Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 105
M0R6UNN
95
Hinn fyrnefndi mun hafa stappað stálinu í hann að halda
áfram rannsóknunum, en hinn síðarnefndi benti honum
á alt það, sem rýrði hið almenna sönnunargildi tilrauna
hans. Vildi það verða ærið mikið, svo að það má telja
víst að Reuter hefði gefist alveg upp við að safna til
bókarútgáfu um þessi efni, ef hann hefði ekki sjálfur
verið orðinn persónulega sannfærður, ef honum hefðu
ekki stöðugt borist í hendur gögn, sem voru mjög þung
á metunum, og ef hann hefði ekki fundið hjá sér góða
hæfileika til að meta líkurnar með og mót. En það sýnir
bók hans greinilega, að hann hefir ríkari dómgreind en
margir, sem um þessi efni hafa ritað.
Dr. Prince reyndi altaf að sýna að fyrirbrigðin
gætu stafað af „undirvitund", „hugsanalestri", „fjar-
hrifum“, því sem hann kallar „vÖðvaminni“, „fjar-
skygni“ og þar fram eftir götunum. — Það má því geta
nærri að v. Reuter hafði hitann í haldi og gerði sér mikið
far um að komast á fund með sem flestum miðlum og
kynna sér rannsóknir annara, auk þess sem hann og
móðir hans unnu ósleitilega við stafaborðið og hann
sjálfur iðkaði ósjálfráða skrift. — Ég vil nú enn segja
frá nokkru fleira, er fyrir bar við rannsóknirnar.
Einn með fyrri atburðunum var það, að eitt sinn
er frú v. Reuter sat við stafaborðið, fer það að rita á
sænsku. Kveðst þar vera komin móðir sænsks pilts, sem
hét Óskar og þau Reuters mæðgin höfðu þekt fyrir löngu
Nú voru þau stödd í Ameríku, en vissu ekki annað en að
Óskar væri í Svíþjóð. — Konan biður þau að bera Óskari
kveðju sína. — Þau spyrja hvar hann sé að hitta. —
Hún segir að hann sé í Ameríku í ríkinu Maine, og hún
haldi að hann sé í Augusta-fylki. — Þau gerðu nú fyrir-
spurnir og reyndist það rétt, að Óskar var í Maine-ríki, en
hjó í Portland-fylki.
Það sem dr. Prince kallar „vöðva minni“ (muscular-
memory) rekur hann til þeirrar staðreyndar að fingur
tónleikara geti orðið æfðir í að hitta rétta tóna á fiðlu,