Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 104
94
M 0 R G U N N
Reuter, að þær hafi gengið að ýmsu leyti skrykkjótt fyrst
í stað. Hann hafði búist við því að það væri nóg að
lána hinum skrifandi anda hönd sína, til að skrifa með, en
það hafi viljað vera svo, að orðin, sem hann átti að skrifa,
fékk hann fyrst í höfuðið, og síðan vildi höndin við-
stöðulaust skrifa þau, nema því aðeins að hann stæði
fast á móti því. Þegar hann spurði nánara út í þetta,
fékk hann það svar, að hin svonefnda mekaniska eða
vélræna skrift, þar sem höndin ein væri notuð, væri að
vísu meira sannfærandi um það að aðkomandi kraftar
væru að verki, en sú skrift væri samt minna áreiðanleg,
því aðferðin lægi miklu opnari fyrir allskonar truflunum.
Hin aðferðin að nota höfuðið sem millilið væri miklu al-
gengari og áreiðanlegri, enda þótt vantrúaðir mundu þá
segja, að alt kæmi frá undirvitund skrifarans. Auðvitað
væri nauðsynlegt að skrifmiðillinn væri áreiðanlegur, enda
væru það óskrifuð lög meðal allra þroskaðri anda, að nota
ekki nema áreiðanlega miðla.
Það sýnist svo sem v. Reuter hafi náð góðri æfingu
sem ritmiðill, því að hann kveðst hafa verið látinn rita
heilar ritgerðir um margvísleg efni. Segir hann að mis-
munur á stafagerð sé mjög skýr, eftir því hver skrifi.
Sérstaklega kveðst hann geta borið um skrift Elísabetar
Rúmenadrotningar, að hún hafi verið mjög lík því sem
hún ritaði í lifanda lífi. Þessi drotning var, eins og
kunnugt er, fræg sem rithöfundur og var kunnust undir
nafninu Carmen Sylva. Hún hafði haft uppáhald á
v. Reuter, þegar hann var á unga aldi og látið þau mæðgin
búa hjá sér part úr sumri.
Af því sem ég hefi ennþá sagt frá bók v. Reuters
sézt ekki, hversu mikið far hann í raun og veru gerði
sér um að afla sannana fyrir því sem fram kom. En
af því að hann var sjálfur í byrjun ófróður um sálræn
efni, þá setti hann sig í samband við Conan Doyle og
dr. Walter Prince frá Boston og leitaði álits þeirra.