Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 47
MORGUNN
41
hún ekkjunni, að gera það fyrir hana, sem hún gæti,
benti henni á bækur, sem hún skyldi lesa, og reyndi að
sannfæra hana um, að maðurinn hennar væri enn ná-
lægt henni og væri að reyna að hjálpa henni með öllum
þeim hætti, sem hann gæti, þó að hún yrði þess ef til
vill ekki vör.
Ekkjan svaraði þessu bréfi og var mjög þakklát.
Þar tekur hún það fram meðal annars, að ef hún gæti
fengið algerða vissu um, að manninum sínum liði nú vel
og að þau ættu að hittast aftur að lokum, þá mundi
henni ekki finnast hún vera jafn-yfirgefin og einmana;
nú sé svo ástatt, að endurminningin um kvíða hans út
af því að skilja við hana elti hana dag og nótt. Henni
finst, að honum geti ekki liðið vel án hennar; og henni
finst, að hún geti ekki hugsað til þagnarinnar og ein-
stæðingsskaparins, ef hún eigi að lifa mörg ár enn.
Meðal annars, sem Miss Walker skrifar henni sem
svar upp á þetta brjef, er það, að maðurinn hennar sé
ekki án hennar í sama skilningi, sem hún sé án hans.
Hann komist að henni, hvort sem hún viti það eða ekki;
og ef hún hafi nokkura sálræna hæfileika, þá kunni
hún með tímanum að geta þroskað þá svo, að hún verði
sambandsins vör.
1 júnímánuði um sumarið 1920 fór Mrs. White að
reyna sjálf með Ouijaborð og fékk árangur. En hún
þorði ekki að treysta því, að neitt væri að marka það sem
hom, og hafði enga reynslu í málinu. Hún leitaði til Miss
Walker í þessu efni, og Miss Walker kom með tillögu,
sem ekki eingöngu sannaði það, að Mrs. White hafði náð
sambandi við manninn sinn, heldur varð líka byrjun á
Þeim stórmerkilegu rannsóknum, sem bókin skýrir frá.
Miss Walker býr með systur sinni, Damaris, sem er
gædd miklum sálrænum hæfileikum, en er ekki atvinnu-
ntiiðin. Nea hefir sjálf eitthvað lítið í sömu áttina, en
aðallega er þar um hæfileik systur hennar að tefla. Þær
halda tilraunafundi saman reglulega á tilteknum tímum.