Morgunn - 01.06.1929, Síða 135
M 0 K G U N N
125
Sannleikurinn
kemst upp.
um, því að fregnin var símuð út um heiminn. Bandaríkja-
blöðin fóru yfirleitt vel og kurteislega með fregnina.
. . En nú kom snurða á þráðinn. í New-
fsóknin. York kemur út blað, sem heitir Evening
Graphic. Það er katólskt og er myndablað. Það fullyrti
í janúarmánuði að Arthur Ford hafi verið kvöldinu áður
rekinn úr félagsskap spiritista í New-York, að hann hefði
viðurkent í viðurvist jjriggja blaðamanna að skeytið
væri ekkert annað en svik, og að þau Ford og frú Hou-
dini hefðu komið sér saman um að hleypa þessari blekk-
ingu af stokkunum.
En sannleikurinn í málinu kom bráðlega
fram. Kona frá þessu blaði, sem þegar
hefir verið nefnd, kom heim til frú
Houdini og fór fram á að fá leyfi til að prenta í blaðinu
nokkur bréf, sem eru í eigu frúarinnar. Þau voru frá
manní' sem hét Chapin og er sagður að hafa vei’ið vinur
Houdinis. Blaðakonan sagði: ,,Blað mitt vill fá að búa
eitt að sögunni um Chapin og fá leyfi til að prenta sum
af bréfum hans til yðar“. Frú Houdini þverneitaði þessu
og rak blaðakonuna út. Um leið og blaðakonan fór út
úr húsinu, kvaðst hún mundi ,,ná sér niðri“ á frúnni og
sagðist mundi skrifa sögu um það, að skeytið frá manni
hennar væri ekki annað en svik. Tveir vottar voru við-
staddir þegar hún hótaði þessu.
Að kvöldi þessa dags reyndi þessi sama blaðakona
að ná tali af síra Arthur Ford, bað hann að koma og
finna sig, því að um merkilegar fréttir væri að tefla.
Hann neitaði því, átti þá að flytja erindi utan New-York
borgar. Hún bað hann þá að koma til sín að erindinu
loknu. Hann var kominn heim kl. IIV2 um kvöldið og
þá kom blaðakonan heim til hans og sagði: „Bess Hou-
dini hefir rekið mig út í dag og eg hefi lofað ritstjóra
mínum að ná í bréfin frá Chapin. Eg vil fá þau, og eg
verð að fá þau í kvöld; annars næ eg mér niðri á henni,
og þér verðið að neyða hana til að láta þau af hendi“.