Morgunn - 01.06.1929, Page 98
88
M0R6UNN
það byrjaði á A. — <Það var sonur Pagnini, Achilles,
sem lét grafa upp kistu föður síns og flytja til Ítalíu).
— Síðast kallaði miðillinn upp nafnið á borginni Genúa
og kvaðst sjá fiðlu liggja í glerkassa í einhverri opinberri
byggingu, er hún hugði vera. Sagði hún að sér væri sýnt
þetta til sannindamerkis um þennan mann, sem hún sæi.
Fjórði trance-miðillinn, sem Reuter segir frá í þessu
sambandi, var austan megin Atlantshafsins, stúlka á
Þýskalandi. í gegnum hana kom eigi aðeins nákvæm
lýsing á Paganini, heldur einnig fult nafn hans rétt
fram sett.
Þess ber að geta, að v. Reuter hafði mjög vandlega
varast að láta vita, hver hann væri eða hvað hann starf-
aði, þegar hann fór til þessara trance-miðla. — Þó
mundu ýmsir vilja skýra þessa atburði sem eintóman
hugsanalestur, með því að lítið hafi komið fram annað
en það sem v. Reuter var kunnugt um viðvíkjandi
Paganini. En hvað sem öðru líður, þá verður ekki annað
sagt en að slíkur hugsanalestur sé þá býsna merkilegt
fyrirbrigði og bendi ótvírætt inn á lítt könnuð svið í
sálarlífinu, sérstaklega þegar það eru ekki aðeins starf-
andi eða meðvitaðar hugsanir sem lesnar eru, heldur
einnig þögul vitneskja, sem liggur óhreyfð á botni vit-
undarlífsins.
Nokkrum dögum eftir fundinn, þar sem Paganini
hafði óskað að „fara yfir lögin“ með v. Reuter, var hann
að æfa eitt af lögum Paganinis og var kominn að kafla,
sem er mjög erfiður. Sér til mikillar undrunar verður
hann þess var, að fingur hans færast einhvernveginn yfir
í aðra stillingu en hann var vanur að hafa, og hann hittir
ósjálfrátt á alt öðruvísi fingrasetningu, sem síðar reynd-
ist miklu eðlilegri og léttari en sú sem hann hafði vanið
sig á. Þegar hann varð var við þessi undarlegu áhrif,
reyndi hann að opna sig fyrir fleiri bendingum og kvaðst
þarna hafa fengið margar í senn, sem hann eigi erfitt