sunna@frettabladid.is
Verslanir fái mun
meira svigrúm til
hækkana á verði
FORVERÐMERKTAR KJÖTVÖRUR Bakkar með grísahnökkum eru forverðmerktir með
kílóverði frá framleiðanda. Límmiða með 10 prósenta afslætti er bætt við svo endan-
legt verð kemur ekki fram. Slíkt verður óleyfilegt á komandi ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Virknisafar heitir ný tegund náttúrulegra safa sem Ölgerðin hefur sett á markað. Þeir eru sagðir innihalda
virk náttúruleg efni úr jurtunum Yerba Mate og Ginkgo Biloba. „Þeir bragðast líkt og hefðbundnir ávaxtasafar
en virku innihaldsefnin í jurtunum tveimur eru fleiri en áður hefur þekkst í ávaxtasöfum hérlendis. Yerba
Mate-safinn slær á hungur milli mála, en Ginkgo Biloba-safinn skerpir einbeitingu og eykur orku,“ segir í
tilkynningu Ölgerðarinnar.
Í umfjöllun um Yerba Mate kemur fram að Charles Darwin hafi kallað jurtina „hina fullkomnu örvun, en
drykkurinn sé ríkur af trefjum og andoxunarefnum og hentugur milli mála, með morgunmat eða sem
miðdegissnarl. Þá er því haldið fram í tilkynningu fyrirtækisins að lækningamáttur Ginkgo Biloba-laufanna
sé óumdeilanlegur. „Það er löng hefð fyrir því að nýta þau til heilsubótar en auk andoxunaráhrifa, auka þau
blóðflæði, vinna á móti kekkjun í blóði, bæta minni og auka einbeitingu,“ segir þar.
■ Drykkjarföng
Nýir virknisafar frá Ölgerðinni
Veitingastaðirnir Fiskmarkaðurinn, Potturinn og pannan og Ruby
Tuesday hafa verið sektaðir af Neytendastofu um 50.000 krónur
hvert fyrir að fara ekki eftir tilmælum um verðmerkingar.
Sektirnar eru af því tilefni að staðirnir hafa ekki matseðil með
verði við inngöngudyr eins og verðmerkingareglur gera ráð fyrir.
Neytendastofa hóf kannanir á slíku í ágúst og fylgdi því eftir fyrr í
septembermánuði. Þá var farið á eitt safn og fjórar veitingasölur
sem ekki höfðu verðmerkt sem skyldi þegar fyrri könnun var gerð.
Hönnunarsafn Íslands hafði farið eftir tilmælum Neytendastofu
og sett upp verðskrá yfir aðgangseyri. Verðmerkingar voru einnig
komnar í lag hjá kaffiteríunni Gerðarsafni, Súpubarnum í Listasafni
Reykjavíkur og Kaffitári í Þjóðminjasafninu.
■ Veitingahús
Fá 50.000 króna sekt fyrir brot
POTTURINN OG PANNAN Einn þeirra staða sem Neyt-
endastofa sektaði.
20
02
20
04
20
06
20
08
20
10
Heimild: Hagstofa Íslands.
82 kr.
Útgjöldin
> Verð á 40W ljósaperu
130
120
110
100
90
80
70 79 kr. 77 kr.
87 kr.
126 kr.