Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 70
 30. september 2010 FIMMTUDAGUR54 UTAN VALLAR Henry Birgir Gunnarsson segir sína skoðun Ákvörðun stjórnar KSÍ að veita U-21 árs liðinu forgang á undan A-landsliðinu að leikmönnum er einstök og sitt sýnist hverjum um hana. Reyndar virðist mér fleiri styðja hana og ég er í þeim hópi. Ég er á því að KSÍ hafi tekið hár- rétta ákvörðun aldrei þessu vant. Strákarnir í þessu U-21 árs liði er einhver besti hópur sem hefur komið upp í karlaboltanum lengi og það þarf að hlúa vel að þeim. Valið að þessu sinni stendur á milli einstaks tækifæris, sem er að kom- ast á lokamót EM, eða spila næsta tilgangslausan leik með A-liðinu. Mitt álit er að strákarnir græði mun meira á þessum tveimur leikj- um og ef þeim tekst ætlunarverk sitt fá þeir í ofanálag reynslu sem er ómetanleg. Mér fannst þetta því alltaf borðleggjandi ákvörðun miðað við núverandi stöðu. Því má heldur ekki gleyma að ákvörðunin segir meira en mörg orð um stöðu Ólafs Jóhannes- sonar landsliðsþjálfara. Ólafur hefur ekki náð neinum árangri með landsliðið og aðeins unnið einn alvöru leik á þremur árum í starfi. Sú staðreynd að liðið missteig sig enn eina ferðina í upphafi núverandi undankeppni, og í raun eyðilagði alla möguleika sína á að gera nokkurn skapaðan hlut, auð- veldaði ákvörðun stjórnar KSÍ. Ólafur getur því að mörgu leyti kennt sjálfum sér um. Ólafur gæti hæglega litið á málið sem svo að verið sé að vaða yfir hann á skítug- um skónum. Auðvitað er verið að gera það að vissu leyti en hann veit, eins og allir, að hann er ekki í sterkri stöðu til þess að þenja sig. Hann ákveður því að þegja þunnu hljóði um málið. Ef einhver árang- ur hefði náðst í þeim leikjum þá væri allt annað upp á ten- ingnum. Þá efa ég að stjórnin hefði tekið þessa ákvörð- un. Hún er örugg- lega ekki léttvæg því með þessari ákvörðun er í raun verið að gjald- fella A-lands- liðið og þjálfarann. Ólafur er aftur á móti ekki að ná nokkrum árangri og því er hann réttilega settur á bekkinn að þessu sinni. Það er von mín að strákarnir klári dæmið og fari alla leið. Að komast á Evrópumót með aðeins átta þjóðum er einstakur árang- ur og segir meira en mörg orð um hversu gott þetta U-21 árs lið okkar er. KSÍ þarf að vanda til verka á næstu árum og sjá til þess að hlúð verði á réttan hátt að þess- um strákum svo þeir geti lyft A- landsliðinu á þann stall sem það á að vera á. Þessir strákar hafa alla burði til þess að lyfta þessu lands- liði á hærra plan en það hefur áður náð. Ef það takmark á að nást þarf líka hæfan mann í brúna. Mun hæfari en þann sem þar er fyrir því hann einfaldlega virðist ekki ráða við starfið. Það ber árangur síðustu þriggja ára vitni um. KSÍ steig jákvætt skref í rétta átt með þessari ákvörðun og það er von mín að því lánist að taka fleiri slíkar ákvarðanir á næstu misserum. Rétt ákvörðun hjá stjórn KSÍ GEIR ÞOR- STEINSSON, FORMAÐUR KSÍ. FÓTBOLTI Ekki er búið að ganga frá starfslokum Gunnlaugs Jónsson- ar hjá Val en honum var sagt upp störfum í lok tímabils. Við starfi hans hjá Val tekur Kristján Guð- mundsson, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur. Ágreiningur kom upp við starfs- lok Gunnlaugs sem taldi Val ekki