Morgunn - 01.06.1929, Page 57
M0K6UNN
51
þér ekki áhyggjur. Við tengjumst fastar og fastar, og
þetta verður ekki lengi, þetta verður ekki lengi. Alla ást
mína áttu, æfinlega og æfinlega. Guð blessi þig, blessi
þig, yndið mitt“.
Ekkjan kom aftur á fund til Mrs. Leonard 13. mars
1922. Hún sagði ekki til nafns síns. Þá sagði maðurinn
hennar meðal annars þetta við hana:
,,Eftir ofurlítinn tíma, Biddy, þegar þú verður ferð-
búin til mín, þó að það dragist ekki nema fáeina mánuði,
munu menn verða betur undir það búnir að skilja það,
að ástin lifir, þó að alt annað deyi. Ástin er meiri en
vísindin, og kærleikurinn ætti að vera andinn, sem blæs
lífi í vísindin. Ég hefði ekki leyst mitt hlutverk af hendi án
þín. Og sannanaparturinn, minn sannanapartur, hefði ekki
getað komið án þín. Það var sambandsliður ástarinnar
milli þín og mín, sem vísaði mér veginn til Neu. Hann
hjálpaði mér til að komast í gegn til hennar, áður en ég
kom hingað. Ég hefði ekki getað komist til hennar, né
komist hingað, án þín. Ástin var okkur alt, meðan ég var
hér, og hún er miljón sinnum mikilvægari nú. Það er
fyrir ást okkar eina, þína ást á mér og mína ást á þér,
að örðugleikarnir milli míns tilverustigs og þín hafa orðið
brúaðir. Þú sér það, yndið mitt, að ég er í öðrum heimi;
það er ekki þinn heimur; en ástin getur gert minn heim
að þínum heimi, og þinn heim að mínum heimi. En ekkert
annað en ástin“.
Þá eru loks síðustu setningarnar, sem hann segir við
hana, á síðasta fundinum, sem hún fékk hjá Mrs. Leonard.
Hann hefir verið að tala um ást þeirra hvors til annars
°g segir:
,,Þetta er það eina, sem skiftir máli, það er ástin,
sem okkar heimur snýst um. Okkar heimur gæti ekki
verið til án ástar okkar.
„Mundu það, að þú ert að hjálpa mér í þínu lífi. Það
er ekki eingöngu, að eg sé að hjálpa þér. En þú ert að
4*