Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 77
MORGUNN
67
(„negativuna"), en ljósmyndarinn færðist undan því og
vildi ónýta plötuna. En Macdonald stóð fast á því, að
hann fengi að sjá myndina, og það fekk hann loks. En
jafnskjótt sem hann lítur á myndina, fellur hann í stafi
af undrun, því að á plötunni þekkir hann undir eins
mynd af látinni móður sinni. Og það, sem alveg tók af
skarið í því efni, var það, að á annari hendinni, sem
haldið var uppi á myndinni, voru greinilegir tveir þumal-
fingur. Segir hann, að móðir sín hafi verið fædd með
tvo þumalfingur og að hún hafi borið það einkenni á
sér alla æfi sína, því að hún hafi hvorugan þeirra látið
taka af sér. Segja læknar það vera mjög sjaldgæft, að
börn fæðist með því einkenni, og þeir örfáu, sem svo fæð-
ast, láti flestir taka af sér annan fingurinn. Móðir
Macdonalds hafði átt heima í Kanada, og hann full-
yrðir, að ljósmyndarinn hafi aldrei heyrt né séð né
getað vitað neitt um hana.
b. í júlí í sumar síðastliðið fór maður að nafni
Lawton, ásamt tengdamóður sinni, til Crewe, og fékk
að sitja fyrir hjá þeim William Hope og frú Buxton.
Hann segist hafa komið ])angað að þeim óvörum báðum,
hafi aldrei þekt þau né þau hann. Og hann segist ekki
hafa látið nafns síns eða tengdamóður sinnar getið fyrr
en myndatakan var um garð gengin, né heldur sagt nokk-
ur önnur deili á sér eða henni. Hann segist hafa haft
ijósmyndaplötur með sér, er hann hafi merkt og yfir-
leitt viðhaft allar varúðarreglur, sem rannsóknamenn
eru vanir að hafa í þessu efni. Á plötuna kom aukamynd.
Undir eins og myndirnar á plötunni hafi verið fram-
kallaðar, hafi þau þekt þar mynd af látnum manni kon-
unnar, en tengdaföður Lawtons. Segist Lawton hafa sýnt
vinum sínum og ættingjum myndina, og hafi þeir allir
undir eins hiklaust þekt hana. Hann segir ennfremur, að
engin mynd hafi verið til af hinum látna tengdaföður
sínum í þeirri stöðu, sem hann sé sýndur í á myndinni.
c. íslensk stúlka, sem dvaldist í London um hríð
4*