Morgunn - 01.06.1929, Side 54
48
MORÖUNN
um látinn bróður sinn. Sú staðhæfing, að White hafi
hitt mann í öðru lífi, sem þau þekki bæði, og að hún viti,
að White hafi þótt vænt um að finna hann. Þá kom ná-
kvæm lýsing af þessum manni, sem að öllu leyti átti
við hálfbróður ekkjunnar, sem andaðist á eftir White.
Ekkjan hafði við tilraunir sjálfrar sín beðið mann sinn
að finna þennan bróður sinn og hjálpa honum.
Ég verð að láta við þetta sitja um þennan fund. En
þetta er ekki nema sýnishorn. Mörg fleiri atriði komu,
sem ekkjan kannaðist við, að væru rétt, en enginn við-
staddur hafði hugmynd um.
En eitt er oss öllum gott að hafa hugfast: Þó að
þessi fundur tækist ágætlega, svo að ekkjan, sem var
öllu þessu kunnug, er fram kom, og leit á alt gagnrýni-
augum, sannfærðist algerlega, þá ber allur fundurinn
þess merki, þegar vel er að gáð, að mjög miklir örðug-
leikar hafa verið á að koma sönnununum fram — jafn-
vel hjá þessum bezta sannanamiðli veraldarinnar.
Ég get ekki farið að neinu ráði frekara út í sann-
anirnar. Það mundi aðeins þreyta ykkur. Þær verður að
lesa í næði og íhuga vandlega, en eru ekki vel fallnar
til þess að segja frá þeim í stuttu máli. Ég verð að vísa
til bókarinnar, þeim sem lesa ensku, og hafa áhuga á
því að kynna sér, hvernig framliðnir menn eru að sanna
sig út um heiminn með endurminningum. Ég held, að
þessi bók sé eitt bezta sýnishomið, sem unt er að ná í.
Sannanirnar hrúguðust upp — hjá 7 miðlum. Mrs.
Leonard, Damaris, Mrs. Annie Brittain, og þremur miðl-
um í Cardiff og hjá Mrs. White sjálfri. Oft komu tilvitnan-
ir til þess, sem sagt hafði verið hjá öðrum miðlum. Eitt af
því, sem var einkennilegt við þær sannanir, var sú nákvæma
þekking, er hinn framliðni maður hafði á háttum og
hugsunum konu sinnar. Að sumu leyti var hann auðsjá-
anlega kominn nær henni, en hann hafði nokkuru sinni
getað verið í hinu jarðneska lífi.
Eitt af því, sem fram kom í skeytunum, var spá-