Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2010 BOLD CURVE Afmarkað mitt, sýni- legar mjaðmir og læri. Kúlu sitjandi. Löguð læri. BOLD CURVE kemur í veg fyrir að buxur sem passa um læri og mitti gapi að aftan. Til dökkbláar, svartar og ljósar. 18.990 kr. SLIGHT CURVE Beint mitti og beinar mjaðmir. Flatur sitjandi. Bein læri. SLIGHT CURVE kemur í veg fyrir að buxur sem passa um lærin séu of þröngar um mittið. Til dökkbláar, svartar og ljósar. 18.990 kr. DEMI CURVE Jöfn hlutföll frá mitti til læra. Meðal sitjandi. Meðal læri. DEMI CURVE kemur í veg fyrir að buxur sem passa skerist í mittið. Til dökkbláar, svartar og ljósar. 18.990 kr. Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir og fegurðar- drottningin Ingunn Sigur páls- dóttir hafa hingað til verið lítið gefnar fyrir gallabuxur, en skiptu hins vegar báðar um skoðun eftir heimsókn í Levi ś verslunina í Smáralind á dögunum. „Ég hef bara átt erfitt með að finna á mig flottar buxur sem eru jafnframt þægilegar og þess vegna hef ég bara haldið mig frekar við leggings,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðs- kona í knattspyrnu, sem hefur fram að þessu gefið gallabuxum lítinn gaum. Hún viðurkennir hins vegar að heimsókn í Levi´s búðina í Smáralind á dögunum hafi fengið hana ofan þeirri skoð- un, þar sem starfsfólkið hjálpaði henni að finna hentugar galla- buxur í nýrri línu frá Levi´s sem kallast Curve ID. „Þau gáfu sér virkilega góðan tíma til að mæla mig hátt og lágt og fundu út að vel athuguðu máli að svokallaðar Bold Curve buxur henta mér langbest. Ég get ekki annað en verið sammála þar sem þetta eru buxur sem bæði klæða mig vel og eru þægilegar að auki, eru alls ekki þröngar þótt þær virðist það kannski heldur gefa vel eftir.“ Með í för var Ingunn Sigur- pálsdóttir, háskólanemi og feg- urðardrottning, sem hefur svip- aða sögu að segja. „Ég hef verið lítil gallabuxnamanneskja í gegn- um tíðina þar sem ég hef hrein- lega átt í basli með að finna á mig flottar og góðar buxur. Þannig að þessi þjónusta sem boðið er upp á í búðinni, að mæla mann hátt og lágt, kom mér þægilega á óvart og þetta er greinilega fólk sem kann til verka því ég fór út með svokallaðar Slight Curve galla- buxur sem smellpössuðu.“ Stöllurnar segjast fagna þjón- ustu af þessari tagi og ætla í framtíðinni að fylgjast betur með því sem er á boðstólum í versl- unum Levi´s. „Ég hef hingað til ekki talið mig eiga sérstakt er- indi í Levi´s búðirnar en hef svo sannarlega skipt um skoðun eftir þessa reynslu,“ segir Sara hæst- ánægð. Ingunn samsinnir því og segist fagna því að íslensk versl- un skuli bjóða konum upp á jafn vandaða þjónustu. Ingunn og Sara áttu vart orð til að lýsa ánægju sinni með þá þjónustu sem boðið er upp á í verslunum Levi´s. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þarna er verið að koma til móts við þarfir kvenna, í stað þess að konur lúti kröfum tískunnar,” segir Lilja Kolbrún Bjarnadóttir, eigandi Levi´s á Íslandi, um nýja línu af gallabuxum á konur, Levi´s Curve ID, sem Levi´s verlslanirnar hafa tekið í sölu. Levi´s Curve ID buxurnar eru hannaðar með ólíka líkamslögun kvenna í huga, en Levi´s setti línuna á markað eftir að hafa gert þrívídd- ar rannsókn á vaxtarlagi 60.000 kvenna um heim allan. „Þrátt fyrir fjölbreytta líkamslögun var gróf- lega hægt að setja konurnar sem tóku þátt í þrjá flokka út frá vaxtar- lagi. Í þessari rannsókn kom einn- ig í ljós að stór hluti kvenna á í erf- iðleikum með að finna gallabuxur sem bæði passa og eru þægileg- ar. Til bregðast við niðurstöðun- um setti Levi´s á markað Curve ID línuna sem samstendur af þrenns konar sniðum, slight curve, demi curve og bold curve. Lilja tekur fram að hvert snið skiptist í undirflokka. „Svo sem aðþröngar eða beinar buxur. Allir starfsmenn Levi´s hafa fengið þjálf- un frá höfuðstöðvunum í Evrópu til að finna það snið sem hentar hverj- um og einum. Viðskiptavinum er boðið upp á mælingu þar sem fund- ið er út hvaða snið passar.“ Þótt skammt sé síðan sala hófst á línunni hér segist Lilja skynja mik- inn áhuga. „Það er í takt við það sem er að gerast úti þar sem mikil aukning hefur orðið í sölu á kven- buxum frá Levi´s á heimsvísu síðan línan kom á markað.“ Hún bætir við að hægt sé skrá sig á póstlista hjá Levi´s en í byrj- un október verða dregnir út 10 ein- staklingar sem geti valið sér fríar Curve ID buxur að eigin vali. „Einn fær að auki 70.000 króna úttekt í verslunum Levi´s,“ bætir hún við. Hannað með konur í huga Vel er tekið á móti viðskiptavinum í verslunum Levi´s í Smáralind, Kringlunni og Glerártorgi á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Alveg einstök þjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.