Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 67
M0R6UNN
57
að taka tvisvar mynd á sömu plötu. Ef sá, sem ætlar að
láta mynda sig, lætur nota plötu, er hann hefir sjálfur
haft með sér, þá girðir hann fyrir það, að ljósmyndar-
inn hafi áður getað tekið mynd á plötuna. Þá verður
hann aðeins að hafa vakandi auga á því, að ljósmynd-
arinn geri það ekki um leið og myndin er tekin af þeim,
er fyrir situr. Ef maður hefir með sér plötur, er hann
hefir sjálfur aflað sér, þá þarf hann að merkja þær
áður en ljósmyndarinn h'afi getað fengið nokkurt færi
á að skifta um þær og láta sínar plötur í staðinn. Þá
má pretta með því að hafa hvítt tjald móti myndavél-
inni, því að á það má, með ákveðinni efnablöndu, sem
fyrr er að vikið, draga mynd, ósýnilega mannsauganu,
en tæka ljósmyndavélinni. Því skyldi jafnan vera dökt
tjald á bak við þann, sem fyrir situr. Enda hafa þeir
sálrænu ljósmyndarar tveir, sem ég hefi komið til, haft
það. Þá skyldi maður athuga grandgæfilega, að ekkert
það sé sýnilegt í myndatökustofunni, er á plötuna gæti
komist. Því er nauðsynlegt, að gætt sé að, hvort spegill
sé í stofunni, sem mynd af manni eða hlut mætti koma
í og endurspeglast mætti á glerið í ljósmyndavélinni.
Þá þarf að skoða ljósmyndavélina, nema aðili hafi með
sér vél sjálfs síns. Þetta hafa sumir tilraunamenn gert,
en flestir eiga þess ekki kost. í ljósmyndavélina eða glerið
í henni segja menn, að láta megi gagnsæjar myndir, er
svo komi á ljósmyndaplötuna. Þá má aðili gæta þess,
að vera við, þegar myndin er framkölluð á plötunni,
svo að ekki sé hægt að hafa þar brögð við, t. d. að
taka aftur mynd á plötunna.
Þó að þeir menn hafi fáir verið, sem tekist hefir
að fá aukamyndir af ósýnilegum verum eða hlutum á
Plötur í ljósmyndavél, þá hefir fjöldi manna setið fyrir
hjá slíkum Ijósmyndurum. Eru nú slíkar myndir orðnar
óteljandi margar. Eru nú um 70 ár síðan menn fóru
fyrst að fást við töku dulrænna ljósmynda. Samt sem
áður mun allur þorri manna allskostar ókunnugur þess-