Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 64
48 30. september 2010 FIMMTUDAGUR Friðrik Ómar heldur þrenna tónleika á Akureyri þar sem hann syngur lög Vilhjálms Vilhjálmssonar. Plata og mynddiskur með Elvis-tón- leikum hans í Salnum eru einnig að koma út. Söngvarinn Friðrik Ómar hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Uppselt er á þrenna tónleika sem hann heldur um helgina í menn- ingarhúsinu Hofi á Akureyri með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar. Auk þess kemur plata og mynd- diskur með Elvis Presley-tónleik- um hans í verslanir á föstudag. „Fyrir mér snúast þessi tvö verkefni um að halda stóra tón- leika. Það er svo rosalega erfitt að vera með eitthvað á boðstólum sem fólk þekkir ekki og þetta eru tveir af mínum uppáhaldssöngvurum,“ segir Friðrik Ómar. Hann hefur haldið sextán Elvis-tónleika á und- anförnum árum og alls hafa sex til sjö þúsund manns komið að horfa á. „Ég byrjaði á þeim 2005. Síðan er ég búinn að halda þá með reglu- legu millibili en mestu törnina tók ég í Salnum,“ segir hann og á þar við hina vel heppnuðu tónleikaröð í byrjun ársins. Spurður hvort fólk vilji ekki frek- ar kaupa plötur og mynddiska með Elvis-sjálfum heldur en að kaupa hans útgáfu, viðurkennir Friðrik að ekkert komi í staðinn fyrir kóng- inn sjálfan. „En það er skemmti- legt að upplifa lögin flutt lifandi með flottum hljóðfæraleikurum. Ég er í hvorugu tilfellinu að herma eftir eða neitt þannig og er ekki í neinum búningum,“ segir hann og á þar líka við Villa Villa-verkefnið. „Ég er líka að segja fólki frá ýmsu sem gerðist á þeirra ferli, þannig að þetta er smá sögustund í leið- inni. Ég held líka að eftir svona tón- leika fari margir og kaupi plöturn- ar þeirra.“ Friðrik hefur búið í Svíþjóð að undanförnu og líkar lífið þar mjög vel. „Það er búið að vera mjög fínt. Ég er kominn á fullt að taka upp lög eftir aðra og eftir mig,“ segir hann. „Ég er að kynnast bransan- um og það tekur sinn tíma og ég er með báða fæturna á jörðinni. Þessi bransi er mjög fagmannlegur en það er mikil samkeppni líka. Fjór- tán til fimmtán prósent af þjóðar- framleiðslunni í Svíþjóð er tónlist, þannig að þetta er rosa stórt batt- erí þarna og mikilvægt, rétt eins og landbúnaðurinn hér heima,“ segir hann og hlær. freyr@frettabladid.is Ari Alexander Ergis kvikmyndagerðarmaður, hefur síðastlið- in fjögur ár unnið að gerð heimildarmyndar í samstarfi við Jón Proppé um friðarsúlu Yoko Ono sem japanska listakonan tendrar hinn 9. október næstkomandi. Mikið verður um dýrðir að þessu sinni því sjötíu ár verða þá liðin frá fæðingu eiginmanns hennar, bítilsins Johns Lennon. Ari segist hafa hitt Yoko fyrst í París árið 1999 þegar hann var þá að gera mynd um íslenska listamanninn Erró. En Ono og Erró eru miklir vinir. „Fyrir fjórum árum var ég síðan að vinna með sýningarstjóranum Hans Ultrich Obricht sem hafði tekið nokk- ur viðtöl við Yoko Ono. Þegar Yoko fór að skoða þennan mögu- leika; að setja upp friðarsúluna á Íslandi hljóp ég til Svanhildar Konráðsdóttur niður á Höfuðborgarstofu og sagði við hana að við yrðum að gera almennilega heimildarmynd um þetta, alveg frá byrjun,“ útskýrir Ari en þá hafði ekki verið ákveðið að reisa frið- arsúluna úti í Viðey sem varð svo raunin. Ari segir koma fram í myndinni að ein aðal- ástæðan fyrir því að Ísland var valið hafi verið að landið hafði engan her. Myndin verður frum- sýnd 8. október í Bíó Par- adís, nýrri kvikmyndamið- stöð við Hverfisgötuna. - fgg Tónlist ★★ Wish You Were Hair Hairdoctor Hár og aftur hár Hairdoctor er hljómsveit skipuð Jóni Atla Helgasyni hárgreiðslumanni og plötusnúði með meiru og Árna Rúnari Hlöðverssyni sem er þekktastur sem meðlimur FM Belfast. Wish You Were Hair er önnur platan sveitarinnar en sú fyrri, Shampoo, kom út fyrir fimm árum. Nýja platan er sjö laga og tveir gestasöngvarar koma við sögu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir syngur með Jóni Atla í upphafslaginu, Dagur eitt, sem er langbesta lag plötunnar, en Bóas Hallgrímsson syngur í If You Love Me. Tónlist Hárdoktorsins er samsett úr fínum grunnefnum eins og flottum töktum, stuði og húmor (nafnið á plötunni er t.d. snilld!). Ágætar hugmynd- ir og góð stemning í þessu bandi. Það sem hins vegar vantar upp á eru annars vegar lagasmíðarnar og hins vegar hljómburðurinn. Lögin á Wish You Were Hair eru ansi misjöfn og eins og áður segir stendur Dagur eitt upp úr. Hljómurinn er viljandi svolítið lo-fi sem getur alveg komið vel út, en mér finnst hann samt of vondur á köflum hér, gítarsándið er t.d. hörmung. Platan kemur þó betur út í tölvunni og mp3-spilaranum heldur en í betri græjum. Á heildina litið þokkaleg plata. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Flott nafn, fínt umslag og eitt gott lag. Ekki að herma eftir neinum Gerir heimildarmynd um friðarsúlu Ono FJÖGURRA ÁRA VERK- EFNI Ari Alexander hefur verið fjögur ár að gera heimildarmynd um friðarsúlu Yoko Ono. Ari fékk góðan aðgang að myndefni Lennon- hjónanna og birtast meðal annars brot úr viðtölum við John Lennon í myndinni. SYNGUR ELVIS OG VILLA VILL Friðrik Ómar í Elvis-gírnum fyrr á árinu. Nú er að koma út plata og mynddiskur með efni frá tónleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kroll Laugavegi 33 sími: 5522250 kroll@kroll.is opnunartími: mán-fim 10 - 18 fös 10 - 19 lau 11 - 17 Haustlínan frá Kontatto komin í verslun Kroll. 15% kynningarafsláttur næstu þrjá daga. FALLEGUR ÍTALSKUR FATNAÐUR Námskeiðið er kennt á þriðjudögum og fi mmtudögum klukkan 20:00 – 21:00 í fjórar vikur í senn. Þátttekendur geta mætt í alla opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur. Eftir námskeiðið fá þátttakendur eina fría viku auk 15% afslátt af kortum. Upplýsingar og skráning í síma 695-8464 Drífa og 772-1025 Ágústa. Eða á jogastudio.is Byrjendanámskeið í Hot jóga Nýtt 4 vikna byrjendanámskeið í Hot jóga hefst þriðjudaginn 5. október Seljavegur 2 - 101 Reykjavík www.jogastudio.is - jogastudio@hotmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.