Morgunn - 01.06.1929, Síða 108
98
MOBGUNN
ingum og taka þátt í samtali á ókendu máli. En ein-
mitt þetta kom oft fyrir hjá v. Reuter. — Og það var
eins og hinar ósýnilegu persónur, sem hann hafði samband
við, fylgdust með í því hvað fundið var að tilraunum
hans, því að nú kom að lokum ein og kvaðst geta
skrifað mál, sem hvorugt þeirra mæðgina hefði nokkurn
tíma haft kynni af. V. Reuter hafði vitni við þegar til-
raunin var gerð. .Stafaborðið var notað og samtal fór
fram í spurningaformi. Svörin komu greiðlega, en enginn
viðstaddur skildi þau. Eitt orðið virtist mönnum þó
benda á að málið væri indverska. Skýrslan var nú send
sir Arthur Conan Doyle til þess að fá svörin þýdd af
einhverjum, sem kynni indversku. Rétt á eftir dreymdi
v. Reuter að hann hitti mann, sem segir honum að hér
sé ekki að ræða um indversku heldur persnesku. Enda
kom þá svar frá Conan Doyle að ráðunautar hans í Ind-
versku könnuðust ekki við málið. Var nú farið til pers-
nesku konsúlskrifstofunnar í Berlín og gaf hún þann úr-
skurð, að þetta væri persnesk mállýska eins og töluð er
á Indlandi. Þegar þýðing var fengin á hinum persnesku
tilsvörum, kom í ljós að þau voru í réttu samræmi við
spurningarnar. Þá gaf sig og fram sá andi, sem hafði
skrifað þetta mál og kvaðst vera franski rithöfundurinn
Pierre Loti. Hann var sem kunnugt er sjóliðsforingi,
ferðaðist um allan heim, kom meðal annars hingað til
íslands, að því er fullyrt er, og mun þá hafa fengið hug-
myndina að hinni frægu skáldsögu sinni: „íslandsfisk-
arinn“. Afburða málamaður hafði hann verið og hafði
lært Austurlandamál á ferðum sínum um Asíu. Einu
sinni hafði v. Reuter haldið tónleik í Konstantínópel og
hitt þar Pierre Loti, sem var þar staddur á frönsku her-
skipi. — Skýrslan um þennan persneska fund þótti stór-
merkileg sem sönnunargagn og jafnvel Dr. Prince ját-
aði að hún fullnægði vísindalegum skilyrðum.
Síðan bættist einnig eitt mál við gegnum stafaborðið,
og var það arabiska. í því máli kunnu þau mæðgin held-