Morgunn


Morgunn - 01.06.1929, Page 12

Morgunn - 01.06.1929, Page 12
6 M 0 R G U N N með kraga út frá hálsinum, sem hljóti að vera prestabún- ingur. Eg hafi mikið verið í kirkju hjá honum. Eg hafi hjálpað honum allmikið með mínum skoðunum. Spíritism- inn hafi breytt skoðunum hans og lífi hans frá því, sem verið hafi fyrri hluta æfinnar. [Um þessar staðhæfingar þarf ekkert að segja]. Stjórnandinn segist sjá hæðir, sem hafi verið nálægt honum. Og eg eigi mynd af honum, sem hangi á vegg heima hjá mér. (Rétt um myndina). Þá er sagt, að kraftur- inn sé þrotinn, og ekki sé til neins að halda lengur áfram. Eins og eg hefi tekið fram, tel eg með öllu óhugsandi, að árangurinn af þessum fundi stafi af nokkurri þekkingu miðilsins á mér eða neinum, sem er mér kunnugur. Ekki er heldur nein skynsemi í því að hugsa sér, að þessi árang- ur hafi getað orðið fyrir tilviljunar-ágizkanir. Enginn maður gizkar á svona mörg atriði, sem honum er ókunn- ugt um. Að hinu leytinu er ekki þess að dyljast, að þeir sem líta á slíka fundi með mestri gagnrýni, munu segja, að á þessum árangri séu veikar hliðar. Þeir munu spyrja hvort eg hafi ekki átt von á, að þessi maður kæmi. Eg verð að svara því, að eg hafi vonað það. Sannast að segja langaði mig ekki mjög mikio á sjálft þingið. Þau alþjóða- þing, sem eg hefi sótt áður, hafa mér fundist nokkuð þreytandi. En til hins langaði mig innilega, að ekki stæði á S. R. F. í. að gefa varaforseta þess fyrverandi tækifæri til þess að gera vart við sig, svo að það hefði verulega sannfærandi áhrif, ef þess yrði kostur. Mér fanst það sannast að segja, nokkurs konar drengskaparskylda við hann. Eg gekk að því vísu, að væri hann enn nokkuð líkur því, sem hann var, þegar við l>ektum hann, þá mundi hann langa til þess. Svo að eg átti von á honum við þessa tilraun. En eg átti enn ákveðnara von á honum daginn eftir, þegar eg fékk fund hjá öðrum ágætum miðli. Mér fanst sennilegt, að þar sem svo vel hefði gengið við þessa tilraun, þá mundi hann ganga á lagið og halda áfram. En það varð ekki, eins og eg mun nú bráðum skýra frá. Eg
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.