búið að gera upp við sig að fullu. Málið endaði á borði lögfræðinga en verður leyst eftir því sem Frið- jón Friðjónsson, formaður knatt- spyrnudeildar Vals, segir. „Gunnlaugur á eftir að fá greidda lokagreiðslu um mánaða- mótin. Sú greiðsla verður greidd og við stöndum við gerða samn- inga,“ sagði Friðjón sem vill ekki meina að illindi séu í málinu þó svo leita hafi þurft aðstoðar lögfræð- inga. „Það eru engin illindi eða neitt. Við munum klára þetta mál. Við stöndum við gerða samninga. Ég býst ekki við frekari eftirmálum. Ekki af okkar hálfu.“ Valur ekki búinn að gera upp við Gunnlaug Jónsson: Munum standa við gerða samninga GUNNLAUGUR JÓNSSON Mun fá greitt frá Val. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Blikarnir heilluðu alla í sumar með flottum fótbolta og frábærri liðsheild sem á endanum skilaði þeim fyrsta Íslandsmeist- aratitlinum í sögu félagsins en þessi árangur kom þeim einnig inn í sögubækurnar. Undanfarna þrjá áratugi hefur ekkert yngra lið náð því að vinna titilinn. Fréttablað- ið hefur reiknað út meðalaldur 30 síðustu Íslandsmeistaraliðanna. Meðalaldur þeirra leikmanna Breiðabliks sem náðu að spila tíu leiki eða fleiri í Pepsi-deild karla í sumar er aðeins 22,9 ár. Marka- hæsti leikmaður liðsins er hinn 21 árs gamli Alfreð Finnbogason sem átti stórkostlegt tímabil en að auki voru fimm aðrir lykilmenn í sumar á aldrinum 19 ára til 21 árs. Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Blika, hefur unnið magn- að starf með ungt og óharðnað lið sem hefur þroskast hratt undir hans stjórn. Það verður erfitt fyrir lið að bæta þennan árangur Blik- anna enda hafa níu af tíu síðustu Íslandsmeisturum á undan verið með hærri meðaldur en 26 ár. Í næstu tveimur sætum eru Framliðið frá 1986 og lið Skaga- manna frá árinu 1992. Það ætti að boða gott fyrir Blika í komandi framtíð því bæði þessi lið unnu marga stóra titla á næstu árum og þeir meistaratitlar voru upphafið að gullkynslóð beggja félaga. Framarar frá 1986 eru í öðru sæti en þeir urðu Íslandsmeistarar 1986 á mjög ungu liði þar sem með- aldur þeirra leikmanna sem spiluðu tíu leiki eða fleiri var 23,2 ár. Lyk- ilmenn og leiðtogar Framliðsins þá voru þó komnir með talsverða reynslu. Guðmundarnir, Torfason og Steinsson, sem skoruðu 29 af 39 mörkum liðsins voru 25 og 26 ára og Pétur Ormslev var þarna 28 ára og kominn heim eftir nokk- ur ár í atvinnumennsku. Framarar fylgdu þessum Íslandsmeistartitli eftir með því að vinna stóran titil, Íslands- eða bikarmeistaratitil, næstu fjögur sumur og öll árin var Ásgeir Elíasson þjálfari liðsins. Skagaliðið frá 1992 er í þriðja sæti á listanum en það lið er eina liðið sem hefur orðið Íslands- meistarar sem nýliðar í deildinni. Meðal aldur þeirra leikmanna sem spiluðu tíu leiki eða fleiri með Skagaliðinu þetta sumar var 23,6 ár. