Morgunn


Morgunn - 01.06.1929, Side 32

Morgunn - 01.06.1929, Side 32
26 MORÖUNK hennar í alheiminum og hjálpa henni þannig til að þroska sérkennilegan persónuleika. 6) Þegar slíkt einstaklingseðli eða persónuleikur er raunverulegt orðið, er öll ástæða til að ætla, að það hljóti að haldast við og lifi af skilnaðinum við hinn efn- islega líkama, sem hjálpaði til að einangra það og gera möguleg sérkenni þess. En það, hvort það einstaklingseðli, sem þannig er myndað, lifir áfram í raun og veru ásamt minningum sínum, reynslu og tilfinningum úr jarðlífinu, — þetta er spurning, sem svarað verður með skírskotun til beinnar athugunar og reynslu. En það er sannfæring mín, að 7) sönnunargögn þau, sem þegar eru fram komin, nægi til að sanna það, að einstaklingseðlið og minningar þess lifi áfram, — að þeir, sem horfnir eru sjónum út úr þessu lífi, haldi áfram að lifa með þekkingu þeirri og reynslu, sem þeir hafa aflað sér hér, og að undir vissum skilyrðum geti dánir vinir vorir og aðrir framliðnir menn sýnt oss og sannað, að þeir lifi í raun og veru sem persónulegir einstaklingar. — Nú er málum svo háttað, að vísindamenn flestir líta hornauga til jæssara ályktana af langri rannsókn, og að halda þeim fram getur bakað manni spott og aðhlátur fyrir hugaróra eða hjátrú. Trúarbragðakennendur telja þær meira að segja ónauðsynlegar. Það má því spyrja, hversvegna höfundur þessarar bókar og ýmsir aðrir séu svo sannfærðir um sannleika og afburða-mikilvægi- þessara kenninga, að þeir séu fúsir að hætta á það illa umtal og þann aðhlátur, sem því fylgir að halda þeim fram. Þeirri spurningu á að verða svarað í þessari bók að svo miklu leyti, sem það er unt í stuttu máli, en hiö raunverulega svar við henni er rannsókn á staðreynd- um, sem skýrt er frá í fjölda bóka frá síðasta aldar- helmingi að minsta kosti. Raunar ná þessi fyrirbrigði yfir miklu lengri tíma, því að bókmentir allra alda og þjóða eru fullar af þeim, þótt ekki sje skýrt frá þeim á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.