Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 61
M O E GU N N
55
haldslífsins og áframhald einstaklingstilverunnar, ásamt
þeim mætti að láta tilfinningar í ljós og veita aðstoð yfir
djúpið eða gegnum blæjuna, sem aðgreinir eitt tilveru-
stigið frá öðru, þá treysti ég því, að ef þess yrði af mér
krafist, mundi ég heldur kjósa að láta brenna mig en að
svíkja svo mikilvægan og efnisríkan sannleika — ályktun,
sem varpar svo mikilli birtu yfir skilning vorn á tilgangi
tilverunnar, er svo fræðandi um það, hvernig alheiminum
er fyrir komið, og er svo stórkostlega áhrifamikil á vonir
Og þrár mannanna“.
Tveir nafn- Einn af mest þektu sálarrannsóknamönn-
kunnir sálar- um nútímans, barón A. von Schrenck-
^^andaðir*61111 Notzing í Miinchen andaðist 12. febr.
síðastl. eftir botnlangaskurð. Utan ætt-
jarðar sinnar er hann kunnastur af líkamningarannsókn-
um sínum með miðlinum Evu C. Bókin, sem hann ritar
um þær rannsóknir, er heimsfræg, og hennar hefir ræki-
lega verið getið á íslenzku í ritgjörð eftir prófessor
Ágúst H. Bjarnason. Fleiri miðla rannsakaði hann, ávalt
af hinni mestu vísindalegri vandvirkni. Hann lét sér
einkar ant um að sannfæra lærdómsmenn um raunveru-
leik fyrirbrigðanna, og á einum tíma var fullyrt, að undir
hans handleiðslu hefðu 100 prófessorum tekist að ganga
úr skugga um það mál.
Lady Lodge, kona Sir Olivers Lodge, er nýlega lát-
m. Hún var einkar samhent manni sínum í sálarrann-
sóknastarfinu, eins og bók Sir Olivers, Raymond, ber
ljóst vitni um. Hún hafði vanið sig á það að skrifa sér til
rainnis alt það, sem gerðist við sálrænar tilraunir, sem
hún var viðstödd, að svo miklu leyti, sem hún gat, þó að
það virtist markleysa, og stundum urðu þau skrif hennar
að merkilegum sönnunargögnum.