Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 2
2 30. september 2010 FIMMTUDAGUR
FÓLK „Þetta er einfaldlega svívirði-
legt,“ segir Guðrún Lilja Benja-
mínsdóttir um greiðsluáskorun
sem henni barst frá Trygginga-
stofnun ríkisins í síðustu viku.
Móðir Guðrúnar Lilju, systur
hennar og tveggja bræðra lést í
nóvember 2008. Dánarbú móður-
innar var gert upp um það bil ári
síðar hjá Sýslumanninum í Kópa-
vogi. Í síðustu viku barst systkin-
unum öllum greiðsluáskorun frá
Sýslumanninum á Blönduósi fyrir
hönd Tryggingastofnunar. Fram
kemur að móðir þeirra hafi feng-
ið ofgreiddar bætur frá TR og að
systkinin sem erfingjar séu ábyrg
fyrir skuldum dánarbús hennar.
Þau eigi að greiða 104.763 krónur.
Systkinin eru afar ósátt við
hina síðbúnu rukkun fyrir meint-
ar ofgreiðslur til móður þeirra á
árunum 2007 og 2008. Þau hafi
fengið þær upplýsingar hjá TR
að stofnunin hafi áður í tvígang
sent innheimtubréf vegna skuld-
arinnar, það hafi verið gert í júlí
2008, nokkrum mánuðum áður en
móðir þeirra lést, og í ágúst 2009.
Systkinin segjast ekkert kannast
við þessi fyrri innheimtubréf. Þau
fengu hins vegar afrit af þeim frá
Tryggingastofnun í gær.
„Þegar fyrra bréfið á að hafa
verið sent var mamma enn þá á lífi
og hún var nú þannig kona að hún
skuldaði engum neitt,“ segir Guð-
rún Lilja sem kveðst afar undrandi
á vinnubrögðunum. „Við gerðum
upp dánarbúið fyrir tæpu ári. Slíkt
á ekki að vera hægt að gera ef það
liggja fyrir einhverjar óuppgerðar
opinberar kröfur í búið.“
Guðrún Lilja segir systkinin
munu greiða skuld móður sinn-
ar. Þeim finnist málið hins vegar
í meira lagi undarlegt. „Við getum
alveg borgað en okkur finnst bara
svo ósvífið hvernig staðið er að
þessu. Kannski er bara verið að
auka tekjur af fólkinu í Fossvog-
inum, það er að segja þeim sem
hvíla í kirkjugarðinum. En að öllu
gamni slepptu þá hlýtur þetta að
kosta mikið umstang. Sýslumað-
urinn í Kópavogi þarf að taka dán-
arbúið upp aftur því sennilega
verður að endurreikna erfðafjár-
skattinn sem við vorum búin að
borga.“
Hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins fengust þær upplýsingar að
ef í ljós kemur að skjólstæðingar
stofnunarinnar hafi fengið of háar
greiðslur séu sendir uppgjörs-
seðlar fyrir því um sama leyti
og skatturinn sendir frá sér sína
álagningu árið eftir. Þótt bótaþeg-
ar andist og erfingjarnir geri upp
dánarbúið hverfi slíkar skuldir
ekki – nema þær séu gerðar upp.
gar@frettabladid.is
TR krefur erfingjana
um ofgreiddan lífeyri
Tryggingastofnun ríkisins vill að börn konu, sem lést fyrir tveimur árum, greiði
104 þúsund krónur sem hún á að hafa fengið ofgreiddar í ellilífeyri. Sýslumaður
lauk skiptum á dánarbúinu í fyrra. TR segir skuldir látins fólks ekki hverfa.
GUÐRÚN LILJA BENJAMÍNSDÓTTIR Móðir Guðrúnar Lilju lést 75 ára gömul eftir
veikindi fyrir tæpum tveimur árum og hvílir nú við hlið eiginmanns síns í Fossvogs-
kirkjugarði. Tryggingastofnun segir móðurina hafa fengið of háar greiðslur og vill að
erfingjarnir endurgreiði þær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þegar fyrra bréfið á
að hafa verið sent var
mamma enn þá á lífi og hún
var nú þannig kona að hún
skuldaði engum neitt
GUÐRÚN LILJA BENJAMÍNSDÓTTIR
Ólafur, lendir þú aldrei í því
að týna bílnum?
