Morgunn - 01.06.1929, Page 128
118
MORGUNN
hússins, en á suðurhliðinni beint á móti var opinn gluggi.
Veðrið var einmuna blítt og fagurt, glaða tunglskin og
heiður himinn. Engin blæja var fyrir glugganum, og var
ég að dást að yndisleik náttúrunnar í huganum. Seig
þá á mig höfgi, en þó svo laust, að ég heyrði gjörla
andardrátt fólksins, sem svaf inni í húsinu. Virtist mér
þá, sem eitthvað líða inn um opinn gluggann, svo sem
hvítleit þoka eða slæða. Það leið fast að rúmstokknum
til mín, tók þar á sig dekkri, ákveðnari mynd, og laut
yfír mig. I sama bili heyrði ég haft yfir, í málrómi
Katrínar systur mínnar:
„Lík og særður söngfugl er ég,
sífelt þegja hlýt.
Eirðarlaus um foldu fer ég,
friðar hvergi nýt“.
Eigi varð draumurinn lengri, því að þá vaknaði litla
systir mín, og ég þurfti að sinna henni. En um leið og
ég vaknaði, virtist mér, sem þokan — eða slæðan —
líða aftur frá rúminu og hverfa út um gluggann. Ég
sofnaði ekki aftur, það sem eftir var næturinnar, en hug-
urinn dvaldi á bak við fjöll og fjörð, við hvílu Katrínap-
systur minnar, og ég var í engum efa um að hún hefði
í raun og veru vitjað mín á þennan hátt.
Katrín sál. kom heim snögga ferð rétt fyrir sláttinn
1906. Var hún þá mjög breytt eftir hina löngu og þungu
legu. Hraustleikasvipurinn var horfinn af yfirbragði
hennar og æskuglansinn af augunum. Sterku, frjálsu
vængirnir hennar voru brotnir. — Það var eitt sinn
um sumarið að við sátum einar inni. Hafði ég þá yfir
draumvísuna, og spurði Katrínu, hvert hún hefði heyrt
hana. Hún spurði mig aftur, hvar og hvernig ég hefði
lært hana, sagðist hafa álitið að enginn kynni þessa
vísu nema hún ein. Sagði ég henni þá draum minn og
bar alt saman hjá okkur. Hafði mig dreymt vísuna ná-
kvæmlega á sama tíma ])á sömu nótt, sem hún orkti
hana á. Sagðist hún þá hafa verið rúmföst nokkra daga