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir slógu í gegn þetta sumar aðeins 19 ára gamlir og jafnaldri þeirra Þórður Guðjóns- son var líka í stóru hlutverki hjá liðinu sem var þjálfað af Guðjóni Þórðarsyni. Fyrirliði liðsins var hins vegar reynsluboltinn Lúkas Kostic sem þá var 34 ára gamall og hækkaði því meðalaldurinn talsvert enda hefði hann verið 22,8 ár án hans. Mikilvægi Lúkasar var þó mjög mikið í þessum fyrsta Íslandsmeistaratitli af fimm sem Skaginn vann á árunum 1992 til 1996 en liðið vann bikarinn einnig 1993 og 1996. Það þykir öllum ljóst að Blikar eru með efnivið í sína eigin gull- kynslóð alveg eins og þessi tvö fyrrnefndu lið. Þeir munu eflaust missa stráka út í atvinnumennsku en það gerðu Framarar líka 1986 (Guðmundur Torfason) sem og Skagamenn 1992 (Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir). Það sem eftir stendur er að í liðinu eru ungir og hæfileikaríkir leikmenn sem hafa alla burði til að halda sigurgöngu félagsins áfram sem hófst með bik- armeistaratitlinum síðasta haust. ooj@frettabladid.is Blikar yngsta meistaraliðið Fréttablaðið skoðaði meðalaldur allra Íslandsmeistaraliða síðustu þrjátíu ára og komst að því að Blikar eru með yngsta Íslandsmeistaraliðið. Tvö þau næstu á eftir þeim, Fram 1986 og ÍA 1992, hófu mikla sigurgöngu í kjölfarið. EINN AF REYNSLUBOLTUNUM Arnór Sveinn Aðalsteinsson með bikarinn en þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára er hann með þeim elstu í Blikaliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Yngstu meistararnir Reiknað út frá fæðingarári og með telj- ast þeir sem spiluðu 10 leiki eða fleiri. Yngstu Íslandsmeistaralið 1980-2010: Breiðablik, 2010 22,9 ár Fram, 1986 23,2 ÍA, 1992 23,6 KA, 1989 23,9 ÍBV, 1997 24,1 Víkingur, 1981 24,3 ÍA, 1994 24,7 ÍA, 1983 24,8 Breiðablik 2010 Meðalaldur: 22,9 ár (22,6 ár allt liðið) Fyrirliði: Kári Ársælsson 25 ára Markahæstur: Alfreð Finnbogason 21 árs Aðrir lykilmenn: Arnór Sveinn Aðalsteinsson 24 ára Elfar Freyr Helgason 21 árs Finnur Orri Margeirsson 19 ára Guðmundur Kristjánsson 21 árs Ingvar Þór Kale 27 ára Jökull I. Elísabetarson 26 ára Kristinn Jónsson 20 ára Kristinn Steindórsson 20 ára Fram 1986 Meðalaldur: 23,2 ár (23,2 ár allt liðið) Fyrirliði: Guðmundur Steinsson 26 ára Markahæstur: Guðmundur Torfason 25 ára Aðrir lykilmenn: Friðrik Þór Friðriksson 22 ára Gauti Laxdal 20 ára Jón Sveinsson 21 árs Kristinn Rúnar Jónsson 22 ára Ormarr Örlygsson 24 ára Pétur Ormslev 28 ára Viðar Þorkelsson 23 ára Þorsteinn Þorsteinsson 22 ára ÍA 1992 Meðalaldur: 23,6 ár (22,8 ár allt liðið) Fyrirliði: Luca Lúkas Kostic (34 ára) Markahæstur: Arnar Gunnlaugsson (19 ára) Aðrir lykilmenn: Alexander Högnason 24 ára Bjarki Gunnlaugsson 19 ára Haraldur Hinriksson 24 ára Haraldur Ingólfsson 22 ára Kristján Finnbogason 21 árs Ólafur Adolfsson 25 ára Sigursteinn Gíslason 24 ára Þórður Guðjónsson 19 ára EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN verður í íslenska landsliðinu sem mætir Portúgölum í undankeppni EM á Laugardals- velli 12. október. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Eiður Smári, sem er nú á mála hjá Stoke, var ekki valinn í landsliðið þegar Ísland mætti Norðmönnum og Dönum í fyrstu leikjum sínum í undankeppninni þar sem að hann skorti leikæfingu að mati Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara.sport@frettabladid.is - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 VERSLANIR Þráðlaus 9mm myndavél með barka og 3,5” LCD skjá Tilboðsverð 39.900 kr. 16108803AL SKOÐUNAR- MYNDAVÉL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.