Morgunn - 01.06.1929, Side 48
42
MORGUNN
Og nú leggur hún það til, að einhverntíma þegar Mrs.
White sé ein, og hún finni, að maðurinn hennar sé hjá
henni, þá skuli hún biðja hann að koma til þeirra systr-
anna á þeirra fundartíma og reyna að senda eitthvert
skeyti, sem konan hans geti skilið.
Hún ráðleggur henni jafnframt að biðja manninn
sinn að finna Raymond Lodge, framliðinn son Sir Olivers,
sem mikið hefir verið talað um, vegna bókar, sem faðir
hans hefir um hann ritað, og mun vera sumum yðar
kunn, því að Raymond sé vel þektur í öðrum heimi fyrir
afskifti sín af þessu máli; hann skuli biðja Raymond
að koma sér í samband við þann flokk framliðinna
manna, sem starfi með þeim systrunum. Raymond muni
vita, hvaða menn það séu. Ennfremur gefur hún henni
fleiri bendingar um framliðna menn, sem maðurinn
hennar geti leitað til, ef þörf gerist.
Hún fer þessum orðum í bréfinu til Mrs. White um
þessa tillögu sína: „Eg veit ekki hvort okkur tekst þetta,
en við getum reynt. Þessir drengir (sem hún hefir nefnt
í viðbót við Raymond) og ýmsir aðrir, sem heyra flokkn-
um til, eru að strita við að gefa okkur sannanir, og þeir
eru fúsir á að hjálpa mönnum, ef þeir geta. Þér skuluð
ekki vonast eftir of miklu, og þér skuluð helzt ekki von-
ast eftir neinu. Auðvitað segi eg systur minni ekkert.
Við höldum fundi að öllum jafnaði á hverju kvöldi kl.
5,30, og ef þér viljið reyna að festa hugann á þessu um
þetta leyti, án þess að segja mér, hvern dag þér gerið
það, þá skulum við sjá hvað gerist. Vinum okkar er ant
um að hjálpa öðrum, og þeir munu gera það sem þeir
geta; meira get eg ekki sagt. Eg veit ekki sjálf, hvemig
maðurinn yðar á að fara að því að finna Raymond, né
mína vini, en hann mun komast að raun um ]>að sjálfur.
Hann verður líka að hugsa fyrir skeytinu til að senda,
eitthvað, sem þér að minsta kosti kannist við að sé frá
honum; eg get ekki sagt, hvernig eg, sem mun skrifa