Jú, það gerðist nokkrum sinnum, en
nú tek ég alltaf GPS-punkt á honum
áður en ég legg af stað.
Ólafur Stefánsson, gullsmiður og veiði-
maður, er til alls búinn í veiðina þar sem
bíllinn hans er allur í felulitum.
LÖGREGLUMÁL Þrír menn reyndu að
ræna flugvirkjanum Ellerti Ellerts-
syni í borginni Caracas í Venesú-
ela á föstudaginn. Þetta kom fram í
fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Ell-
ert, sem er flugvirki hjá Icelandair,
kom til Caracas á föstudaginn en
fyrirtækið er með þjónustusamn-
ing þar í landi. Þegar Ellert var
kominn á flugvöllinn beið ekki bíll
eftir honum eins og venja er. Eftir
nokkra stund kom maður til Ellerts
og sagðist vera bílstjórinn hans.
Ellert hringdi þá í tengilið sinn og
í kjölfarið settist hann upp í bílinn
og þeir óku af stað. Tengiliðurinn
hringdi stuttu seinna aftur í Ellert.
Þá áttaði Ellert sig á því hvernig í
pottinn var búið.
Ellert var þá þegar búinn að
keyra í um tíu mínútur með mann-
ræningjunum. Það varð honum
til happs að aurskriða hafði fall-
ið á veginn og bíllinn sat fastur í
umferðarteppu. Ellert rauk út úr
bílnum og heimtaði farangur sinn.
Ellert lét lögregluna vita sem rann-
sakar málið.
Íslendingur í Venesúela:
Slapp úr klóm
mannræningja
SPURNING DAGSINS
VÖLDUNUM FLAGGAÐ Kim Jong Il undir
styttu af föður sínum, Kim Il Sung.
NORDICPHOTOS/AFP
NORÐUR-KÓREA, AP Varla er
búist við því að utanríkisstefna
Norður-Kóreu breytist mikið,
þótt Kim Jong Il hafi gert yngsta
son sinn að fjögurra stjörnu her-
foringja og þar með veitt honum
lykilstöðu í valdaklíku landsins.
Norður-Kóreustjórn hefur
ýmist boðið upp á viðræður og
afvopnun, eða slitið viðræðum
og hótað með kjarnorkuvopnum
eftir því hverju hún vill ná fram
á alþjóðavettvangi.
Helst er talið að stjórnin ætli
að hafa hægt um sig út á við
meðan Kim Jong Un er treystur í
sessi inn á við. - gb
Valdaskipti undirbúin:
Ekki búist við
breyttri stefnu
BRETLAND, AP Öryggis- og leyni-
þjónustustofnanir í Frakklandi,
Þýskalandi, Bretlandi og víðar
í Evrópu segja enn vera hættu
á skipulögðum skotárásum með
blóðbaði af svipuðu tagi og gerð-
ar voru í Mumbaí á Indlandi fyrir
tveimur árum.
Fyrir hálfum mánuði komst
upp um áform af þessu tagi, en
þau eru sögð hafa verið á byrjun-
arstigi.
„Þetta hefur tekið tíma okkar
frekar en annað síðustu vikurn-
ar, og hættan er enn fyrir hendi,
en hún hefur þó ekki hringt það
mörgum viðvörunarbjöllum að
ástæða þyki til að herða öryggis-
viðbúnað okkar,“ sagði embættis-
maður bresku stjórnarinnar. - gb
Hryðjuverkaárásir í Evrópu:
Hættan sögð
enn fyrir hendi
VIÐSKIPTI Kaup Faxaflóahafna á
hlutabréfum í Dráttarbrautum
Reykjavíkur og Stálsmiðjunni-
Slippstöðinni (síðar Hafnarhús
hf.) fólu ekki í sér ólöglega ríkis-
aðstoð, samkvæmt niðurstöðu
ESA, eftirlitsstofnunar EFTA.
Samkvæmt tilkynningu ESA í
gær er rannsókn á málinu lokið.
Athygli ESA var vakin á fjölda
viðskipta sem tengdust Faxaflóa-
höfnum og dótturfélögum. „Eftir-
litsstofnunin kvað á um, í ákvörð-
un 30. október 2009, að ekki
fælist ríkisaðstoð í öðrum þáttum
sem kvartað var undan,“ segir í
tilkynningunni. - óká
Rannsókn ESA lokið:
Kaup fólu ekki
í sér ríkisaðstoð
BELGÍA, AP Íbúar víðs vegar í Evr-
ópuríkjum lögðu niður vinnu
og flykktust út á götur í gær í
samhæfðum mótmælum gegn
aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.
