Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 12
6
M 0 R G U N N
með kraga út frá hálsinum, sem hljóti að vera prestabún-
ingur. Eg hafi mikið verið í kirkju hjá honum. Eg hafi
hjálpað honum allmikið með mínum skoðunum. Spíritism-
inn hafi breytt skoðunum hans og lífi hans frá því, sem
verið hafi fyrri hluta æfinnar.
[Um þessar staðhæfingar þarf ekkert að segja].
Stjórnandinn segist sjá hæðir, sem hafi verið nálægt
honum. Og eg eigi mynd af honum, sem hangi á vegg
heima hjá mér. (Rétt um myndina). Þá er sagt, að kraftur-
inn sé þrotinn, og ekki sé til neins að halda lengur áfram.
Eins og eg hefi tekið fram, tel eg með öllu óhugsandi,
að árangurinn af þessum fundi stafi af nokkurri þekkingu
miðilsins á mér eða neinum, sem er mér kunnugur. Ekki
er heldur nein skynsemi í því að hugsa sér, að þessi árang-
ur hafi getað orðið fyrir tilviljunar-ágizkanir. Enginn
maður gizkar á svona mörg atriði, sem honum er ókunn-
ugt um. Að hinu leytinu er ekki þess að dyljast, að þeir
sem líta á slíka fundi með mestri gagnrýni, munu segja,
að á þessum árangri séu veikar hliðar. Þeir munu spyrja
hvort eg hafi ekki átt von á, að þessi maður kæmi. Eg
verð að svara því, að eg hafi vonað það. Sannast að segja
langaði mig ekki mjög mikio á sjálft þingið. Þau alþjóða-
þing, sem eg hefi sótt áður, hafa mér fundist nokkuð
þreytandi. En til hins langaði mig innilega, að ekki stæði
á S. R. F. í. að gefa varaforseta þess fyrverandi tækifæri
til þess að gera vart við sig, svo að það hefði verulega
sannfærandi áhrif, ef þess yrði kostur. Mér fanst það
sannast að segja, nokkurs konar drengskaparskylda við
hann. Eg gekk að því vísu, að væri hann enn nokkuð líkur
því, sem hann var, þegar við l>ektum hann, þá mundi
hann langa til þess. Svo að eg átti von á honum við þessa
tilraun. En eg átti enn ákveðnara von á honum daginn
eftir, þegar eg fékk fund hjá öðrum ágætum miðli. Mér
fanst sennilegt, að þar sem svo vel hefði gengið við þessa
tilraun, þá mundi hann ganga á lagið og halda áfram. En
það varð ekki, eins og eg mun nú bráðum skýra frá. Eg