Morgunn - 01.06.1929, Síða 45
MORGUNN
39
„Brúin“.
Erinöi eftir Einar H. Kuaran.
Mig langar til að segja yður dálítið frá mjög
merkilegri bók, sem kom út á Englandi fyrir fáum mán-
uðum. Eg held, að á sínu sviði, sé hún ein af merkileg-
ustu bókunum, sem út hafa komið. Fáar bækur færa
jafn-ramauknar sannanir fyrir framhaldslífinu eftir
dauðann. Mér koma helzt til hugar til samanburðar þau
bindin af Proceedings brezka Sálarrannsóknafélagsins,
sem skýra frá tilraunum þeirra Dr. Hodgsons og pró-
fessors Hyslops með Mrs. Piper, þeim er beztan árangur
gáfu. Bókin heitir Brúin og hún er yfir 300 blaðsíður í
stóru broti, svo að þér skiljið það, að eg get minst sagt
yður af því, sem í henni er. En eg hefi hugsað mér að
reyna að gefa yður ofurlitla hugmynd um efni hennar.
Yður er nokkuð kunnugt um þær mótbárur, sem
miðilssannanir fyrir framhaldslífinu sæta. Þegar skeyti
koma, sem tjá sig vera frá framliðnum mönnum, um
gamlar endurminningar og annað þess konar, þá er því
haldið fram af sumum, að vitneskjan sé sótt af einhverjum
hluta af vitund miðilsins í huga þeirra sem viðstaddir
eru. Vitanlega eru engar sannanir til fyrir því, að í raun
og veru sé þessu svo farið. Það er afar ólíklegt, að skeytin
stafi frá slíkum hugsanaflutningi milli jarðneskra
manna, þegar vitneskjan er mikil og þegar hún er um
það, sem enginn fundarmanna er að hugsa um. Ekkert
hefir komið fyrir, sem gerir það sennilegt, að unt sé að
sjúga það út úr hug manna, sem þeir eru ekki að hugsa
um. En að hinu leytinu virðist það ómótmælanlegt, að
hugur fundarmanna getur stundum haft áhrif á miðil-
inn. Til þess að útiloka þá skýringu, hefir tilraununum,
sem skýrt er frá í bókinni, að langmestu leyti verið hag-