Morgunn - 01.06.1929, Page 127
M 0 R G U N N
117
að hún var bæði hraustari og „karakter“-styrkari. En
þó mun sú orsökin sanndrýgst, hve heilsutæp ég var á
uppvaxtarárunum. Stundum lá ég rúmföst um lengri
tíma, sérstaklega að vetrinum. Sem elsta barns á heim-
ilinu, féll það þá einatt í hennar hlut að dvelja fyrir
mér, þegar hin börnin léku sér, enda kaus ég eigi annan
fremur á rúmstokkinn hjá mér, þótt allir væru mér
góðir. Hún kunni svo margar sögur og ljóð, og sagði
svo vel frá að unun var á að hlýða. Hún skildi flestum
betur mínar barnslegu hugsanir, og ég var ófeimnari
að láta þær í ljósi við hana en aðra. — T’að er ætlan
mín, að þessi sé orsök að hugsanaflutningi þeim, er
síðar átti sér stað frá henni til mín, þegar ég var komin
á æskuár, og hún var farin að dvelja langvistum fjarri
föðurgarði. Eigi vissi ég til, að henni bærust þannig
hugsanir frá mér, og stafar það skiljanlega frá þeirri
staðreynd, að hugur hennar var styrkari en minn. Hún
var hraustari, bráðþroskaðri, mentaðri, og tók meiri
þátt í atburðum hins daglega lífs.
Veturinn 1904—5 var Katrín sál. við barnakenslu
vestur í ísafjarðarsýslu, (á Laugabóli við ísafjarðar-
djúp), en lagðist veik þegar fram á leið, og lá þar alt
næsta sumar og fram á veturinn 1905—6. T>ann vetur
veiktist yngsta systir mín heima, og var mjög þjáð um
tíma. Var ég ]>á yfir henni á nóttum og hallaði mér
einatt út af fyrir framan hana í rúmið, ef af henni
bráði, svo að ég gæti sofnað. Það var eina nótt seint í
febr. að litla systir mín var venju fremur þjáð. Var ég
orðin mjög þreytt, þegar hún loksins blundaði undir
nnorguninn, klukkan um það bil 5—6. Þó þorði ég ekki
að sofna af ótta við það, að hún kynni að vakna bráð-
lega aftur, en hallaði mér einungis að höfðagafli. Ef til
vill hefir hugurinn reikað til hinnar systurinnar, sem lá
sjúk fjarri ástvinum í öðrum landsfjórðungi, þótt ég
tseki ekki eftir því. — Þannig hagaði til, að rúmið, sem
við systurnar vorum í, stóð undir norðurhlið baðstofu-