Morgunn - 01.06.1929, Blaðsíða 102
92
M 0 R GU N N
var hún sú, að skrifaðar voru spurningar á 10 miða og
þeim síðan blandað vandlega. Tók nú v. Reuter einn og
einn miða, sem hvorugt þeirra mæðgina vissi hvað á
stóð, og bað Paganini um svar við spurningunni og skrif-
aði svarið síðan á bakið á miðanum. Þegar miðarnir voru
skoðaðir á eftir, kom í ljós, að svörin við átta af spurn-
ingunum voru nákvæmlega rétt, en aðeins tvö voru óná-
kvæm.
Auk þessa sambands, sem nú hefir verið sagt frá,
náði v. Reuter einnig sambandi við fjölda annara anda,
sem nefndust ýmsum nöfnum. Voru þar á meðal margir
frægir fiðluleikarar og ýmsir aðrir tónleikarar. Má þar
á meðal nefnaTartini (f. 1692), Stradella (f. 1645),
Beriot (f. 1802), Massenet, Grieg, Sarasate og Joachim.
Tveim hinum síðastnefndu hafði Reuter kynst á unga
aldri. Var á þessum tónlistamönnum að skilja að þeir
héldu saman hinu megin vegna andlegs skyldleika. — Þá
komu einnig frægir rithöfundar eins og Emile Zola,
Pierre Loti og Charles Dickens. — V. Reuter gerðist
stundum efablandinn um það að það væru þessi andans
stórmenni sjálf, sem væru að leita sambands við jarð-
nesku tilveruna. — í þessu sambandi er eftirtektavert
það sem „Emile Zola“ skrifaði gegnum v. Reuter. Ég
tilfæri aðeins nokkra setningar: ,,Þú spyr hver sé hér.
— Ég segi að það sé Zola. — Þú segir nei. — Já, hví
ekki það? — Ég er sem sé framliðinn. En þó er ég
hér lifandi, hvorki betri eða verri — hvorki meira áber-
andi né lítilmótlegri — hvorki fallegri, eða ljótari —
hvorki himneskari né helvízkari en fólk gerist! —
Vegna hvers ekki að trúa því að það sé ég sjálfur? Er
það af því að ég í lifanda lífi skrifaði nokkrar sögur,
góðar eða vondar, aðlaðandi eða andstyggilegar eftir því
sem á það er litið? — Vegna hvers að halda að ég
þykist of góður að tala við þig, félagi minn í hinum
fögru listum?“ —