Morgunn - 01.06.1929, Side 34
28
M 0 R G U N N.
eða þekkingu á samtíða atburðum, sem kemur á yfir-
venjulegan hátt. Fyrsta sagan er um morðið á Alexander
Serbakonungi, Drögu drotningu hans og bræðrum henn-
ar (1903). Kvöldið sem morðið var framið, sat lífeðlis-
fræðingurinn frægi, Richet, á sambandsfundi í París
ásamt nokkrum vinum sínum, og fengu þeir skeyti með
höggum. Eftir nokkur vanaleg skeyti virtist skift um
stjórnanda, og stafað var með óvenjulega skýrum högg-
um BANCALAMO. Þá sagði Richet:: ,,Þetta ætlar að
verða latína, — ,,með penna“ “ (calamo), en áfram var
stafað RTGU, sem virtist vitleysa. Hann misti því áhug-
anna og skrifaði hugsunarlaust það, sem á eftir kom:
ETTEFAMILLE. En brátt sá hann, að skifta mátti þess-
um stöfum í orð á þann hátt: Banca, la mort guette
famille (Banca, dauðinn situr um fjölskylduna). Þetta
skeyti kom á miðvikudaginn 10. júní 1903 kl. IOI/q.
Tveimur dögum síðar voru frönsku blöðin full af
frásögnum um hið grimdarlega morð á Alexander kon-
ungi, drottningu hans og bræðrum hennar og nefndu
nafn föður drottningarinnar; hann var þá dáinn fyrir
skömmu og hjet Panca. Richet sá þetta nafn í kvöld-
blöðunum 12. júní og undraðist líkinguna með því
(stundum ritað Panca, en stundum Panka) og byrjun-
inni á hinu undarlega skeyti, B.anca, og þóttist nú skilja
skeytið. Spurðist Richet nú fyrir og komst að því, að
morðið var framið skömmu eftir miðnætti og var því ekki
fram komið, er skeytið kom í París kl. lOi/o. Um það leyti
hljóta samsærismennirnir að hafa verið að fara af stað í
þessum örlagaríku erindagjörðum. Fregnin um morðið
kom til Parísar kl. 2. e. h. á fimtudaginn, en Richet las
engar nánari fregnir fyr en á föstudag. Skeytið var rétt,
nema B fyrir P í nafninu; dauðinn vofði þá yfir allri
fjölskyldunni Panca; Draga drottning og tveir bræður
hennar voru drepnir, en tveim systrum hennar hepnaðist
að flýja.
En hvers vegna kom nú þetta skeyti í París til fimm