Morgunn - 01.06.1929, Síða 52
46
M 0 K G U N N
Hún fékk miðlinum innsiglað umslag frá ekkjunni. Þá
segir stjórnandinn:
„Það er einhver við þetta riðinn, sem hefir nýlega
farið yfir um“.
„Hvað kallar þú nýlega?“ spyr Miss Walker.
„Ekki síðustu eina eða tvær vikurnar — hér um
bil eitt ár“.
Rúmt ár var þá liðið, síðan er White hafði dáið.
„Hvernig stendur á því að ég fæ „Bí?“, segir stjórn-
andinn. Miss Walker hélt, að þetta væri stafurinn B (á
ensku Bí) og að meira ætti að koma.
„Bí. Hann er altaf að hrista höfuðið", segir stjórn-
andinn. „Og stafurinn G er bundinn við hann. Ekki á
sama hátt og Bí, en það er samband á milli“.
Nú var sannleikurinn sá, að „Bí“ var gælunafn
Whites á konunni sinni, og enginn maður hafði nokkuru
sinni nefnt hana því nafni, annar en maðurinn hennar.
En G er fyrsti stafurinn í því skírnarnafni Whites, sem
hann var alment nefndur. Miss Walker vissi um hvorugt
þessara nafna. Tilraun var líka sýnilega gerð til þess
að koma með það gælunafn, sem ekkjan hafði nefnt
mann sinn. Sú tilraun hepnaðist ekki vel. Miss Walker
vissi ekki heldur um það nafn. Gælunafnið, sem hann
kallaði konuna sína, var „Biddy“; það kom síðar hjá
Mrs. Leonard.
Fundurinn, sem ég hefi nú minst á, var haldinn 3.
maí 1921. Næst kom Miss Walker til Mrs. Leonard 2.
júní s. á. Skýrslan um þann fund er 20 bls. í bókinni,
svo að það ræður að líkindum, að ég get ekki sagt ná-
kvæmlega frá honum. Hann einn er a. m. k. eins langur
og alt það erindi, sem ég flyt hér í kvöld. Svo er um
alla þessa fundi. Ég verð að láta mér nægja að stikla á
einstökum atriðum.
Eitt af því, sem er einkennilegt við þennan fund,
er það, að þó að White sé allan fundinn út að leita við
að sanna sig, og það með merkilegum árangri, þá getur