Morgunn - 01.06.1929, Qupperneq 129
M 0 R G U N N
119
undanfarið, — (en áður var hún farin að klæðast fyrir
nokkru). Hún hafði ekkert sofnað þessa nótt, hugurinn
leitað heim til föðurhúsanna, — eins og særður söng-
fugl. Margar vísur hafði hún orkt þessa nótt, en mundi
lítið annað en þessa einu.
Ekki get ég fært sönnur á þetta samtal okkar, því
að þar var enginn viðstaddur. En drauminn get ég
fengið staðfestan, því að hann hafði ég sagt nokkrum,
áður en Katrín kom heim. Sömuleiðis efaðist enginn, sem
við sögðum frá samtali okkar, um, að við segðum satt
og rétt frá, og gæti ég sjálfsagt fengið vottorð um það.
Ritstjóra-rabb fTlorguns
um hitt og þetta.
Svo heitir lítil bók, sem H. S.B(löndal)
»Frá öðrum hefir lagf út úr ensku Höf heitir j H>
D. Miller, og undirtitill bókarinnar er
„Samtal dáins sonar við föður sinn“. Af honum sjá menn,
í hverja átt stefnt er í bókinni. Hún er merkileg og vel
þess verð, að hún sé keypt og lesin, enda er sagt, að hún
hafi selst vel. Hún er að flestu leyti mjög hentug þeim
mönnum, sem lítið hafa kynst sálarrannsóknum og
spíritisma, svo ekki verður annað sagt, en að þýðandan-
um hafi tekist valið vel.
„ , , Höf. virðist hafa verið nokkuð þröng-
Beiðnl sonarins. , ,, . ^
synn og hleypidomafullur retttrunaðar-
maður, en sannleikselskur og einlægur trúmaður. Hann
hefir mist í ófriðnum mikla son sinn, sem honum hefir
þótt afar-vænt um. Þessi sonur hans hafði fallið á árinu
1918. En snemma á árinu 1919 fá foreldrar hins fallna
hermanns skilaboð um það, að sonur þeirra hafi gert vart