Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.09.2010, Blaðsíða 10
10 30. september 2010 FIMMTUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Tómas H. Heið- ar, formaður samninganefnd- ar Íslands í makrílviðræðunum, vísar gagnrýni og hótunum Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, vegna makrílveiða Íslend- inga alfarið á bug. Tómas segir Ísland reiðubúið til þess að leggja sitt af mörkum til þess að sam- komulag takist um makrílveið- ar en jafnframt sé ljóst að hótan- ir um aðgerðir á borð við uppsögn óskyldra samninga á milli Íslands og ESB séu ekki til þess fallnar að stuðla að lausn málsins. Á blaðamannafundi í Brussel 27. september gagnrýndi Damanaki makrílveiðar Íslendinga og Færey- inga harkalega og setti fram full- yrðingar um veiðarnar sem Tómas segir órökstuddar og fái ekki staðist. Gaf Damanaki í skyn að Íslendingar og Færeyingar bæru einir ábyrgð á því að heildarveið- ar á makríl á þessu ári muni fyr- irsjáanlega fara fram úr því sem sjálfbært getur talist. Loks hót- aði hún því að ESB kynni að grípa til aðgerða gagnvart Íslandi og Færeyjum og meðal ann- ars taka árlega fiskveiðisamn- inga sambands- ins við löndin tvö til endurskoðunar. „Íslandi var lengi meinað að taka þátt í samningaviðræðum um makríl- veiðar þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar að lútandi. Íslensk stjórnvöld voru því knúin til að setja einhliða kvóta til að takmarka makrílveið- ar íslenskra skipa“, segir Tómas. „Strandríkjunum fjórum, Íslandi, ESB, Færeyjum og Noregi, tókst ekki að ná samkomulagi um stjórn makrílveiðanna og skiptingu kvóta sín á milli fyrir árið 2010 og af þeim sökum hafa þau öll sett sér einhliða makrílkvóta fyrir þetta ár.“ Ísland setti sér kvóta árið 2010 sem tók mið af breyttu göngu- mynstri makrílsins og veiðum fyrri ára. Ekki liggur fyrir samkomu- lag um veiðarnar og samanlagðir einhliða kvótar fóru fram úr þeim heildarafla sem Alþjóðahafrann- sóknaráðið (ICES) hafði lagt til. Tómas segir að íslensk stjórn- völd hafni því alfarið að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar vegna þessa, enda sé ábyrgð ESB, Færeyja og Noregs engu minni. „Kjarni málsins er sá að strandríkin fjögur bera sam- eiginlega ábyrgð á því að koma á heildstæðri stjórn makrílveiðanna til að tryggja sjálfbærar veiðar,“ segir Tómas. Viðræður strandríkjanna um stjórn makrílveiðanna frá og með næsta ári fara fram í London 12.- 14. október næstkomandi. svavar@frettabladid.is Láttu hjartað ráða Fæst í verslunum Hagkaups, Bónus og 10-11 · www.lífrænt.is GOÐSAGNIR UM SPARPERUR „... eru mun dýrari en venjulegar ljósaperur“ Ef þú berð saman kaupverð er venjuleg ljósapera ódýrari en sparpera. En þar sem sparperur nota mun minna rafmagn eru þær miklu ódýrari til lengri tíma litið og endast þar að auki 6-20 sinnum lengur. Venjuleg ljósapera endist einungis í 1.000 klst. en sparperur endast í 6.000-20.000 tíma eftir gæðaflokki.1 Endursöluaðilar um land allt osram.is Jóh an n Ó laf sso n & C o 1 Osram (2007) Seven myths about energy-saving lamps SKREYTIR LISTAVERK Þessi svanur tók að sér að styrkja aðeins fegurðargildi listaverks eftir Anish Kapoor í Hyde Park í London. NORDICPHOTOS/AFP FRAKKLAND, AP Evrópusambandið hefur ákveðið að fara í hart við frönsk stjórnvöld út af brottflutn- ingi rómafólks, sígauna, til Rúm- eníu. Pia Ahrenkilde, talsmaður framkvæmdastjórnar ESB, segir stjórnina líta svo á að með brott- flutningsaðgerðunum hafi Frakkar gerst brotlegir við lög ESB. Þeim verði nú sent formlegt áminningarbréf, þar sem þess er krafist að þeir fari að lögum. Verði Frakkar ekki við því hefjast mála- ferli. - gb Evrópusambandið fer í hart: Frökkum settir úrslitakostir DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af sex á skilorði, fyrir að hafa ráðist á annan mann árið 2008 í Veltusundi í Reykjavík. Árásarmaðurinn skellti höfði hans í gegnum glerrúðu hár- snyrtistofunnar Hár Sögu, með þeim afleiðingum að hann hlaut