Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 74
64
M 0 R G U N N
önnur brögð. Tilraunamennirnir virðast hafa algerlega
haft yfirhöndina í þessum skiftum, eins og vera átti.
Nafnkunnastur myndamiðla á Englandi er nú Willi-
am Hope í Crewe 144 Marketstreet. Með honum starfar
kona, sem heitir frú Buxton. Hope hefir, eins og flestir
miðlar þessarar tegundar, verið sakaður um svik. Gerði
það Harry Price, þá í þjónustu Sálarrannsóknafélagsins
brezka. En aldrei varð Hope þar sannur að sök, en
framkoma rannsóknamanna Sálarrannsóknafélagsins
sumra í því sambandi var afargrunsamleg. Hinsvegar
hafa mjög margar tilraunir verið gerðar með Hope, bæði
fyrr og síðar. Hann var um skeið starfsmaður British
College of Psychic Science Holland Park 59 W 11 London,
og voru þá oft gerðar tilraunir með hann. Einnig er félag
í Englandi, sem hefir það ætlunarverk að rannsaka
dulræna ljósmyndatöku (Society for Study of Super-
normal Photography), og hefir það einnig látið gera til-
raunir með Hope. í því félagi eru margir þaulæfðir
sálarrannsóknamenn og þrautreyndir ljósmyndarar, og
auk þess ýmsir þeir menn aðrir, er alveg sérstaklega
hafa rannsakað alt, er varðar dulrænar ljósmyndir. Fyrir
nokkrum árum fóru t. d. 3 af félögum ljósmyndarann-
sóknarfélagsins frá London til Crewe, höfðu með sér
spánnýja ljósmyndavél, sem aldrei hafði enn verið notuð,
og ljósmyndaplötur frá London. Sjálfir gerðu þeir alt
að myndatökunni. Miðillinn var aðeins viðstaddur. Og
viðhöfðu þeir þær varúðarreglur, er þeir töldu tvímæla-
laust nægja til að fyrirgirða öll svik. Á plötu kom þá
hjá þeim karlmannsmynd, sem kunnugir telja óvefengj-
anlega af föður eins mannanna.
Annar kunnur myndamiðill í Englandi er frú Deane
151 Balls Pond Road í Islington í London. Efnafræð-
ingur einn, að nafni Warrick, hefir nýlega gert ýmsar
tilraunir með hana, og viðhaft hin ströngustu skilyrði.
Þær tilraunir varða ekki beinlínis ljósmyndatöku, en
sýna þó, að furðuleg atvik gerast í kringum hana.