Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 87
M 0 R G U N N
77
aldrei hafa í ljósmyndavél komið og án þess að umbúð-
irnar séu áður teknar af þeim. Tilraunir þær, sem gerðar
hafa verið og skýringar ]>ær, sem upp á hefur verið
stungið og styðjast eiga við þekt lögmál og viðurkend,
virðast ná skamt, þótt sum fyrirbrigðin kunni að verða
skýrð að einhverju leyti með þeim hætti.
Ein skýringartilraunin er fólgin í því, að auka-
myndir þær, sem á plötur koma í ljósmyndavélinni, sé
myndir af því, sem einhver viðstaddur hefir verið að
hugsa um, meðan eða rétt áður en myndin var tekin,
með öðrum orðum, að hugarmyndin taki á sig efnisbún-
ing, sem ljósmyndaður verði. Ætti ]»á vitund mannsins
væntanlega að skapa ]>essa hugarmynd. Rannsóknarmenn
hafa gert tilraunir í þessa átt. Franskur rannsóknamaður,
dr. Baraduc, hefur gert margar tilraunir, og var aðferð
hans þessi: Hann lét þann mann, sem tilraunirnar voru
gerðar með, fara inn í myrkt herbergi og leggja þar
höndina á ljósmyndaplötu. Og skyldi hann svo hugsa
sér ákveðið einhvern tiltekinn hlut. Fullyrða þeir, sem
séð hafa plöturnar, að ýmislegt hafi á þær komið, stund-
um ský, stundum mismunandi glöggar myndir af hlutum
eða mönnum, og auðvitað oft ekki neitt. Jafnvel tilraunir
til þess að ná mynd af manni í margra mílna fjarlægð
hafa verið gerðar. Það er t. d. sagt, að maður einn aust-
ur í Rúminíu hafi tekið ljósmyndaplötu og lagt hana
undir koddan sinn að kveldi og í því skyni að fá á hana
mynd af vini sínum, sem þá var í Italíu. Þessi vinur hans
átti að beina huga sínum fast að því áður en hann sofn-
aði það kvöld, að lcoma mynd af sér á ljósmyndaplötu
hjá manninum í Rúmeníu. Eftir því, sem dr. Baraduc
hermir, tókst þetta að því leyti sem ljós blettur kom
fram á plötunni og innan í honum var mannsandlit dauft.
Margir fleiri hafa gert samskonar tilraunir. Einna
uiest mun kveða að tilraunum japansks manns, er dr.
Fakuray heitir, og áður var prófessor við einn af háskól-
um Japana, en varð að láta af því starfi vegna hleypi-