Morgunn - 01.06.1929, Síða 13
MORGDNN
7
varð ekki með nokkurum hætti var við hann þar, þrátt
fyrir eftirvæntinguna, og þrátt fyrir það, að eg fékk þá
líka góðan fund.
Hitt atriðið er það, að eg vissi það, sem stjórnandinn
sagði mér frá honum, svo að hér sé ekki girt fyrir, að um
hugsanaflutning hafi verið að tefla. Um það get eg ekki
annað sagt en það, að enginn hefir enn skýrt frá slíkum
árangri af firðhrifa-tilraunum. Vafalaust gerist hugsana-
flutningur stundum. En árangurinn af tilraunum til þess
að fá það fyrirbrigði er alveg hlægilega lítilmótegur í
samanburði við þennan árangur. Ég bendi aftur á það,
hvað mörg atriðin eru, og að þau eru öll rétt. Slíkt hefir
aldrei komið fyrir við hugsanaflutnings-tilraunir.
Fundurinn með Mrs. Roberts.
Hann var haldinn að 5 Tavistock Sq., í tilraunaher-
bergi Marylebone Spiritualist Association þ. 11. septem-
ber 1928.
Þegar miðillinn var kominn í sambandsástand, sagði
stjórnandinn, Red Cloud, að hér séu bróðir minn og systir
mín. Systirin segist oft hafa verið nálægt mér. Bróðirinn
segist líka hafa verið að reyna að hjálpa mér. Svo komi
með systur minni yndisleg stúlka, sem hafi dáið sem ör-
lítið barn, en sé nú fullorðin. Hún sé eitthvað náskyld
okkur.
[Hálfsystir mín dó kornung, og var oft um hana talað
á fundum, fyrst í London 1907. En ekkert verður um það
sagt, hvort þetta hefir verið hún].
Ef ég geri tilraunir með lúður heima hjá mér, þá
rciuni takast að fá raddir.
[Það hefir enn ekki verið reynt, enda ekki líklegt, að
það hefði enn getað tekist].
Jón sé eitthvað tengdur við föður minn, og María
sé eitthvað skyld okkur, og komi með móður minni.
[Faðir minn átti bróður, sem hét Jón, og María hét
bróðurdóttir móður minnar].