Morgunn - 01.06.1929, Síða 49
M 0 R G U N N
43
það sem gerist, á að vita, að það sé frá honum. Eg ætla
honum að ráða fram úr því.“
Nú ríður á að hafa það hugfast, að Miss Walker
hafði aldrei hitt Mrs. White og vissi ekkert um hana
annað en það sem í bréfum hennar hafði staðið. Og Mrs.
White hafði enga vitneskju gefið henni um fram þetta,
sem eg hefi þegar sagt ykkur. Þið vitið nú ofurlítið
meira um Mrs. White en Miss Walker vissi þá, því að
eg hefi sagt ykkur að Mr. White hefði verið 38 ára,
þegar hann andaðist, en Miss Walker hafði enga hug-
mynd um aldur hjónanna. Og Damaris hafði enga hug-
mynd um bréfin, sem farið höfðu á milli Mrs. White og
Miss Walker. Af ásettu ráði hafði öllu málinu verið
haldið leyndu fyrir henni. Systurnar áttu heima í Birm-
ingham, en Mrs. White í litlu þorpi nálægt borginni
Cardiff í Wales.
Hver verður svo árangurinn?
Hann verður í fyrstu allur annar en nokkurn gat
grunað. Hann er eitt af hinum mörgu og merkilegu dæm-
um þess, hvernig fyrirbrigðin oft reynast alt annan veg
en menn búast við fyrirfram. Mrs. White biður manninn
sinn að koma til systranna á ákveðinni stund. Damaris
fer á þessu tímabili ekki í venjulegt sambandsástand
— hafði gert það áður, en gerir það ekki um þetta leyti
— en í þess stað er hún í einhverju óvenjulegu ástandi
á fundunum, sér þá dulsýnir og verður fyrir miklum á-
hrifum öðrum. Mr. White gerir alls ekki vart við sig á
þessum fundi, en í hans stað virtist faðir ekkjunnar koma.
Lýsingin er einkar nákvæm, eftir þeim skýringum, sem
Mrs. White gefur, svo að ekki verður um vilst. Miss
Walker var svo ókunnug, að hún var að vona, að lýsingin
væri af þeim manni, sem verið var að reyna að ná í. Þetta
gerðist 22. nóv. 1920.
Þ. 26. nóv. er Damaris sýndur bráðir ekkjunnar.
Hann er lifandi. En hann virðist vera sýndur vegna þess,
að það var hann, sem fyrstur kynti þau hjónin hvort