Á Grikklandi gengu til dæmis
læknar og járnbrautarstarfs-
fólk úr vinnu, á Spáni lögðust
almenningssamgöngur niður, og
á Írlandi lokaði einn maður inn-
ganginum að þjóðþingi landsins
með því að leggja steypubíl þvert
fyrir dyrnar.
Alls staðar var fólk að mót-
mæla niðurskurði ríkisútgjalda,
skattahækkunum og takmörkun-
um lífeyrisréttinda sem stjórn-
völd í hverju ríki hafa gripið til
í því skyni að hafa hemil á ríkis-
fjármálum.
Í Brussel, höfuðborg Belgíu,
streymdu tugir þúsunda út á
götur, og átti fólk von á því að um
hundrað þúsund manns myndu
taka þátt í fjöldagöngu að höfuð-
stöðvum Evrópusambandsins.
Þetta gerðist meðan fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins sat á fundi og samþykkti
refsiaðgerðir gegn aðildarríkj-
um sem hafa leyft sér að fara of
mikið fram úr ríkisfjárlögum, í
því skyni einkum að fjármagna
félagslegar aðgerðir á tímum
óvenjulega mikils atvinnuleysis.
- gb
Íbúar Evrópuríkja mótmæla aðhaldsaðgerðum stjórnvalda:
Mótmæli úti um alla Evrópu
BARIÐ Á MÓTMÆLENDUM Þessi lögregluþjónn á Spáni beitti kylfunni óspart.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Smyglmálið sem upp
kom í fyrradag, þegar tollgæslan
veitti eftirför manni sem var með
góss í bíl sínum hefur verið sent
lögreglunni, að sögn Guðna Mark-
úsar Sigmundssonar aðstoðaryfir-
tollvarðar. Það þýðir að sekt vegna
brots mannsins nemur meira en
300 þúsundum króna, ella hefði
tollgæslan lokið málinu.
Maðurinn sinnti ekki stöðvunar-
merkjum tollvarða við Sundahöfn
en lagði þess í stað á flótta. Akstur
hans endaði með því að hann ók í
veg fyrir strætisvagn. - jss
Sekt yfir 300 þúsundum:
Smyglmál sent
til lögreglunnar
VIÐSKIPTI Greiðslur til kröfuhafa
Glitnis gætu haldið niðri gengi
íslensku krónunnar. Viðræður standa
nú yfir á milli skilanefndar Glitnis
og Seðlabanka Íslands, hvernig eigi
að útfæra greiðslurnar.
Skilanefndin stefnir að því að
greiða 35 prósent af handbæru fé
til kröfuhafa undir lok næsta árs.
Það eru 312 milljarðar króna. Þá er
reiknað með að búið verði að greiða
úr búinu árið 2019. Gangi það eftir
verða ellefu ár liðin frá banka-
hruninu. Í gær voru tvö ár frá því
Seðlabankinn tók yfir 75 prósenta
hlut í Glitni.
Fram kom á kynningarfundi
skilanefndar Glitnis í gær að virði
eigna bankans hafi numið 812
milljörðum króna í lok júní. Þar
af er handbært fé 245 milljarðar.
Tæpur fimmtungur, 47,9 milljarð-
ar króna, liggur á innlánsreikning-
um hér og 9,7 milljarðar eru í ríkis-
skuldabréfum og sjóðum. Það sem
út af stendur er geymt erlendis.
Árni Tómasson, formaður skila-
nefndar Glitnis, segir ýmsar upp-
gjörsleiðir ræddar; þar á meðal að
greiða öllum kröfuhöfum, jafnt inn-
lendum sem erlendum, með blöndu
af handbæru fé, svo sem krónum.
Hin leiðin væri að innlendir kröfu-
hafar fái greitt í krónum en erlend-
ir í annarri mynt. - jab
Greiðsla úr þrotabúi Glitnis gæti haldið niðri gengi íslensku krónunnar:
Byrja að borga á næsta ári
ÁRNI TÓMASSON Viðræður standa nú
yfir á milli skilanefndar Glitnis og Seðla-
bankans hvernig haga skuli greiðslum til
kröfuhafa Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA