Morgunn - 01.06.1929, Page 14
8
MORGUNN
Tilraun er gerð til þess að lýsa bróður mínum, hann
sé með yfirskegg, nokkuð hátt enni og hárið yfir enninu
fremur þunt. [Þetta er alt rétt]. Hann langi mikið til að
komast í samband við mig. Hann hafi þjáðst mikið af
innvortissjúkdómi. Sjúkdómurinn hafi verkað á allan lík-
amann. Ekkert líf hafi orðið í fótunum, hann hafi alls
ekki getað notað neðri hluta líkamans um nokkurn tíma
áður en hann dó.
[Þessi lýsing á banameini bróður míns, mænubólgu,
er nákvæmlega rétt].
Hann kvaðst hafa hitt foreldra okkar. Móðir okkar
hafi verið lengi í öðrum heimi. [Hún andaðist 1884, fyrir
44 árum]. Bróðir minn segist haf a verið með mér fyrir
8—4 árum, þegar ég hafi verið veikur. [Síðari hluta
vetrar 1924—25, fyrir 3—4 árum nú, varð ég hættulega
veikur í Winnipeg].
Þá kemur atriði, sem ég kann enga grein á, eins
og svo oft vill verða við slíkar tilraunir. Stjórnandinn
segir, að kominn sé maður í einkennisbúningi. Hann hafi
verið 28 ára gamall, þegar hann fór yfir um, og sé með
tvo hvíta hunda. Hann hafi dáið skyndilega. Bróðir minn
hafi komið með hann, en hann hafi ekkert ]ækt hann.
Næst koma þau skilaboð frá bróður mínum, að hann
muni eftir því, þegar ég hafi meitt mig, meitt mig í bak-
inu. Stjórnandanum virðist sýnt það í; myndum — ég
hafi dottið af einhverju, sem hafi verið á hraðri ferð —
það hafi verið skepna — það hafi verið hestur. Ég hafi
dottið af hestbaki og meitt bakið.
[Meiðslið gerðist suður undir Arnarvatni — ég var
tekinn upp meðvitundarlaus — þá var sent norður að
Undirfelli og ég var fluttur á kviktrjám norður — kvölin
var aðallega í bakinu].
Þá segir stjórnandinn, að bróðir minn fari að koma
með upphafsstafi. Ég veit ekki, hvort hann sýndi þá eða
nefndi þá, enda stendur það á engu. Fyrst komi hann
með S. Þessi S. sé tengdur við mig. Þá komi hann með