Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 19
M 0 R G U N N
13
meira en 2 daga. En að fundinum loknum fóru þau
ekki að skemta sér í þessari mestu borg veraldarinnar,
heldur fóru þau rakleitt í hótellið, þar sem þau höfðust
við, og settust við að semja fundarskýrslu, eftir því, sem
þeim hafði tekist að skrifa á fundinum, og eftir því sem
þay mundu. Þau vildu ekki láta neitt dragast að semja
skýrsluna, til þess að sem minst yrði úr minni liðið. Þau
fullyrða ekki, að þau kunni ekki að hafa mist eitthvað.
En hitt fullyrða þau, að engu hafi þau við bætt. Þau
sömdu skýrsluna á ensku, til þess að komast sem næst
orðalagi stjórnandans. Og þau hafa láriað mér skýrsluna
til þýðingar og frætt mig um þær athugasemdir, sem
nauðsynlegar eru til skilningsauka.
Eg kem þá að þeim fundi, sem þau hjónin fengu.
Fundur hjónanna með Mrs. Mason.
Þegar miðillinn var kominn í sambandsástand, fór
stjórnandinn að lýsa roskinni konu, um 55—60 ára. Við
gátum ekki fyllilega gert okkur grein fyrir, hver hún væri,
en þetta hefði getað átt við ömmu mína (segir frú Soffía).
Stjórnandinn segir hana hafa farið fremur skyndilega af
þessum heimi og hafi þjáðst af veikindum í brjóstinu.
(Hún dó úr lungnabólgu). Við fengum ekki tíma til að
sPyrja um nafn hennar, því að stjórnandinn fór að lýsa
karlmanni um 60—70 ára, sem hefði nýlega farið yfir um,
hélt að það hefði gerst fyrir hér um bil einu ári. Hár
maður, þrekvaxinn, andlitið langt, augun gráblá, augna-
brúnirnar áberandi, hárið grátt og kominn skalli.
,,Hann hefir verið prédikari. Hann sýnir mér presta-
búning. Hann leggur áherzlu á það, að hann hafi ekki
aðeins verið prédikari, heldur líka kennari. Hann er eitt-
hvað skyldur ykkur. Hann sýnir mér stafinn K“.
Við skiljum þetta ekki og spyrjum, hvort stafurinn
eigi ekki að vera H. Stjórnandinn segir, að hann kinki
kolli, komi með nafnið Harald og bæti við Nelson eða
Nielson.