Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 58
52
MORGUNN
hjálpa mér. Með bænum þínum. Með hugsunum þínum.
Með ást þinni einni. Þú ert alt af að hjálpa mér.
„Biddy, Biddy, Biddy. Þú ert minn heimur. Fyrir þig
elska eg guð. Fyrir guð elska eg þig. Eg veit, að ást okkar
hefir hjálpað þér til þess að sjá yndisleik náttúrunnar —
yndisleik guðs — meira en alt annað. I þínum augum er
er svo mikið fólgið í ilm af einu blómi, í skjálfandi laufi,
vegna þeirrar vitrunar, sem ást okkar hefir gefið þér.
„Taktu þér ekki nærri, að við höfum orðið að skilja
stutta stund. Ef þú að eins vissir það, að þessi fáu ár eru
að afla okkur eilífðar af ást. Af ást, sem við njótum saman.
Eilífð. Svo að þetta verður svo stutt stund. Þetta er þess
vert að bíða eftir því. Bíða, ekki aðeins þolinmóðlega, held-
ur fagnandi. Auðvitað hlakka eg svo mikið til og er með
svo miklar fyrirætlanir, að tíminn flýgur. En fyrir þér
dragnast hann hægt áfram, Biddy. En settu það ekki fyrir
þig. Meðan þú bíður, kemst þú altaf nær og nær mér, og
finnur það betur og betur.“
Mrs. White gerir þá athugasemd við þetta síðasta at-
riði, að það sé alveg rétt.
Eins og ég hefi áður sagt, andaðist Mrs. White 12.
júlí 1924. Áður hafði hún verið veik um 2 ár. Þ. 12. sept.
sama ár komu fregnir af henni, frá manni hennar, við
samband hjá Mrs. Leonard. Þá var á það minst, að þau
væru saman og á gleði hans út af því. En fyrstu tilraunina
til að senda skeyti gerði hún sjálf 1. nóv. s. á., og hélt því
áfram. Ég get ekki skýrt frá þeim tilraunum, verð að
láta mér nægja að geta þess, að þær tókust prýðilega.
Og fögnuður konunnar út af að vera með manni sínum
var nákvæmlega eins og búast mátti við, og eins fögnuður
mannsins hennar út af að vera með henni. Og Raymond,
framliðinn sonur Sir Olivers Lodge, sem mikið var riðinn
við að ná sambandi fyrir mann hennar, lýsir henni svo,
að geislar standi af henni, og gleði hennar sé meiri en
venjulegir jarðneskir menn fái gert sér í hugarlund.
Ég hefi áður getið þess, að höf. bókarinnar Miss Nea