Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 32
26
MORÖUNK
hennar í alheiminum og hjálpa henni þannig til að
þroska sérkennilegan persónuleika.
6) Þegar slíkt einstaklingseðli eða persónuleikur
er raunverulegt orðið, er öll ástæða til að ætla, að það
hljóti að haldast við og lifi af skilnaðinum við hinn efn-
islega líkama, sem hjálpaði til að einangra það og gera
möguleg sérkenni þess.
En það, hvort það einstaklingseðli, sem þannig er
myndað, lifir áfram í raun og veru ásamt minningum
sínum, reynslu og tilfinningum úr jarðlífinu, — þetta er
spurning, sem svarað verður með skírskotun til beinnar
athugunar og reynslu. En það er sannfæring mín, að
7) sönnunargögn þau, sem þegar eru fram komin,
nægi til að sanna það, að einstaklingseðlið og minningar
þess lifi áfram, — að þeir, sem horfnir eru sjónum út úr
þessu lífi, haldi áfram að lifa með þekkingu þeirri og
reynslu, sem þeir hafa aflað sér hér, og að undir vissum
skilyrðum geti dánir vinir vorir og aðrir framliðnir
menn sýnt oss og sannað, að þeir lifi í raun og veru sem
persónulegir einstaklingar. —
Nú er málum svo háttað, að vísindamenn flestir líta
hornauga til jæssara ályktana af langri rannsókn, og
að halda þeim fram getur bakað manni spott og aðhlátur
fyrir hugaróra eða hjátrú. Trúarbragðakennendur telja
þær meira að segja ónauðsynlegar. Það má því spyrja,
hversvegna höfundur þessarar bókar og ýmsir aðrir séu
svo sannfærðir um sannleika og afburða-mikilvægi-
þessara kenninga, að þeir séu fúsir að hætta á það illa
umtal og þann aðhlátur, sem því fylgir að halda þeim
fram. Þeirri spurningu á að verða svarað í þessari bók
að svo miklu leyti, sem það er unt í stuttu máli, en hiö
raunverulega svar við henni er rannsókn á staðreynd-
um, sem skýrt er frá í fjölda bóka frá síðasta aldar-
helmingi að minsta kosti. Raunar ná þessi fyrirbrigði
yfir miklu lengri tíma, því að bókmentir allra alda og
þjóða eru fullar af þeim, þótt ekki sje skýrt frá þeim á