Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 60
54
M 0 R GU N N
megi það takast, að samband komist á milli þeirra, sem
enn eru bundnir við efnið, og hinna, sem komnir eru inn á
annað tilverustig — þetta er ekki í mínum augum nein
ímyndun eða neitt vafamál, heldur ákveðnar staðreyndir,
sem menn hafa komist að með vísindalegum hætti. Almenn
viðurkenning slíkra staðreynda — sem hafa í sér fólginn
veruleik yfirskilvitlegs heims og máttinn til viðskifta við
hann — getur ekki annað en haft áhrif á daglegt líf
manna, jafnvel enn djúptækari áhrif en aðrar aðferðir
til sambands við menn, sem vér að ytri ásýndum náum
ekki til, sambandsaðferðir, sem hafa þroskast svo stór-
kostlega með tilraunum með efnið og eterinn á 19. öldinni
— öld símans og þráðlausu skeytanna. Mannkynið heldur
enn fast við aðferðir vísindanna, og í eðlilegum straumi
framþróunarinnar virðist það nú vera komið að því að
stíga upp á eitt þrepið enn.
„Ég geri ráð fyrir því, að þessi fullyrðing um afdrátt-
arlausa sannfæring um sannindi staðreynda, sem enn er
um deilt, muni vekja reiði og fyrirlitning hjá sumum
mönnum; en ég ætla mér ekki að draga úr þeirri full-
yrðing með neinni afsökun eða neinu hiki, því að ég er
jafnsannfærður um þessi efni eins og nokkurar aðrar
staðreyndir náttúrunnar, og er í engum efa um, að eftir-
kotaiendur vorir geri sér grein fyrir sannleika þeirra.
„Ef deilt væri um rafmagnaða samsetning atómanna
eða um braut elektrónanna, eins og deilt var á dögum
Galileos um samsetning stjarnanna og snúning jarðar-
innar, þá kynni ég (ef afar-mikið væri að mér hert) að
verða fáanlegur til að taka orð mín aftur eða draga fjöður
yfir það, sem ég fyndi samt sem áður, að væri sannleikur,
því að það skiftir ekki öllu máli fyrir mannkynið, hvort
jörðin gengur kringum sólina, eða hvort ]>essu er öfugt
farið. Sannleikurinn er sá, að sumir lærisveinar Einsteins
kunna að segja, að hvorttveggja sé jafnrétt, og að ókleift
sé að ná í afdráttarlausan sannleikann áhrærandi hreyf-
ingu efnisins. En ef deiluatriðið yrði veruleikur fram-