fjóra skurði á höfuð og lík- ama sem sauma þurfti saman með samtals fimmtán sporum. Þar af var einn langur skurð- ur á höfði framanverðu sem í var lítil slagæð sem blæddi verulega úr og loka þurfti með saumum. Árásarmaðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 600 þúsund í skaðabætur. - jss Í fangelsi og greiðir bætur: Skellti manni í gegnum rúðu WASHINGTON, AP Öflugur tölvu- vírus sem hefur ráðist á iðnfyr- irtæki víða um heim, aðallega í Íran, var líklega búinn til af sérfræðingum sem starfa fyrir þjóðríki eða ríka einkaaðila. Þetta kemur fram í rannsókn á vegum Siemens AG, fyrirtæk- isins sem hannaði tölvukerfið sem vírusinn hefur ráðist á. Vírusinn kallast Stuxnet og var hannaður til að ráðast á tölvukerfi stórra og mikilvægra fyrirtækja. Vangaveltur hafa verið uppi um að vírusinn hafi verið hann- aður til að ráðast á fyrsta kjarn- orkuverið í Íran og valda því skaða. Ekki hefur verið staðfest að sannanir liggi fyrir þar um. - fb Tölvuvírus veldur usla í Íran: Sérfræðingar gerðu Stuxnet DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært fyrir Héraðsdómi Reykja- ness rúmlega fertugan karlmann fyrir húsbrot, líkamsárás, eigna- spjöll og fleiri brot. Manninum er gefið að sök að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili barnsmóður sinnar í Njarðvík og hrint henni í gólfið. Þá er maðurinn ákærður fyrir að hafa í kjölfar þess ekið bif- reið sinni á bifreið konunnar sem lagt var í stæði við heimili henn- ar, þannig að bifreiðin skemmdist að framan. Eftir þetta ók maðurinn frá Njarðvík til Reykjavíkur á mikl- um hraða og sinnti ekki ítrekuð- um stöðvunarmerkjum lögregl- unnar. Hann gaf sig ekki fyrr en bifreið hans hafnaði á brúarstólpa Breiðholtsbrúar. Loks er maðurinn ákærður fyrir skjalafals með því að falsa nafn barnsmóðurinnar sem selj- anda á tilkynningu um eigenda- skipti bifreiðar og framvísa síðan tilkynningunni hjá Aðalskoðun hf. þannig að nafngreindur sonur hans varð skráður fyrir bifreið- inni. Barnsmóðirin krefst þess að maðurinn verði dæmdur til greiðslu bóta að fjárhæð tæplega sex milljónir króna. - jss Rúmlega fertugur karlmaður ákærður fyrir fjölmörg brot: Braust inn til barnsmóður sinnar STÖÐVUNARMERKI Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu. TÓMAS H. HEIÐAR ÞORSTEINN ÞH Mynd tekin í sumar þegar Þorsteinn kom með góðan makrílfarm til hafnar í Vestmannaeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR Gagnrýni og hótun- um ESB vísað á bug Stjórnvöld hafna því að reynt sé að draga Ísland sérstaklega til ábyrgðar fyrir að makrílveiðar fari yfir ráðlagðan heildarafla. Sjávarútvegsstjóri ESB ítrekar gagnrýni sem formaður samninganefndar Íslands segir staðlausa stafi. HAFRANNSÓKNIR Hafrannsókna- stofnun hefur endurmetið magn makríls út frá gögnum sem feng- ust í rannsóknaleiðangri í sumar. Endurmatið sýnir að meira var af makríl á rannsóknasvæðinu í kringum Ísland, Færeyjar og í Noregshafi en fyrra mat benti til. Niðurstöður þeirra útreikninga sem nú liggja fyrir sýna að heild- armagn makríls á svæðinu sem leiðangurinn nær yfir er áætlað um 4,85 milljónir tonna, en fyrra matið var nokkuð lægra eða 4,46 milljónir tonna. Þá benda útreikn- ingar til að um 1,1 milljón tonn makríls sé innan íslensku lögsög- unnar. Ástæða endurmatsins er sú að eldri útreikningar voru ekki bundnir við efnahagslögsögur, aðferðafræðin við útreikningana var ónákvæm og forsendur um stærð veiðarfæra skipanna var ekki rétt. Skýrsla um þessa endurskoðuðu útreikninga hefur verið send sem viðauki við sameiginlega leiðang- ursskýrslu sem kom út fyrr í mán- uðinum og verður hluti skýrslu Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem fjallar um stofnmat á makríl. - shá Endurmat úr makrílrannsókn undirstrikar stórar göngur að landinu: Yfir milljón tonn í lögsögunni ÁRNI Í HÖFN Endurmat sýnir að mun meiri makríll var við Ísland í sumar en fyrst var talið. MYND/HAFRÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.