Morgunn


Morgunn - 01.06.1929, Page 104

Morgunn - 01.06.1929, Page 104
94 M 0 R G U N N Reuter, að þær hafi gengið að ýmsu leyti skrykkjótt fyrst í stað. Hann hafði búist við því að það væri nóg að lána hinum skrifandi anda hönd sína, til að skrifa með, en það hafi viljað vera svo, að orðin, sem hann átti að skrifa, fékk hann fyrst í höfuðið, og síðan vildi höndin við- stöðulaust skrifa þau, nema því aðeins að hann stæði fast á móti því. Þegar hann spurði nánara út í þetta, fékk hann það svar, að hin svonefnda mekaniska eða vélræna skrift, þar sem höndin ein væri notuð, væri að vísu meira sannfærandi um það að aðkomandi kraftar væru að verki, en sú skrift væri samt minna áreiðanleg, því aðferðin lægi miklu opnari fyrir allskonar truflunum. Hin aðferðin að nota höfuðið sem millilið væri miklu al- gengari og áreiðanlegri, enda þótt vantrúaðir mundu þá segja, að alt kæmi frá undirvitund skrifarans. Auðvitað væri nauðsynlegt að skrifmiðillinn væri áreiðanlegur, enda væru það óskrifuð lög meðal allra þroskaðri anda, að nota ekki nema áreiðanlega miðla. Það sýnist svo sem v. Reuter hafi náð góðri æfingu sem ritmiðill, því að hann kveðst hafa verið látinn rita heilar ritgerðir um margvísleg efni. Segir hann að mis- munur á stafagerð sé mjög skýr, eftir því hver skrifi. Sérstaklega kveðst hann geta borið um skrift Elísabetar Rúmenadrotningar, að hún hafi verið mjög lík því sem hún ritaði í lifanda lífi. Þessi drotning var, eins og kunnugt er, fræg sem rithöfundur og var kunnust undir nafninu Carmen Sylva. Hún hafði haft uppáhald á v. Reuter, þegar hann var á unga aldi og látið þau mæðgin búa hjá sér part úr sumri. Af því sem ég hefi ennþá sagt frá bók v. Reuters sézt ekki, hversu mikið far hann í raun og veru gerði sér um að afla sannana fyrir því sem fram kom. En af því að hann var sjálfur í byrjun ófróður um sálræn efni, þá setti hann sig í samband við Conan Doyle og dr. Walter Prince frá Boston og leitaði álits þeirra.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.