Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 115
MOEGUNN
105
orinn afréð því að „reyna andann“ með því, að leita eftir
réttri merkingu hins torskilda kafla í umgetnu riti. Hann
þóttist vita, að ritskekkjan ætti uppruna sinn hjá ein-
hverjum seinni tíma útgefanda þessa verks. Fyrir því
sagði hann, enn á kínversku: „Á meðal rita þinna er
kafli einn, sem er víst skakt skrifaður. Ætti hann ekki
að vera svona — hér byrjaði ég að vitna til þess úr hon-
um, er ég mundi, eða h. u. b. alt til enda fyrstu línu.
En um leið var orðið tekið af mér, og í staðinn hafði
röddin upp alla áminsta grein, á kínversku, nákvæmlega
eins og hún kemur fyrir í höfuðútgáfunni. Eftir nær
stundarfjórðungs þögn, endurtók röddin sömu grein eða
kafla, en nú með vissum breytingum, sem gerðu alla
nierkingu málsins skýra og augljósa. „Svona á að lesa
það“, bætti þá röddin við, „verður þýðing þess þá ekki
augljós?"
í lok þessarar setningar varð röddin hraðmælt, en
hljóðnaði svo að fullu.
Dr. Whymant sótti fleiri slíka fundi og átti frekari
samræðu við hinn ósýnilega gest eða raddgjafa. Eitt
skifti mintist röddin á rit „sem þú (Whymant) samdir
fyrir Mongóla". Hér virtist átt við mongólst málfræðirit,
er Whymant gaf út, en sem öllum var ókunnugt um að
væri hans verk.
Naumast verður annað talið en þetta sé allmerki-
legt. Ekki kunni maðurinn orð í kínversku og enginn
fundarmanna, að undanskildum ræðumanninum sjálf-
um. Og ekki er það sérlega aðgengileg skýring, að alt
þetta hafi miðillinn sótt í vitund dr. Whymants, a. m. k.
uaumast það, sem hann gat ekkert um vitað, eins og hvern-
ig' misritaði, kínverski kaflinn átti að vera. Þó er ef
fil vill hið undraverðasta eftir. Röddin mælti á mállýsku,
sem nú er hvergi lengur töluð í Kína. Fyrirlesarinn
sagðist ekki geta fullyrt það skýlaust, að það væri ná-
kvæmlega sama málið, sem talað hefði verið í Kína á
dögum Konfucíusar, fyrir 2400 árum. Enginn lifandi