Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 8
8 30. september 2010 FIMMTUDAGUR 1. Hvar fannst klifurlína sem talið er að geti verið frá Þjóð- verjum sem týndust árið 2007? 2. Hver elti jeppa sem lenti í árekstri við strætisvagn að morgni síðasta þriðjudags? 3. Hvað heitir framkvæmda- stjóri kvikmyndahátíðarinnar RIFF? SVÖR 1. Í vesturhlíð Hvannadalshnjúks. 2. Tollgæslan. 3. Hrönn Marinósdóttir. NEYTENDUR Máli Haga og átta kjötframleiðenda, sem fyrirtækið hefur játað að hafa haft ólöglegt samráð við um verðlagningu á kjöti, er ekki lokið, að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins. „Ég vil ekki á þessu stigi leggja mat á alvar- leika málsins, enda er málinu ekki lokið gagn- vart kjötvinnslufyrirtækjum sem til rann- sóknar eru,“ segir Páll. „Almennt má segja að fjárhæð sekta ráðist meðal annars af alvarleika máls, stærð fyrirtækja og ætluðum varnaðar - áhrifum.“ Hagar féllust á að borga 270 milljóna sekt fyrir brot sín. Einnig verður hætt að taka við forverðmerktum kjötvörur í verslanir fyrir- tækisins á næsta ári. „Tíminn þangað til verður að líkindum nýttur af hálfu Haga til þess að útfæra hvernig staðið verði að verðmerkingum í búðum,“ segir Páll. „Til þess eru fleiri en ein leið fær innan ramma neytendalöggjafar, en Samkeppniseftirlitið mun ekki útfæra í smáatriðum hvaða leið verður valin.“ Auðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Kjarna- fæðis sem er eitt af þeim átta fyrirtækjum sem enn eru til rannsóknar, furðar sig á ávirðingun- um og segir athyglisvert að ekki hafi verið lögð fram beiðni um breytt vinnubrögð til að byrja með. Hann reiknar ekki með því að Kjarnafæði fái sekt frá Samkeppniseftirlitinu og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að í forverðmerk- ingum felist brot á samkeppnislögum. - sv Rannsókn á ólöglegu samráði Haga og kjötframleiðenda ekki lokið: Kjötframleiðendur rannsakaðir áfram PÁLL GUNNAR PÁLSSON Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir kjötframleiðendurna átta enn til rannsóknar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PALESTÍNA „Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem her- námsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólks- ins ráða,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa- svæðisins í gær ásamt hópi Íslend- inga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasar- et. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýska- landi, þaðan sem ferðinni var heit- ið áfram, ýmist til Íslands, Sví- þjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryll- ingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur,“ segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, her- foringja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsög- um eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sig- rún Þorgeirsdóttir verkefnis- stjóri hóf bréfaskriftir við skrif- stofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoð- ar hverja umsókn.“ Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þang- að til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindr- anir. „Í gærmorg- un héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfs- ex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekk- ert gekk, en þá þurftu stoðtækja- smiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku.“ Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn.“ Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hern um um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervi- fætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim.“ gudsteinn@frettabladid.is Urðu frá að hverfa í gær Íslenskir stoðtækjafræðingar ætla fljótlega að gera aðra tilraun til að komast yfir á Gasa. Sveinn Rúnar Hauksson læknir reynir að fara einn yfir á morgun. LANDAMÆRAHLIÐIÐ VIÐ EREZ Baráttan við ísraelska landamæraverði og herforingja líktist helst atburðum úr skáldsögu eftir Kafka, segir Sveinn Rúnar. NORDICPHOTOS/AFP FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000 Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin. Á næstu fjármálakvöldum verður námskeið um réttindi lífeyrisþega. E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 7 8 6 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Næstu námskeið 30. september kl. 20 Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57 Örfá sæti laus 7. október kl. 20 Félagsmiðstöðin Hlymsdalir Miðvangi 6, Egilsstöðum 14. október kl. 20 Útibúið á Laugavegi 77 21. október kl. 20 Útibúið á Akranesi, Þjóðbraut 1 Skráning og nánari upplýsingar á landsbankinn.is og í síma 410 4000. Allir velkomnir. Námskeið um réttindi lífeyrisþega landsbankinn.is/fjarhagur Blogg og hljóðpistlar um fjármál. – Lifið heil Lægra verð í Lyfju www.lyfja.is ÍS LE N SK A /S IA .IS /L Y F 51 31 9 09 /1 0 Flux flúormunnskol – fyrir alla fjölskylduna Flux fluormunnskol 500 ml Verð: 1.209 kr. Verð nú: 967 kr. Flux junior munnskol fyrir börn 250 ml Verð: 829 kr. Verð: 663 kr. 20% afsláttur* *gildir til 15 okt. FYRIR 229 KRÓNUR FÆRÐ ÞÚ: Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag! eða frábæra skemmtun í heilan sólarhring fyrir alla fjölskylduna tertusneið í bakaríi SVEINN RÚNAR HAUKSSON VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.