Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 36
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR4 Dagmamman Halldóra Björk Norð- dahl á Ísafirði rekur netverslunina dorukot.is þar sem hún selur meðal annars barnahúfur sem hún hann- ar og saumar sjálf. „Mig vantaði jólagjafir fyrir daggæslubörnin mín fyrir síðustu jól og datt í hug að búa til húfur því mér fannst þau öll vera með ómögu- legar húfur. Ég vildi hafa húfurnar vatns- heldar því við erum úti í rigningu og slabbi og guð má vita hverju og þau eru ekki alltaf upp- rétt þessi kríli. Svo fór fólk sem hafði séð mig með börnin úti í bæ að biðja mig um að gera svona húfur fyrir sig og það var orðið svo mikið um það að ég hugsaði með mér að það væri allt í lagi að hafa það sem aukabúgrein að sauma eina til tvær á dag. En fljótlega var þetta komið upp í 50 til 60 húfur á viku,“ segir Dóra og hlær. Húfurnar hennar Dóru eru úr pollaefni og léttflísi. „Ég pældi þetta alveg út, skoðaði allar húfur sem ég komst í og vó og mat hvað væri gott og hvað slæmt og hannaði út frá því. Þær urðu að vera hlýj- ar og loka vel fyrir eyrun, það er svo mikið af húfum sem eru meira fyrir augunum en eyrunum. Ég vil að börnin sjái í kringum sig og missi ekki af öllu sem er að gerast. Þess vegna er ég með stroff í kring- um andlitið en þær verða náttúru- lega að anda líka þannig að þær eru opnar að neðan. Það er því hægt að setja pollaefnið utan yfir kragana á meðan flísið er innan undir og nær vel yfir bringuna til að halda hita á lungnasvæðinu. Ég var ekkert að spá í útlitið. Mér var alveg sama hvernig þetta leit út, bara að þetta væri þægilegt og gott og til friðs. Það er fyrst núna sem ég er farin að pæla í litunum og svona.“ Dóra segir að fljótlega hafi fólk verið farið að biðja um vettlinga í stíl. Ég var lengi að prófa mig áfram og það endaði með því að ég gerði bara vettlingahlífar því að litlu börnin ráða ekki við lúffur eða neitt þess háttar, prjónavettlingar eru saumalausir og henta best. Svo fóru að koma alls konar hugmyndir í gegnum Fésbókina og spurt hvort ég gæti ekki gert smekki og þetta og hitt og þá fór vörunum að fjölga. Nýjasta varan er pollasokkar fyrir litlu krílin sem eru enn þá skríðandi en þá eru þau bara í þeim utan yfir ullarsokkunum.“ Allar vörurnar er hægt að kaupa á netinu og eru þær sendar frítt hvert á land sem er. Barnavörurn- ar eru líka nýkomnar í sölu í versl- unina Fífu. emilia@frettabladid.is Börnunum hennar Dóru líður vel úti í hvaða veðri sem er þegar þau eru komin með húfurnar góðu. MYND/ ÚR EINKASAFNI Dóra vakti athygli margra þegar hún fór út með börnin, öll með nýju húfurnar, eftir jólin í fyrra. Húfur eiga að vera fyrir eyrum en ekki augum Barnahúfurnar hennar Halldóru Bjarkar Norðdahl hafa slegið í gegn hjá mörgum foreldrum þar sem dagmamman veit hvað skiptir máli þegur kemur að hönnun húfu sem nota á í alls konar veðrum. Kleópatra, drottning Egyptalands, lagði tískuheimi fyrri alda línurn- ar með þykkum, svörtum línum umhverfis augun, en konur Egypta- lands voru einnig þekktar fyrir að lýsa hár sitt með henna-jurtalitum. Pierre Cardin hélt upp á sextíu ára afmæli sitt með því að sýna hönnun sína á tísku- pöllum í París í gær- kvöldi, sýning- in er sú fyrsta í París í áratugi. vogue.com Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n STOTT PILATES er krefjandi æfingakerfi og frábær leið til að: l Móta líkamann, bæta líkamsvitund og líkamsstöðu. l Lengja vöðva og styrkja sérstaklega djúpvöðva maga og baks. l Losa spennu, auka liðleika og bæta jafnvægi milli vöðvahópa. l Losa um bakverki og hjálpa til við samhæfingu svo fátt eitt sé nefnt. Kennt er 2x í viku í 6 vikur. Kennari: Agnes Amalía Kristjónsdóttir. Mánudaga og miðvikudaga ü kl 10:30, Þriðjudaga og fimmtudaga ü kl 16:30 Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Verð kr. 19.900. Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum Joseph Pilates. Barnagæsla - Leikland JSB Staðurinn - Ræktin Velkomin í okkar hóp! STOTT PILATES Innritun í síma 581 3730 Frjáls aðgangur að opna kerfinu og tækjasal Ný námskeið hefjast 11. október telpurS onuK r Yoga • prana yoga Grunnnámskeið 2.-3. október Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar „Yoga fyrir alla“© Síðumúli 15 yogastodinheilsubot.issími: 5885711/6918565 Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16 Mörkinni 6 - Sími 588 5518 ÚTSALA síðustu dagar. VATTKÁPUR ÚLPUR DÚNÚLPUR 20 - 70% afsl. og margt fleira. Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Herra inniskór og sandallar úr leðri, mjúkir og þægilegir. Teg: 67604-80 Stærðir: 41 - 47 litur: brúnt Verð: 11.885.- Teg: 68564/319 Stærðir: 41 - 46 Litir: svart/orange Verð: 7.550.-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.